Chelsea var með xG (vænt mörk) upp á tæplega tvo á meðan Forest var með 0,75.
„Við sköpuðum mörg færi en náðum ekki að skora. Enska úrvalsdeildin er mjög samkeppnishæf og ef þú skorar ekki þá er erfitt að vinna,“ bætti Poch sposkur við.
Chelsea átti 21 skot í dag en aðeins tvö á markið. Gestirnir áttu sjö, þar af þrjú á markið.
„Þeir sköpuðu ekki mörk færi. Við fengum á okkur mark vegna mistaka sem við gerðum. Ég er svekktur því þetta er leikur sem við áttum að vinna en við þurfum að vera klínískari fyrir framan markið.“
„Við skoruðum ekki og þess vegna unnum við ekki. Ég óska þeim til hamingju en við erum svekktir þar sem okkur tókst ekki að brjóta niður varnarmúr þeirra.“