Enn að átta sig á afrekinu: „Maður lagði bara allt í sölurnar í dag“ Aron Guðmundsson skrifar 31. ágúst 2023 20:30 Viktor Karl Einarsson fagnar marki sínu. Vísir/Hulda Margrét Viktor Karl Einarsson, markaskorari Breiðabliks í leiknum mikilvæga í kvöld gegn Struga í Sambandsdeild Evrópu, segir tilfinninguna sem fylgir því að hafa tryggt sér sæti í riðlakeppni í Evrópukeppni fyrst íslenskra karlaliða í fótbolta vera ólýsanlega. Breiðablik vann í kvöld magnað afrek með 2-0 sigri úr einvígi sínu gegn norður-makedónska liðinu Struga sem tryggði liðinu sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. „Hún er í raun bara ólýsanleg, ég er bara enn að átta mig á þessu, “ segir Viktor Karl um tilfinninguna sem fylgir því að vera hluti af fyrsta íslenska karlaliðinu sem tryggir sér sæti í riðlakeppni í Evrópu. „Það er bara geggjað að hafa klára þetta, ég man varla eftir því sem gerðist í leiknum. Við fórum bara inn í hann og ætluðum að vinna hann, svo dettur inn mark á fyrstu mínútunum og maður er einhvern veginn bara enn að komast yfir fagnaðarlætin og ná sér niður.“ Viktor Karl kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik í fyrri leik liðanna. Lék svo allan leikinn gegn Víkingi Reykjavík fyrir nokkrum dögum og svo aftur í kvöld í seinni leiknum gegn Struga. Þá skoraði hann sigurmark leiksins í þokkabót og var einn af prímusmótorum Blika í sókninni. Úr hverju ertu gerður drengur? „Við erum allir í hörku formi, höfum spilað mikið af mínútum. Það var einhver taktísk hugsun í fyrri leiknum sem olli því að ég var á bekknum, sem er bara gott og vel. Svo kemur maður bara aftur inn í liðið núna, leggur allt á borðið í þessar 90 mínútur. Maður lagði bara allt í sölurnar í dag.“ Blikar virtust hafa fullkomna stjórn á leiknum allan tímann og komu inn til hálfleiks í kvöld með tveggja marka forystu í einvíginu. Hvað segir Óskar við ykkur í hálfleik? „Bara að halda áfram. Þeir breyttu aðeins um kerfi og við aðlöguðum okkur bara að því. Það var svona aðallega það sem við fórum yfir í hálfleik. Svo vorum við staðráðnir í því að taka ekki fótinn af bensíngjöfinni, halda bara áfram að herja á þá. Það gerðum við og áttum miðað við færin sem við fengum að skora fullt af mörkum í þessum leik. En á endanum var þetta bara fagmannlega gert og geggjað að hafa klárað þennan leik.“ Viktor Karl hefur á sinni tíð fylgst með ófáum dráttum í riðlakeppnir Evrópukeppna félagsliða í fótbolta en á morgun finnur hann sig í óvenjulegri stöðu þegar dregið verður í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar þar sem verður að finna Breiðablik. Viktor verður límdur fyrir framan skjáinn þegar dregið verður í riðla. „Maður mun fylgjast með þessu, það væri gaman að fá einhverja skemmtilega andstæðinga og spila á skemmtilegum leikvöngum.“ Það var mikil stemning eftir leik.Vísir/Hulda Margrét Fótbolti Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur R. - Malisheva | Standa vel að vígi Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Í beinni: Flora - Valur | Valsmenn í góðri stöðu í Tallinn Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Sjá meira
Breiðablik vann í kvöld magnað afrek með 2-0 sigri úr einvígi sínu gegn norður-makedónska liðinu Struga sem tryggði liðinu sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. „Hún er í raun bara ólýsanleg, ég er bara enn að átta mig á þessu, “ segir Viktor Karl um tilfinninguna sem fylgir því að vera hluti af fyrsta íslenska karlaliðinu sem tryggir sér sæti í riðlakeppni í Evrópu. „Það er bara geggjað að hafa klára þetta, ég man varla eftir því sem gerðist í leiknum. Við fórum bara inn í hann og ætluðum að vinna hann, svo dettur inn mark á fyrstu mínútunum og maður er einhvern veginn bara enn að komast yfir fagnaðarlætin og ná sér niður.“ Viktor Karl kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik í fyrri leik liðanna. Lék svo allan leikinn gegn Víkingi Reykjavík fyrir nokkrum dögum og svo aftur í kvöld í seinni leiknum gegn Struga. Þá skoraði hann sigurmark leiksins í þokkabót og var einn af prímusmótorum Blika í sókninni. Úr hverju ertu gerður drengur? „Við erum allir í hörku formi, höfum spilað mikið af mínútum. Það var einhver taktísk hugsun í fyrri leiknum sem olli því að ég var á bekknum, sem er bara gott og vel. Svo kemur maður bara aftur inn í liðið núna, leggur allt á borðið í þessar 90 mínútur. Maður lagði bara allt í sölurnar í dag.“ Blikar virtust hafa fullkomna stjórn á leiknum allan tímann og komu inn til hálfleiks í kvöld með tveggja marka forystu í einvíginu. Hvað segir Óskar við ykkur í hálfleik? „Bara að halda áfram. Þeir breyttu aðeins um kerfi og við aðlöguðum okkur bara að því. Það var svona aðallega það sem við fórum yfir í hálfleik. Svo vorum við staðráðnir í því að taka ekki fótinn af bensíngjöfinni, halda bara áfram að herja á þá. Það gerðum við og áttum miðað við færin sem við fengum að skora fullt af mörkum í þessum leik. En á endanum var þetta bara fagmannlega gert og geggjað að hafa klárað þennan leik.“ Viktor Karl hefur á sinni tíð fylgst með ófáum dráttum í riðlakeppnir Evrópukeppna félagsliða í fótbolta en á morgun finnur hann sig í óvenjulegri stöðu þegar dregið verður í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar þar sem verður að finna Breiðablik. Viktor verður límdur fyrir framan skjáinn þegar dregið verður í riðla. „Maður mun fylgjast með þessu, það væri gaman að fá einhverja skemmtilega andstæðinga og spila á skemmtilegum leikvöngum.“ Það var mikil stemning eftir leik.Vísir/Hulda Margrét
Fótbolti Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur R. - Malisheva | Standa vel að vígi Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Í beinni: Flora - Valur | Valsmenn í góðri stöðu í Tallinn Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Sjá meira