Í samtali við héraðsmiðilinn NCN segir lögreglustjórinn Chad Reiman að lögregluþjónarnir sem fóru á vettvang hafi búist við því að einhver væri á ferðinni með kálf eða eitthvað smátt sem passaði í bíl en svo reyndist alls ekki.
Þarna var á ferðinni maður sem heitir Lee Meyer og „vinur hans“ Howdy Doody. Meyer hefur breytt fólksbíl sínum svo Howdy Doody geti farið með honum á rúntinn. Þeir eru sagðir fara reglulega á rúntinn og taka þátt í skrúðgöngum á svæðinu.
Lögregluþjónarnir sektuðu Meyer þó, þar sem hann var að brjóta nokkur umferðarlög, og sögðu honum að fara aftur heim með Howdy Doody.
Nebraska police pulled over a man with a Watusi bull riding shotgun pic.twitter.com/9M7eK9ONxE
— Daily Loud (@DailyLoud) August 31, 2023