Ísfirðingar útvega lóð undir lendingarstað fyrir geimverur Atli Ísleifsson skrifar 3. september 2023 08:00 Elísabet Gunnarsdóttir hjá ArtsIceland hefur unnið að því að koma upp verki hins þýska Björn Dahlem á Ísafirði í samstarfi við listamanninn. Vonast er til að verkið verði komið upp á næstu mánuðum. Aðsendar Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt tillögu nefndar um stofnun lóðar undir listaverkið Lendingarstað fyrir geimskip á Seljalandsdal fyrir ofan bæinn. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs, en um er að ræða sex metra hátt listaverk þýska listamannsins Björn Dahlem sem til stendur að reisa á bílastæði við gamla skíðaskálann á næstu mánuðum. Elísabet Gunnarsdóttir hjá ArtsIceland hefur verið tengiliður Dahlem sem starfar við Bauhaus-háskólann í Weimar, og unnið að því að láta verkið verða að veruleika í firðinum. „Björn Dahlem var hjá okkur á Ísafirði skömmu fyrir Covid og varð strax hrifinn og sá fyrir sér að verkið gæti sæmt sér vel á Seljalandsdal. Hann er búinn að fjármagna verkið og stefnir að því að setja upp svona verk víðs vegar um heim, meðal annars í Japan.“ „Drulluhrædd“ Elísabet segir staðsetninguna vera alveg frábæra þarna fyrir ofan bæinn. „Það er góður vegur þangað upp að gönguskíðasvæðinu. En hugsunin er að verkið verði þarna tímabundið í nokkur ár, kannski þrjú til fimm. Við ætluðum í þetta núna í ágúst eða september en það er möguleiki að þetta dragist fram á vor. Það þarf að byggja pall og koma skúlptúrnum svo ofan á.“ Hún segir þó einhverja „drulluhrædda“ við hugmyndir um að koma upp slíkum lendingarstað fyrir geimverur. „Ég fæ alls konar skemmtilegar athugasemdir, eins og hvernig eigi að verjast geimverunum ef þær koma, hvort þetta verði eins með skemmtiferðaskipin, að geimverurnar flæði yfir bæinn eins og ferðamennirnir. Fólk er nú samt yfirleitt brosandi þegar það kemur með þessar athugasemdir,“ segir Elísabet. Hún segir um sex metra turn að ræða með speglum á. „Þannig að hann sést langt að. Þetta er líka hugsað sem íhugunarstaður þar sem fólk gæti sest niður, velt fyrir sér öðrum víddum og komist út úr hversdeginum. Það er hugsunin á bakvið þetta.“ Mikið aðdráttarafl Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segist sömuleiðis mjög spennt fyrir því að fá listaverkið til bæjarins. „Mér finnst þetta mjög skemmtilegt og kallast kannski svolítið á við útsýnispallinn í Bolungarvík. Þetta er hugsað bæði fyrir ferðamenn og heimamenn og verður auðvitað staðsett á miklu útivistarsvæði í Seljalandsdal. Ég held að þetta verði mikið aðdráttarafl, hvort sem það verður fyrir geimverur eða aðra,“ segir Arna Lára létt í bragði. Styttur og útilistaverk Ísafjarðarbær Geimurinn Menning Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Sjá meira
Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs, en um er að ræða sex metra hátt listaverk þýska listamannsins Björn Dahlem sem til stendur að reisa á bílastæði við gamla skíðaskálann á næstu mánuðum. Elísabet Gunnarsdóttir hjá ArtsIceland hefur verið tengiliður Dahlem sem starfar við Bauhaus-háskólann í Weimar, og unnið að því að láta verkið verða að veruleika í firðinum. „Björn Dahlem var hjá okkur á Ísafirði skömmu fyrir Covid og varð strax hrifinn og sá fyrir sér að verkið gæti sæmt sér vel á Seljalandsdal. Hann er búinn að fjármagna verkið og stefnir að því að setja upp svona verk víðs vegar um heim, meðal annars í Japan.“ „Drulluhrædd“ Elísabet segir staðsetninguna vera alveg frábæra þarna fyrir ofan bæinn. „Það er góður vegur þangað upp að gönguskíðasvæðinu. En hugsunin er að verkið verði þarna tímabundið í nokkur ár, kannski þrjú til fimm. Við ætluðum í þetta núna í ágúst eða september en það er möguleiki að þetta dragist fram á vor. Það þarf að byggja pall og koma skúlptúrnum svo ofan á.“ Hún segir þó einhverja „drulluhrædda“ við hugmyndir um að koma upp slíkum lendingarstað fyrir geimverur. „Ég fæ alls konar skemmtilegar athugasemdir, eins og hvernig eigi að verjast geimverunum ef þær koma, hvort þetta verði eins með skemmtiferðaskipin, að geimverurnar flæði yfir bæinn eins og ferðamennirnir. Fólk er nú samt yfirleitt brosandi þegar það kemur með þessar athugasemdir,“ segir Elísabet. Hún segir um sex metra turn að ræða með speglum á. „Þannig að hann sést langt að. Þetta er líka hugsað sem íhugunarstaður þar sem fólk gæti sest niður, velt fyrir sér öðrum víddum og komist út úr hversdeginum. Það er hugsunin á bakvið þetta.“ Mikið aðdráttarafl Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segist sömuleiðis mjög spennt fyrir því að fá listaverkið til bæjarins. „Mér finnst þetta mjög skemmtilegt og kallast kannski svolítið á við útsýnispallinn í Bolungarvík. Þetta er hugsað bæði fyrir ferðamenn og heimamenn og verður auðvitað staðsett á miklu útivistarsvæði í Seljalandsdal. Ég held að þetta verði mikið aðdráttarafl, hvort sem það verður fyrir geimverur eða aðra,“ segir Arna Lára létt í bragði.
Styttur og útilistaverk Ísafjarðarbær Geimurinn Menning Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Sjá meira