Birtir bréf frá lækni eftir að hann fraus Samúel Karl Ólason skrifar 1. september 2023 09:09 Mitch McConnell hefur setið í öldungadeildinni frá 1984 og leitt Repúblikana þar frá 2007. AP/Liz Dufour Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, hefur sent út bréf frá lækni þingsins þar sem fram kemur að heilsa hans komi ekki í veg fyrir áframhaldandi störf. Það er í kjölfar þess að McConnell fraus á blaðamannafundi í Kentucky í vikunni og var það í annað sinn sem það gerðist á tiltölulega skömmum tíma. Umræddur læknir hafði þó ekki skoðað McConnell, sem er 81 árs gamall, heldur ræddi hann við einkalækna hans og „greindi“ síðasta atvikið þar sem McConnell fraus. Þá var verið að spyrja McConnell hvort hann ætlaði að bjóða sig fram aftur til þingsetu en hann hefur setið á þingi frá árinu 1984. Hann hefur leitt þingflokkinn frá 2007. Sjá einnig: Fraus aftur í miðri setningu Læknirinn sagði einnig, samkvæmt frétt New York Times, að ekki væri óalgengt að fólki svimaði af og til eftir að hafa fengið heilahristing og að McConnell gæti einnig hafa skort vökva. McConnell fékk heilahristing þegar hann féll á hóteli í Washington DC fyrr á árinu. Áköll um að McConnell stígi til hliðar hafa orðið háværari. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt AP fréttaveitunnar, þar sem bæði atvikin þar sem McConnell virtist frjósa eru sýnd. Fjölmiðlar vestanhafs segja auknar áhyggjur af McConnell og innan þingflokks Repúblikanaflokksins og hvort hann geti leitt flokkinn áfram. Heimildarmenn Washington Post segja engan þingmann hafa kallað eftir fundi vegna atviksins en þingmenn eru í fríi þessa vikuna. Mögulegt er að óskað verði eftir fundi í næstu viku, þegar þingmenn koma aftur saman í höfuðborginni. Þrír Jónar Þrír öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins þykja líklegir til að taka við af McConnell sem leiðtogi þingflokksins, stígi hann til hliðar eða bjóði sig ekki aftur fram á næsta ári. Það eru þeir John Thune (62), frá Suður-Dakóta, John Cornyn (71) frá Texas og John Barrasson (71) frá Wyoming. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Færast nær því að ákæra Biden fyrir embættisbrot Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa færst nær því að hefja rannsókn á því hvort tilefni finnist til að ákæra Joe Biden, forseta, fyrir embættisbrot. Donald Trump, fyrrverandi forseti sem var tvisvar ákærður fyrir embættisbrot, vill ólmur að Biden verði einnig ákærður. 28. júlí 2023 08:46 Segist við góða heilsu Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, segist hafa heilsu til að sinna starfi sínu. Það er eftir að hann fraus í miðri setningu á blaðamannafundi í gærkvöldi og starði áfram í um tuttugu sekúndur, áður en hann var leiddur á brott. 27. júlí 2023 11:06 Leiðtogi repúblikana aftur á þing eftir fallið Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, mætir aftur til starfa á þingi í dag. Sex vikur eru frá því að hann féll og fékk heilahristing á viðburði í Washington-borg. 17. apríl 2023 12:11 Trump hótaði McConnell lífláti undir rós Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hótaði Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, lífláti undir rós í gærkvöldi. Samhliða því fór hann rasískum orðum um Elaine Chow, eiginkonu McConnells. 1. október 2022 10:11 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Umræddur læknir hafði þó ekki skoðað McConnell, sem er 81 árs gamall, heldur ræddi hann við einkalækna hans og „greindi“ síðasta atvikið þar sem McConnell fraus. Þá var verið að spyrja McConnell hvort hann ætlaði að bjóða sig fram aftur til þingsetu en hann hefur setið á þingi frá árinu 1984. Hann hefur leitt þingflokkinn frá 2007. Sjá einnig: Fraus aftur í miðri setningu Læknirinn sagði einnig, samkvæmt frétt New York Times, að ekki væri óalgengt að fólki svimaði af og til eftir að hafa fengið heilahristing og að McConnell gæti einnig hafa skort vökva. McConnell fékk heilahristing þegar hann féll á hóteli í Washington DC fyrr á árinu. Áköll um að McConnell stígi til hliðar hafa orðið háværari. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt AP fréttaveitunnar, þar sem bæði atvikin þar sem McConnell virtist frjósa eru sýnd. Fjölmiðlar vestanhafs segja auknar áhyggjur af McConnell og innan þingflokks Repúblikanaflokksins og hvort hann geti leitt flokkinn áfram. Heimildarmenn Washington Post segja engan þingmann hafa kallað eftir fundi vegna atviksins en þingmenn eru í fríi þessa vikuna. Mögulegt er að óskað verði eftir fundi í næstu viku, þegar þingmenn koma aftur saman í höfuðborginni. Þrír Jónar Þrír öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins þykja líklegir til að taka við af McConnell sem leiðtogi þingflokksins, stígi hann til hliðar eða bjóði sig ekki aftur fram á næsta ári. Það eru þeir John Thune (62), frá Suður-Dakóta, John Cornyn (71) frá Texas og John Barrasson (71) frá Wyoming.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Færast nær því að ákæra Biden fyrir embættisbrot Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa færst nær því að hefja rannsókn á því hvort tilefni finnist til að ákæra Joe Biden, forseta, fyrir embættisbrot. Donald Trump, fyrrverandi forseti sem var tvisvar ákærður fyrir embættisbrot, vill ólmur að Biden verði einnig ákærður. 28. júlí 2023 08:46 Segist við góða heilsu Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, segist hafa heilsu til að sinna starfi sínu. Það er eftir að hann fraus í miðri setningu á blaðamannafundi í gærkvöldi og starði áfram í um tuttugu sekúndur, áður en hann var leiddur á brott. 27. júlí 2023 11:06 Leiðtogi repúblikana aftur á þing eftir fallið Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, mætir aftur til starfa á þingi í dag. Sex vikur eru frá því að hann féll og fékk heilahristing á viðburði í Washington-borg. 17. apríl 2023 12:11 Trump hótaði McConnell lífláti undir rós Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hótaði Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, lífláti undir rós í gærkvöldi. Samhliða því fór hann rasískum orðum um Elaine Chow, eiginkonu McConnells. 1. október 2022 10:11 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Færast nær því að ákæra Biden fyrir embættisbrot Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa færst nær því að hefja rannsókn á því hvort tilefni finnist til að ákæra Joe Biden, forseta, fyrir embættisbrot. Donald Trump, fyrrverandi forseti sem var tvisvar ákærður fyrir embættisbrot, vill ólmur að Biden verði einnig ákærður. 28. júlí 2023 08:46
Segist við góða heilsu Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, segist hafa heilsu til að sinna starfi sínu. Það er eftir að hann fraus í miðri setningu á blaðamannafundi í gærkvöldi og starði áfram í um tuttugu sekúndur, áður en hann var leiddur á brott. 27. júlí 2023 11:06
Leiðtogi repúblikana aftur á þing eftir fallið Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, mætir aftur til starfa á þingi í dag. Sex vikur eru frá því að hann féll og fékk heilahristing á viðburði í Washington-borg. 17. apríl 2023 12:11
Trump hótaði McConnell lífláti undir rós Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hótaði Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, lífláti undir rós í gærkvöldi. Samhliða því fór hann rasískum orðum um Elaine Chow, eiginkonu McConnells. 1. október 2022 10:11