True North krefst lögbanns á hvalveiðar Kristjáns Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. ágúst 2023 16:58 Leifur B. Dagfinnsson, stofnandi og stjórnarformaður framleiðslufyrirtækisins True North. Aðsend Framleiðslufyrirtækið True North hefur krafist þess að lögbann verði sett á Hval hf vegna veiða á langreyðum. Katrín Oddsdóttir, lögmaður hjá Rétti, fer með málið fyrir hönd True North. Erfitt, jafnvel ómögulegt verði að fá erlenda aðila til samstarfs hérlendis verði af veiðunum. Í lögbannskröfunni segir að True North krefjist þess að sýslumaðurinn á Vesturlandi leggi lögbann við því að Hvalur hefji veiðar á langreyðum. Þá fer True North fram á að lögbann verði sett á án þess að fyrirtækið þurfi að leggja fram tryggingu. Hvalveiðivertíðin hefst á morgun 1. september en með hertum skilyrðum sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti með nýrri reglugerð í dag. Kristján Loftsson er forstjóri Hvals hf. sem er eini aðilinn á Íslandi sem veiðir langreyðar. True North er íslenskt framleiðslufyrirtæki í sjónvarps- og kvikmyndageira og segist í kröfunni reiða sig að langmestu leyti á erlenda aðila. Eins og fyrr segir liggi fyrir yfirlýsing 67 leikara, leikstjóra, höfunda og annarra sem starfi í kvikmyndaiðnaði á alþjóðavísu sem fullyrði að ef Hvalur hf hefji veiðar á langreyðum á ný þá muni þeir ekki koma lengur með verkefni sín til Íslands. Þá vísar True North til þess að hvalveiðar minnki getu sjávar til kolefnisbindingar, þess að þriðjungur hvala sem Hvalur veiddi árið 2022 hafi háð langt dauðastríð, skýrslu fagráðs um velferð dýra og skýrslu starfshóps matvælaráðherra sem birt var í vikunni og fjallaði um mat á leiðum til að fækka frávikum við veiðar. Segir True North að erfitt og jafnvel ómögulegt verði að fá erlenda aðila til samstarfs hérlendis verði af veiðunum. Verulegir hagsmunir séu undir upp á fjármögnun framtíðarverkefna. Þeir hagsmunir séu ekki einungis fjárhagslegs eðlis heldur sé orðspor listrænna greina í húfi sem ekki verði bætt með skaðabótum. Bendir fyrirtækið á að starfsemi Hvals hafi verið í andstöðu við lög um hollustuhætti og mengunarvarnir. Eðli málsins samkvæmt ógni slík frávik matvælaöryggi þar sem um veiðar, verkun og vinnslu dýraafurða til manneldis sé að ræða. Jafnframt sé vatnsból sem standi fyrir ofan hvalstöð Hvals í andstöðu við reglugerð um neysluvatn og ekki á skipulagi eins og vera ber. Hvalveiðar Dýraheilbrigði Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Ný reglugerð: Veiða skal í birtu og þrír reynsluboltar ávallt um borð Ný reglugerð um veiðar á langreyðum kveður á um að aðeins megi veiða langreyðar í birtu, gæta þurfi þess að enginn kálfur sé með í för, skjóta þarf af minna en 25 metra færi og þrír í áhöfninni þurfa að lágmarki að hafa reynslu af hvalveiðum. Þetta kemur fram í nýrri reglugerð Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra sem tók gildi í dag. 31. ágúst 2023 15:56 Vilja meina að ákvörðunin hafi ekki ráðið úrslitum ríkisstjórnarinnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um áframhaldandi hvalveiðar hafi ekki bjargað ríkisstjórnarsamstarfinu. Vissulega hafi málið verið umdeilt meðal stjórnarflokkanna, en það hafi aldrei ógnað samstarfinu. 31. ágúst 2023 14:45 „Mjög sorglegur dagur fyrir okkar samfélag“ „Mér finnst þetta mjög sorglegur dagur fyrir okkar samfélag,“ segir Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, aðspurð um þá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að heimila hvalveiðar á ný. 31. ágúst 2023 12:35 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Sjá meira
Í lögbannskröfunni segir að True North krefjist þess að sýslumaðurinn á Vesturlandi leggi lögbann við því að Hvalur hefji veiðar á langreyðum. Þá fer True North fram á að lögbann verði sett á án þess að fyrirtækið þurfi að leggja fram tryggingu. Hvalveiðivertíðin hefst á morgun 1. september en með hertum skilyrðum sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti með nýrri reglugerð í dag. Kristján Loftsson er forstjóri Hvals hf. sem er eini aðilinn á Íslandi sem veiðir langreyðar. True North er íslenskt framleiðslufyrirtæki í sjónvarps- og kvikmyndageira og segist í kröfunni reiða sig að langmestu leyti á erlenda aðila. Eins og fyrr segir liggi fyrir yfirlýsing 67 leikara, leikstjóra, höfunda og annarra sem starfi í kvikmyndaiðnaði á alþjóðavísu sem fullyrði að ef Hvalur hf hefji veiðar á langreyðum á ný þá muni þeir ekki koma lengur með verkefni sín til Íslands. Þá vísar True North til þess að hvalveiðar minnki getu sjávar til kolefnisbindingar, þess að þriðjungur hvala sem Hvalur veiddi árið 2022 hafi háð langt dauðastríð, skýrslu fagráðs um velferð dýra og skýrslu starfshóps matvælaráðherra sem birt var í vikunni og fjallaði um mat á leiðum til að fækka frávikum við veiðar. Segir True North að erfitt og jafnvel ómögulegt verði að fá erlenda aðila til samstarfs hérlendis verði af veiðunum. Verulegir hagsmunir séu undir upp á fjármögnun framtíðarverkefna. Þeir hagsmunir séu ekki einungis fjárhagslegs eðlis heldur sé orðspor listrænna greina í húfi sem ekki verði bætt með skaðabótum. Bendir fyrirtækið á að starfsemi Hvals hafi verið í andstöðu við lög um hollustuhætti og mengunarvarnir. Eðli málsins samkvæmt ógni slík frávik matvælaöryggi þar sem um veiðar, verkun og vinnslu dýraafurða til manneldis sé að ræða. Jafnframt sé vatnsból sem standi fyrir ofan hvalstöð Hvals í andstöðu við reglugerð um neysluvatn og ekki á skipulagi eins og vera ber.
Hvalveiðar Dýraheilbrigði Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Ný reglugerð: Veiða skal í birtu og þrír reynsluboltar ávallt um borð Ný reglugerð um veiðar á langreyðum kveður á um að aðeins megi veiða langreyðar í birtu, gæta þurfi þess að enginn kálfur sé með í för, skjóta þarf af minna en 25 metra færi og þrír í áhöfninni þurfa að lágmarki að hafa reynslu af hvalveiðum. Þetta kemur fram í nýrri reglugerð Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra sem tók gildi í dag. 31. ágúst 2023 15:56 Vilja meina að ákvörðunin hafi ekki ráðið úrslitum ríkisstjórnarinnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um áframhaldandi hvalveiðar hafi ekki bjargað ríkisstjórnarsamstarfinu. Vissulega hafi málið verið umdeilt meðal stjórnarflokkanna, en það hafi aldrei ógnað samstarfinu. 31. ágúst 2023 14:45 „Mjög sorglegur dagur fyrir okkar samfélag“ „Mér finnst þetta mjög sorglegur dagur fyrir okkar samfélag,“ segir Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, aðspurð um þá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að heimila hvalveiðar á ný. 31. ágúst 2023 12:35 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Sjá meira
Ný reglugerð: Veiða skal í birtu og þrír reynsluboltar ávallt um borð Ný reglugerð um veiðar á langreyðum kveður á um að aðeins megi veiða langreyðar í birtu, gæta þurfi þess að enginn kálfur sé með í för, skjóta þarf af minna en 25 metra færi og þrír í áhöfninni þurfa að lágmarki að hafa reynslu af hvalveiðum. Þetta kemur fram í nýrri reglugerð Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra sem tók gildi í dag. 31. ágúst 2023 15:56
Vilja meina að ákvörðunin hafi ekki ráðið úrslitum ríkisstjórnarinnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um áframhaldandi hvalveiðar hafi ekki bjargað ríkisstjórnarsamstarfinu. Vissulega hafi málið verið umdeilt meðal stjórnarflokkanna, en það hafi aldrei ógnað samstarfinu. 31. ágúst 2023 14:45
„Mjög sorglegur dagur fyrir okkar samfélag“ „Mér finnst þetta mjög sorglegur dagur fyrir okkar samfélag,“ segir Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, aðspurð um þá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að heimila hvalveiðar á ný. 31. ágúst 2023 12:35