„Hugrekki, trú og barnaháttur hefur skilað okkur hingað myndi ég segja. Er hrikalega stoltur,“ bætti fyrirliðinn við en Breiðablik vann Struga frá Norður-Makedóníu samtals 2-0 í einvígi liðanna um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar.
„Vorum búnir að leggja mikinn fókus á það að við þurftum að mæta til að sigra leikinn, mæta af krafti, hér fer enginn andstæðingur með eitthvað af velli. Erum með 11 Evrópuleiki á Kópavogsvelli á síðustu árum, höfum unnið níu. Það segir það sem segja þarf, sú trú að hér erum við góðir og hér líður okkur vel.“
„Spennustigið var hátt, þetta er „tricky“ með svona forystu. Þess vegna var gott að sjá Viktor Karl skora í byrjun. Þá tók við spennufall, sem er líka „tricky.“ Hrikalega þroskuð frammistaða í báðum þessum leikjum og sérstaklega stoltur hérna, erum með stjórn sama hvort við erum að pressa eða föllum til baka.“
„Þetta er eiginlega smá súrrealískt, maður þarf smástund til að ná sér niður. Var ekki viss hvernig manni myndi líða ef þetta myndi nást. Hef aldrei upplifað annað eins, trompar meira að segja titilinn í fyrra. Þetta er ótrúlegt,“ sagði Höskuldur að endingu.