Verstappen kom fyrstur í mark og bætti metið Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. september 2023 15:26 Max Verstappen fagnaði sínum tíunda sigri í röð í dag. Vísir/Getty Tvöfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen fagnaði sigri í ítalska kappakstrinum í Formúlu 1 í dag þegar hann kom fyrstur í mark á Monza. Hann hefur nú unnið tíu keppnir í röð, fleiri en nokkur annar í sögu Formúlu 1. Verstappen jafnaði met Sebastians Vettel á heimavelli í hollenska kappakstrinum í síðustu viku og því fékk hann tækifæri til að bæta metið í dag. Hollendingurinn þurfti þó að hafa fyrir hlutunum í dag því Carlos Sainz á Ferrari byrjaði á ráspól eftir frábærar tímatökur í gær. Sainz barðist hetjulega og hélt Red Bull-bílnum fyrir aftan sig í um tuttugu hringi, en þá sigldi tvöfaldi heimsmeistarinn fram úr honum og vann að lokum nokkuð öruggan sigur. TEN OUT OF TEN! @Max33Verstappen makes history at Monza by winning an incredible TENTH race in a row, a new F1 record!#ItalianGP #F1 @redbullracing pic.twitter.com/e6ktbYYMAb— Formula 1 (@F1) September 3, 2023 Það var svo Sergio Perez, liðsfélagi Verstappen, sem kom annar í mark, tæpum átta sekúndum á eftir Hollendingnum. Sainz varð að lokum þriðji og liðsfélagi hans hjá Ferrari, Charles Leclerc, fjórði. Akstursíþróttir Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Verstappen jafnaði met Sebastians Vettel á heimavelli í hollenska kappakstrinum í síðustu viku og því fékk hann tækifæri til að bæta metið í dag. Hollendingurinn þurfti þó að hafa fyrir hlutunum í dag því Carlos Sainz á Ferrari byrjaði á ráspól eftir frábærar tímatökur í gær. Sainz barðist hetjulega og hélt Red Bull-bílnum fyrir aftan sig í um tuttugu hringi, en þá sigldi tvöfaldi heimsmeistarinn fram úr honum og vann að lokum nokkuð öruggan sigur. TEN OUT OF TEN! @Max33Verstappen makes history at Monza by winning an incredible TENTH race in a row, a new F1 record!#ItalianGP #F1 @redbullracing pic.twitter.com/e6ktbYYMAb— Formula 1 (@F1) September 3, 2023 Það var svo Sergio Perez, liðsfélagi Verstappen, sem kom annar í mark, tæpum átta sekúndum á eftir Hollendingnum. Sainz varð að lokum þriðji og liðsfélagi hans hjá Ferrari, Charles Leclerc, fjórði.
Akstursíþróttir Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira