Hamilton hjá Mercedes út árið 2025 Aron Guðmundsson skrifar 31. ágúst 2023 12:18 Lewis Hamilton, sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 er ekki á förum frá Mercedes né Formúlu 1 Vísir/Getty Sjöfaldi Formúlu 1 heimsmeistarinn Lewis Hamilton hefur skrifað undir nýjan samning við Mercedes út tímabilið 2025. Hamilton er einn sigursælasti ökumaðurinn í sögu Formúlu 1 og eftir margra mánaða vangaveltur um það hvort hann myndi framlengja dvöl sína hjá Mercedes hefur það nú loks verið staðfest að svo sé raunin. Þessi 38 ára gamli Breti hefur að undanförnu verið orðaður við skipti yfir til Ferrari en hann og George Russell munu skipa ökumannsteymi Mercedes út tímabilið 2025. Hamilton hóf Formúlu 1 feril sinn árið 2007 með McLaren en fyrir tímabilið 2013 skipti hann yfir til Mercedes þar sem að sex af hans sjö heimsmeistaratitlum hafa komið. Þá á hann stóran þátt í glæstri velgengni Mercedes árin 2014-2021 þar sem að liðið varð heimsmeistari bílasmiða átta ár í röð. Hamilton mætir hungraður í sigur með þessum nýja samningi við Mercedes en tímabilið 2022 var fyrsta tímabilið sem Hamilton fór í gegnum án þess að vinna kappakstur. Hann og þýska goðsögnin Michael Schumacher tróna ofar öðrum ökumönnum í sögu Formúlu 1 með sjö heimsmeistaratitla hvor, met sem Hamilton sækist nú í að eiga einn. „Við höfum aldrei verið eins hungruð í að vinna,“ segir Hamilton í fréttatilkynningu Mercedes. „Við hölfum áfram að elta okkar drauma, höldum áfram að berjast sama hvað áskorun við fáum í hendurnar og við munum vinna sigra á nýjan leik.“ Still. We. Rise. Lewis will continue his historic relationship with the Team! — Mercedes-AMG PETRONAS F1 Team (@MercedesAMGF1) August 31, 2023 Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Hamilton er einn sigursælasti ökumaðurinn í sögu Formúlu 1 og eftir margra mánaða vangaveltur um það hvort hann myndi framlengja dvöl sína hjá Mercedes hefur það nú loks verið staðfest að svo sé raunin. Þessi 38 ára gamli Breti hefur að undanförnu verið orðaður við skipti yfir til Ferrari en hann og George Russell munu skipa ökumannsteymi Mercedes út tímabilið 2025. Hamilton hóf Formúlu 1 feril sinn árið 2007 með McLaren en fyrir tímabilið 2013 skipti hann yfir til Mercedes þar sem að sex af hans sjö heimsmeistaratitlum hafa komið. Þá á hann stóran þátt í glæstri velgengni Mercedes árin 2014-2021 þar sem að liðið varð heimsmeistari bílasmiða átta ár í röð. Hamilton mætir hungraður í sigur með þessum nýja samningi við Mercedes en tímabilið 2022 var fyrsta tímabilið sem Hamilton fór í gegnum án þess að vinna kappakstur. Hann og þýska goðsögnin Michael Schumacher tróna ofar öðrum ökumönnum í sögu Formúlu 1 með sjö heimsmeistaratitla hvor, met sem Hamilton sækist nú í að eiga einn. „Við höfum aldrei verið eins hungruð í að vinna,“ segir Hamilton í fréttatilkynningu Mercedes. „Við hölfum áfram að elta okkar drauma, höldum áfram að berjast sama hvað áskorun við fáum í hendurnar og við munum vinna sigra á nýjan leik.“ Still. We. Rise. Lewis will continue his historic relationship with the Team! — Mercedes-AMG PETRONAS F1 Team (@MercedesAMGF1) August 31, 2023
Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira