Laugardalsvöllur eini möguleiki Blika hér á landi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. september 2023 07:31 Ekki er ljóst hvar heimaleikir Blika fara fram. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik komst í gær í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Er þetta í fyrsta skipti sem karlalið frá Íslandi kemst svo langt í Evrópukeppni. Þó mikil gleði fylgi slíkum árangri þá fylgja því líka ýmis vandamál, til að mynda hvar skal spila leikina? Breiðablik sigraði Struga frá Norður-Makedóníu í umspili um sæti í Sambandsdeildinni. Báðum leikjunum lauk með 1-0 sigri og Blikar því verðskuldaðir sigurvegarar. Eftir leik var Höskuldi Gunnlaugssyni tíðrætt um árangur Blika á Kópavogsvelli í Evrópu á undanförnum árum en ljóst er að Breiðablik fær ekki að spila á sínum ástkæra heimavelli í riðlakeppninni. „Laugardalsvöllur er eini völlurinn sem hægt er að spila heimaleikina hér á landi,“ sagði Flosi Eiríksson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, í samtali við íþróttavef mbl.is eftir sigur gærkvöldsins. Þá sagði Flosi einnig að reglur UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu, væru þannig að liðið yrði að spila heimaleiki sína á sama velli. Þannig gæti liðið ekki spilað fyrsta leikinn sinn á Laugardalsvelli og fært sig svo erlendis í desember. „Við munum skoða aðra möguleika, til dæmis erlendis,“ bætti Flosi við í viðtali sínu við mbl.is en Blikar virðast ekki geta farið til Færeyja þar sem KÍ Klaksvík er einnig í riðlakeppninni. Riðlakeppni Sambandsdeildarinnar hefst þann 21. september og lýkur snemma í desember. Þar með er ljóst að Breiðablik myndi leika sinn síðasta „heimaleik“ um miðjan nóvember eða í fyrri part desember. Stóra spurningin fyrir Breiðablik er þá einfaldlega hvort Laugardalsvöllur sé leikfær svo langt inn í veturinn og hvað það myndi kosta að halda vellinum í toppstandi þangað til. Fótbolti Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Ljóðrænn Óskar Hrafn eftir afrek Breiðabliks: „Þessi árangur er óður til hugrekkisins“ Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari ríkjandi Íslandsmeistara Breiðabliks, fór yfir víðan völl þegar hann ræddi við Stöð 2 Sport eftir að lið hans tryggði sér sæti í riðlakeppni Sambandsdeild Evrópu í knattspyrnu. Með sigrinum skráði Breiðablik sig á spjöld sögunnar en ekkert íslenskt karlalið hefur áður komist á þetta stig Evrópukeppni. 31. ágúst 2023 19:20 Fyrirliði Breiðabliks eftir afrek kvöldsins: „Hugrekki, trú og barnaháttur hefur skilað okkur hingað“ „Ótrúlega stoltur, þetta er búið að vera vegferð sem við hófum fyrir þremur árum, eiginlega fjórum. Hugrakkir og barnalegir í Þrándheimi, skíttöpuðum þar. Það í raun lagði fyrsta steininn að þessu,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, eftir að liðið tryggði sér sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. 31. ágúst 2023 19:55 Enn að átta sig á afrekinu: „Maður lagði bara allt í sölurnar í dag“ Viktor Karl Einarsson, markaskorari Breiðabliks í leiknum mikilvæga í kvöld gegn Struga í Sambandsdeild Evrópu, segir tilfinninguna sem fylgir því að hafa tryggt sér sæti í riðlakeppni í Evrópukeppni fyrst íslenskra karlaliða í fótbolta vera ólýsanlega. 31. ágúst 2023 20:30 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Sjá meira
Breiðablik sigraði Struga frá Norður-Makedóníu í umspili um sæti í Sambandsdeildinni. Báðum leikjunum lauk með 1-0 sigri og Blikar því verðskuldaðir sigurvegarar. Eftir leik var Höskuldi Gunnlaugssyni tíðrætt um árangur Blika á Kópavogsvelli í Evrópu á undanförnum árum en ljóst er að Breiðablik fær ekki að spila á sínum ástkæra heimavelli í riðlakeppninni. „Laugardalsvöllur er eini völlurinn sem hægt er að spila heimaleikina hér á landi,“ sagði Flosi Eiríksson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, í samtali við íþróttavef mbl.is eftir sigur gærkvöldsins. Þá sagði Flosi einnig að reglur UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu, væru þannig að liðið yrði að spila heimaleiki sína á sama velli. Þannig gæti liðið ekki spilað fyrsta leikinn sinn á Laugardalsvelli og fært sig svo erlendis í desember. „Við munum skoða aðra möguleika, til dæmis erlendis,“ bætti Flosi við í viðtali sínu við mbl.is en Blikar virðast ekki geta farið til Færeyja þar sem KÍ Klaksvík er einnig í riðlakeppninni. Riðlakeppni Sambandsdeildarinnar hefst þann 21. september og lýkur snemma í desember. Þar með er ljóst að Breiðablik myndi leika sinn síðasta „heimaleik“ um miðjan nóvember eða í fyrri part desember. Stóra spurningin fyrir Breiðablik er þá einfaldlega hvort Laugardalsvöllur sé leikfær svo langt inn í veturinn og hvað það myndi kosta að halda vellinum í toppstandi þangað til.
Fótbolti Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Ljóðrænn Óskar Hrafn eftir afrek Breiðabliks: „Þessi árangur er óður til hugrekkisins“ Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari ríkjandi Íslandsmeistara Breiðabliks, fór yfir víðan völl þegar hann ræddi við Stöð 2 Sport eftir að lið hans tryggði sér sæti í riðlakeppni Sambandsdeild Evrópu í knattspyrnu. Með sigrinum skráði Breiðablik sig á spjöld sögunnar en ekkert íslenskt karlalið hefur áður komist á þetta stig Evrópukeppni. 31. ágúst 2023 19:20 Fyrirliði Breiðabliks eftir afrek kvöldsins: „Hugrekki, trú og barnaháttur hefur skilað okkur hingað“ „Ótrúlega stoltur, þetta er búið að vera vegferð sem við hófum fyrir þremur árum, eiginlega fjórum. Hugrakkir og barnalegir í Þrándheimi, skíttöpuðum þar. Það í raun lagði fyrsta steininn að þessu,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, eftir að liðið tryggði sér sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. 31. ágúst 2023 19:55 Enn að átta sig á afrekinu: „Maður lagði bara allt í sölurnar í dag“ Viktor Karl Einarsson, markaskorari Breiðabliks í leiknum mikilvæga í kvöld gegn Struga í Sambandsdeild Evrópu, segir tilfinninguna sem fylgir því að hafa tryggt sér sæti í riðlakeppni í Evrópukeppni fyrst íslenskra karlaliða í fótbolta vera ólýsanlega. 31. ágúst 2023 20:30 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Sjá meira
Ljóðrænn Óskar Hrafn eftir afrek Breiðabliks: „Þessi árangur er óður til hugrekkisins“ Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari ríkjandi Íslandsmeistara Breiðabliks, fór yfir víðan völl þegar hann ræddi við Stöð 2 Sport eftir að lið hans tryggði sér sæti í riðlakeppni Sambandsdeild Evrópu í knattspyrnu. Með sigrinum skráði Breiðablik sig á spjöld sögunnar en ekkert íslenskt karlalið hefur áður komist á þetta stig Evrópukeppni. 31. ágúst 2023 19:20
Fyrirliði Breiðabliks eftir afrek kvöldsins: „Hugrekki, trú og barnaháttur hefur skilað okkur hingað“ „Ótrúlega stoltur, þetta er búið að vera vegferð sem við hófum fyrir þremur árum, eiginlega fjórum. Hugrakkir og barnalegir í Þrándheimi, skíttöpuðum þar. Það í raun lagði fyrsta steininn að þessu,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, eftir að liðið tryggði sér sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. 31. ágúst 2023 19:55
Enn að átta sig á afrekinu: „Maður lagði bara allt í sölurnar í dag“ Viktor Karl Einarsson, markaskorari Breiðabliks í leiknum mikilvæga í kvöld gegn Struga í Sambandsdeild Evrópu, segir tilfinninguna sem fylgir því að hafa tryggt sér sæti í riðlakeppni í Evrópukeppni fyrst íslenskra karlaliða í fótbolta vera ólýsanlega. 31. ágúst 2023 20:30