Septemberspá Siggu Kling: Í vorkunn færist ekkert nema niður á við Sigga Kling skrifar 1. september 2023 06:00 Elsku vogin mín. Þú ert eitthvað svo í skapi til að fela tilfinningar þínar og láta aðra halda að þú sért meiri töffari en þú í rauninni ert. Ef að það er eitthvað sem þú ætlar að vinna þér inn núna, samningar, vinátta eða ást, þá skaltu sleppa öllum leikritum og vita það að þegar að þú lætur í einlægnina þína skína, þá brotna allar varnir hjá þeim sem þú þarft að kljást við. Vogin er frá 23. september til 23. október. Þín sterka réttlætiskennd lætur þig óvart segja hvað þér finnst, og það er allt í fína. Settu orðin þín bara í fallegan búning, svo að engum finnist að þú sért að ógna honum á neinn máta. Þetta fer allt eftir orðavali þínu. Þú hefur alla möguleika opna, en ekki taka allt inn í einu. Stefndu beint á aðalatriðin. Þar sem fókusinn er, lífið fer. Með því að einfalda hlutina þannig, verða næstu sextíu dagar miklu minna mál. Taktu sérstaklega eftir tímabilinu þrettánda til sautjánda september. Fyrir 26. september þurfa allar þínar helstu ákvarðanir að vera læstar, sem sagt að þú gangir frá málunum. Þú verður beðinn um að sinna mikilvægu verkefni og verður á báðum áttu hvort þú eigir að taka því eða ekki. Þá er það alveg skýrt að fyrsta hugsun er rétt, en svo byrjar heilinn að rugla þig. Ef þú hefur möguleika á þessu tímabili að vera sjálfstæðari í vinnu eða lífinu, þá er það akkúrat þau spor sem verða þín gæfumerki. Þó þú hafir brennt þig áður í lífinu af allskonar, þá er það bara til að gera þig sterkari og sterkari og sterkari. Því að þinn karakter er ekki sú manneskja sem vorkennir sér. Í vorkunn færist ekkert nema niður á við í lífinu. Þó að þú hafir misst einhvern frá þér, hvort sem það tengist dauðsfalli eða viðskilnaði, þá er eina ráðið að halda ótrauður áfram. Peningar koma og fara, en þeir eru sérstaklega að koma til þín. Ef þú átt umfram, gefðu þá af þér, því að mikill vöxtur verður inni hjá þér í sambandi við veraldleg gæði og ræktaðu því andann, því þetta þarf að vera í jafnvægi. Knús og kossar Sigga Kling Will Smith, leikari, 25. september Avril Lavigne, söngkona, 27. september Friðrik Ómar, söngvari, 4. október Lilja Dögg Afreðsdóttir, stjórnmálakona, 4. október Friðrik Dór Jónsson, söngvari, 7. október John Lennon, söngvari 9.október Zac Efron, leikari, 18. október Snoop Dog, rappari, 20 október Kim Kardashian, raunveruleikastjarna, 21. október Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Fleiri fréttir Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Sjá meira
Vogin er frá 23. september til 23. október. Þín sterka réttlætiskennd lætur þig óvart segja hvað þér finnst, og það er allt í fína. Settu orðin þín bara í fallegan búning, svo að engum finnist að þú sért að ógna honum á neinn máta. Þetta fer allt eftir orðavali þínu. Þú hefur alla möguleika opna, en ekki taka allt inn í einu. Stefndu beint á aðalatriðin. Þar sem fókusinn er, lífið fer. Með því að einfalda hlutina þannig, verða næstu sextíu dagar miklu minna mál. Taktu sérstaklega eftir tímabilinu þrettánda til sautjánda september. Fyrir 26. september þurfa allar þínar helstu ákvarðanir að vera læstar, sem sagt að þú gangir frá málunum. Þú verður beðinn um að sinna mikilvægu verkefni og verður á báðum áttu hvort þú eigir að taka því eða ekki. Þá er það alveg skýrt að fyrsta hugsun er rétt, en svo byrjar heilinn að rugla þig. Ef þú hefur möguleika á þessu tímabili að vera sjálfstæðari í vinnu eða lífinu, þá er það akkúrat þau spor sem verða þín gæfumerki. Þó þú hafir brennt þig áður í lífinu af allskonar, þá er það bara til að gera þig sterkari og sterkari og sterkari. Því að þinn karakter er ekki sú manneskja sem vorkennir sér. Í vorkunn færist ekkert nema niður á við í lífinu. Þó að þú hafir misst einhvern frá þér, hvort sem það tengist dauðsfalli eða viðskilnaði, þá er eina ráðið að halda ótrauður áfram. Peningar koma og fara, en þeir eru sérstaklega að koma til þín. Ef þú átt umfram, gefðu þá af þér, því að mikill vöxtur verður inni hjá þér í sambandi við veraldleg gæði og ræktaðu því andann, því þetta þarf að vera í jafnvægi. Knús og kossar Sigga Kling Will Smith, leikari, 25. september Avril Lavigne, söngkona, 27. september Friðrik Ómar, söngvari, 4. október Lilja Dögg Afreðsdóttir, stjórnmálakona, 4. október Friðrik Dór Jónsson, söngvari, 7. október John Lennon, söngvari 9.október Zac Efron, leikari, 18. október Snoop Dog, rappari, 20 október Kim Kardashian, raunveruleikastjarna, 21. október
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Fleiri fréttir Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Sjá meira