Rannsaka enn hvort þrjótar hafi komist yfir gögn Brimborgar Kjartan Kjartansson skrifar 31. ágúst 2023 12:28 Egill Jóhannsson er forstjóri Brimborgar. Vísir/Sigurjón Starfsemi bílaumboðsins Brimborgar og tengdra fyrirtækja komst aftur í gang í dag eftir að netárás stöðvaði hana í hátt í tvo sólarhringa. Forstjóri fyrirtækisins segir að tekist hafi að endurheimta öll gögn en sérfræðingar kanni enn hvort að þrjótarnir hafi komist yfir persónuupplýsingar viðskiptavina. Netárásin var gerð aðfararnótt þriðjudags. Allar líkur eru á að hún hafi falist í svonefndri gagnagíslatöku þar sem tölvuþrjótar læsa aðgangi að gögnum og krefjast lausnargjalds fyrir þau, að sögn Egils Jóhannssonar, forstjóra Brimborgar. Brimborg safnar ýmsum gögnum um viðskiptavini sína, þar á meðal kennitölum, póstföngum, símanúmerum og ökuskírteinisnúmerum. Persónuvernd var tilkynnt um árásina. Egill segir að sérfræðingar kanni nú hvort að aðstandendur árásarinnar hafi afrit af gögnunum sem þeir læstu eða ekki. Egill segir að afrit hafi verið til af gögnunum sem þrjótarnir læstu. Tölvukerfið hafi því komist aftur í gagnið í gærkvöldi og í morgun. Símkerfið var enn lokað í morgun en Egill sagði að það ætti að komast í gagnið í kringum hádegið í dag. Mikil áhrif á starfsemina Árásin hafði mikil áhrif á starfsemi Brimborgar og fleiri félaga eins og dekkjaverkstæðisins Max1, dóttufélags hennar, þar á meðal þjónustu á verkstæðum og sölu á varahlutum, í næstum tvo sólarhringa. Bíla- og dekkjasala stöðvaðist og ekki var hægt að taka við bílum á verkstæði. Egill segir þó að hægt hafi verið að sinna neyðarviðgerðum, selja notaða bíla sem auðvelt var að finna og afhenda nýja bíla sem voru þegar seldir. Vonum framar gekk að koma tölvukerfinu og starfseminni aftur í samt horf en Egill segir að það hafi útheimt mikla vinnu starfsmanna og sérfræðinga Syndis og Origo. Það hafi hjálpað mikið að eiga afrit af öllum gögnum. „Við erum bara byrjaðir á fullu að selja og þjónusta,“ sagði Egill í samtali við Vísi skömmu fyrir hádegi. Erfitt er að meta fjárhagslegt tjón fyrirtækisins af árásinni. „Við getum í raun ekkert metið það á þessu stigi. Fullt af þessum verkefnum er frestað. Einhver sem átti bókað á verkstæði kemur þá í dag eða eftir helgina þannig að maður getur í sjálfu sér ekki sagt til um það á þessu stigi,“ segir Egill. Tölvuárásir Persónuvernd Bílar Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Netárásin var gerð aðfararnótt þriðjudags. Allar líkur eru á að hún hafi falist í svonefndri gagnagíslatöku þar sem tölvuþrjótar læsa aðgangi að gögnum og krefjast lausnargjalds fyrir þau, að sögn Egils Jóhannssonar, forstjóra Brimborgar. Brimborg safnar ýmsum gögnum um viðskiptavini sína, þar á meðal kennitölum, póstföngum, símanúmerum og ökuskírteinisnúmerum. Persónuvernd var tilkynnt um árásina. Egill segir að sérfræðingar kanni nú hvort að aðstandendur árásarinnar hafi afrit af gögnunum sem þeir læstu eða ekki. Egill segir að afrit hafi verið til af gögnunum sem þrjótarnir læstu. Tölvukerfið hafi því komist aftur í gagnið í gærkvöldi og í morgun. Símkerfið var enn lokað í morgun en Egill sagði að það ætti að komast í gagnið í kringum hádegið í dag. Mikil áhrif á starfsemina Árásin hafði mikil áhrif á starfsemi Brimborgar og fleiri félaga eins og dekkjaverkstæðisins Max1, dóttufélags hennar, þar á meðal þjónustu á verkstæðum og sölu á varahlutum, í næstum tvo sólarhringa. Bíla- og dekkjasala stöðvaðist og ekki var hægt að taka við bílum á verkstæði. Egill segir þó að hægt hafi verið að sinna neyðarviðgerðum, selja notaða bíla sem auðvelt var að finna og afhenda nýja bíla sem voru þegar seldir. Vonum framar gekk að koma tölvukerfinu og starfseminni aftur í samt horf en Egill segir að það hafi útheimt mikla vinnu starfsmanna og sérfræðinga Syndis og Origo. Það hafi hjálpað mikið að eiga afrit af öllum gögnum. „Við erum bara byrjaðir á fullu að selja og þjónusta,“ sagði Egill í samtali við Vísi skömmu fyrir hádegi. Erfitt er að meta fjárhagslegt tjón fyrirtækisins af árásinni. „Við getum í raun ekkert metið það á þessu stigi. Fullt af þessum verkefnum er frestað. Einhver sem átti bókað á verkstæði kemur þá í dag eða eftir helgina þannig að maður getur í sjálfu sér ekki sagt til um það á þessu stigi,“ segir Egill.
Tölvuárásir Persónuvernd Bílar Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira