Móðir, verslunareigandi og bikaróð: „Fann að það var eitthvað rosalegt að fara að gerast“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. september 2023 12:46 Árið hefur verið afar viðburðarríkt hjá Nadíu Atladóttur, fyrirliða Víkings. Vísir/Anton Brink Nadía Atladóttir fyrirliði Víkings í Lengjudeild kvenna hefur haft í nægu að snúast í sumar, hún er móðir, verslunareigandi og bikaróð, en hún fer með liði sínu í Bestu deildina á næstu leiktíð. Nadía, sem er 24 ára gömul, viðurkennir að hún hafi ekki búist við því þegar hún skrifaði undir við Lengjudeildarlið Víkings í fyrrasumar að hún yrði orðin tvöfaldur meistari með liðinu ári síðar. „Ef ég á að vera hreinskilin bjóst ég nú ekki við þessu,“ sagði Nadía í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakka Stöðvar 2. „En samt svona í fyrra þegar ég er að koma til baka í lok tímabilsins og þær voru svona að gæla við það að fara upp og þá fann ég að það væri eitthvað að fara að gerast. Allavega á næsta ári eins og var núna í ár. Maður fann það alveg að það var eitthvað. Hópurinn var að smell það vel saman að ég fann það alveg að það var eitthvað rosalegt að fara að gerast.“ Nadía Atladóttir í baráttunni við Telmu Ívarsdóttur í úrslitum Mjólkurbikarsins.Vísir/Hulda Margrét Púslar saman móðurhlutverkinu, verslunarrekstri og knattspyrnunni Nadía, sem á rúmlega eins árs gamlan son, er stolt af frammistöðu sinni á tímabilinu. „Já og af Ernu [Guðrúnu Magnúsdóttur] og Selmu [Dögg Björgvinsdóttur] líka. Við erum allar að koma til baka eftir barn og okkur er að ganga bara ótrúlega vel. En það er svo mikið á bakvið þetta, mikil vinna, metnaður og tími í burtu frá barninu,“ sagði Nadía. „En maður sér ekki eftir neinu í dag. Maður er bikarmeistari, Lengjudeildarmeistari og Lengjubikarmeistari líka. Þannig við tókum þrennuna,“ bætti Nadía við. Þá rekur Nadía einnig verslun og þarf því að finna tíma til að koma rekstrinum inn í púslið. „Þetta eru búnar að vera smá strembnar vikur, en bara ótrúlega skemmtilegt og krefjandi. Ég fékk þetta húsnæði hérna fyrir tíu dögum og við erum búin að tjasla þessu saman og á meðan er ég búin að vera bikarmeistari og vann Lengjudeildina“ „Þetta er bara búið að vera ótrúlegt. Ég var með þessa netverslun í fjögur ár og fékk svo þetta ótrúlega fallega rými frá Burkna og þetta er bara ótrúlega skemmtilegt. Ég vona að allir komi og kíki á mig.“ „Er þetta ekki enn þannig að allir hata KR?“ En velgengni fylgir oft öfund og nú þegar Víkingum er farið að ganga vel bæði í karla- og kvennaflokki var Nadía spurð að því hvort liðið væri farið frá því að vera litla liðið sem auðvelt var að halda með yfir í vondu kallana sem allir fara að hata. Nadía var þó með svör á reiðum höndum. „Nei er það nokkuð? Er þetta ekki enn þannig að allir hata KR? Ég held það,“ grínaðist Nadía að lokum. Viðtalið við Nadíu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Móðir, verslunareigandi og bikaróð Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Sjá meira
Nadía, sem er 24 ára gömul, viðurkennir að hún hafi ekki búist við því þegar hún skrifaði undir við Lengjudeildarlið Víkings í fyrrasumar að hún yrði orðin tvöfaldur meistari með liðinu ári síðar. „Ef ég á að vera hreinskilin bjóst ég nú ekki við þessu,“ sagði Nadía í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakka Stöðvar 2. „En samt svona í fyrra þegar ég er að koma til baka í lok tímabilsins og þær voru svona að gæla við það að fara upp og þá fann ég að það væri eitthvað að fara að gerast. Allavega á næsta ári eins og var núna í ár. Maður fann það alveg að það var eitthvað. Hópurinn var að smell það vel saman að ég fann það alveg að það var eitthvað rosalegt að fara að gerast.“ Nadía Atladóttir í baráttunni við Telmu Ívarsdóttur í úrslitum Mjólkurbikarsins.Vísir/Hulda Margrét Púslar saman móðurhlutverkinu, verslunarrekstri og knattspyrnunni Nadía, sem á rúmlega eins árs gamlan son, er stolt af frammistöðu sinni á tímabilinu. „Já og af Ernu [Guðrúnu Magnúsdóttur] og Selmu [Dögg Björgvinsdóttur] líka. Við erum allar að koma til baka eftir barn og okkur er að ganga bara ótrúlega vel. En það er svo mikið á bakvið þetta, mikil vinna, metnaður og tími í burtu frá barninu,“ sagði Nadía. „En maður sér ekki eftir neinu í dag. Maður er bikarmeistari, Lengjudeildarmeistari og Lengjubikarmeistari líka. Þannig við tókum þrennuna,“ bætti Nadía við. Þá rekur Nadía einnig verslun og þarf því að finna tíma til að koma rekstrinum inn í púslið. „Þetta eru búnar að vera smá strembnar vikur, en bara ótrúlega skemmtilegt og krefjandi. Ég fékk þetta húsnæði hérna fyrir tíu dögum og við erum búin að tjasla þessu saman og á meðan er ég búin að vera bikarmeistari og vann Lengjudeildina“ „Þetta er bara búið að vera ótrúlegt. Ég var með þessa netverslun í fjögur ár og fékk svo þetta ótrúlega fallega rými frá Burkna og þetta er bara ótrúlega skemmtilegt. Ég vona að allir komi og kíki á mig.“ „Er þetta ekki enn þannig að allir hata KR?“ En velgengni fylgir oft öfund og nú þegar Víkingum er farið að ganga vel bæði í karla- og kvennaflokki var Nadía spurð að því hvort liðið væri farið frá því að vera litla liðið sem auðvelt var að halda með yfir í vondu kallana sem allir fara að hata. Nadía var þó með svör á reiðum höndum. „Nei er það nokkuð? Er þetta ekki enn þannig að allir hata KR? Ég held það,“ grínaðist Nadía að lokum. Viðtalið við Nadíu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Móðir, verslunareigandi og bikaróð
Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Sjá meira