„Við erum í góðri stöðu og Víkingar eru orðnir meistarar“ Kári Mímisson skrifar 3. september 2023 17:12 Arnar Grétarsson á hliðarlínunni Vísir/Pawel Cieslikiewicz Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, var að vonum ánægður með stórglæsilega frammistöðu sinna mann í dag þegar liðið vann ákaflega öruggan 4-1 sigur á HK í 22. umferð Bestu deildar karla nú í dag. „Þetta er léttir eftir að hafa aðeins fengið eitt stig úr síðustu þremur leikjum á undan. Mér fannst við vera að spila vel í síðustu leikjum en úrslitin duttu ekki beint fyrir okkur og við vorum búnir að að vera klaufar á bæði síðasta varnar og sóknarþriðjungi. Mér fannst við sýna flotta frammistöðu hér í dag. Byrjuðum mjög sterkt og skoruðum mikið af fallegum mörkum og sköpuðum okkur mikið sem er bara jákvætt.“ Hversu mikið sjálfstraust gefur þetta ykkur fyrir komandi átök? „Ég hef nú oft sagt það að auðvitað hjálpi það sjálfstraustinu að fá þrjú stig en ég hef líka sagt það að frammistaðan í síðustu leikjum hafi ekki verið algalinn en það eru úrslitin sem telja í fótbolta og frammistaðan hefur oft á tíðum verið góð.“ „Nú fáum við tvær vikur fram að næsta leik og þá hefst bara nýtt mót hjá okkur. Við erum í góðri stöðu og Víkingar eru orðnir meistarar þó svo að þeir séu ekki orðnir fræðilegir meistarar þá eru þeir orðnir meistarar. Við erum með sjö stig á liðið í þriðja sætinu og við ætlum að halda því og reyna að taka eins mikið af stigum og við getum í þessari úrslitakeppni.“ Fyrir leikinn var það ljóst að Valur myndi enda í öðru sæti áður en deildinni yrði tvískipt. Liðið siglir reyndar mjög lygnan sjó í öðru sætinu en það er langt í topplið Víkings og sömuleiðis langt í Blika sem eru í þriðja sætinu. Arnar segir að hann vilji nýta úrslitakeppnina sem undirbúning fyrir næsta tímabil og reyna að fá eins mikið af þeim stigum sem í boði eru. „Við setjum þetta upp sem nýtt mót og núllstillum það, allir með núll stig og við ætlum að reyna að vinna það mót. Ef það mót kemur vel út fyrir okkur þá er það eitthvað til að byggja á fyrir næsta ár. Það er það sem við erum að horfa á, að byggja flott lið upp til næstu ára.“ „Auðvitað hefðum við viljað vera nær Víkingunum en við höfum verið klaufar í leikjum þar sem við höfum haft mjög mikla yfirburði og ekki náð að innbyrða sigur og það er bara það sem skilur á milli. Við þurfum að skerpa á okkur og munum nota þessa úrslitakeppni til þess. Við fáum fimm alvöru leiki og byrjum bara á fyrsta leik og svo næsti og næsti. Við viljum reyna að ná í eins mikið af þessum 15 stigum sem eru í boði.“ Adam Ægir Pálsson var mættur aftur í hóp Vals eftir að hafa verið utan hans í leiknum gegn FH. Adam byrjaði á bekknum en kom þó inn á þegar tæplega hálftími var eftir af leiknum. En hver er staða Adams innan hópsins? „Hún hefur ekkert breyst. Menn vilja oft gera veður út af „beisiklí“ engu. Ég fer alltaf yfir leikina daginn eftir en svona við fyrstu sýn þá fannst mér þeir sem komu inn á flottir. Adam er búinn að vera virkilega flottur í síðustu æfingaviku og tók þessu mjög vel. Eina svarið fyrir menn í fótboltanum er náttúrulega inn á vellinum og á æfingasvæðinu, vera duglegir, setja hausinn niður og ekki vera að kvarta og kveina. Það var aldrei nein krísa þó svo að þið blaðamenn viljið halda því fram.“ Fótbolti Besta deild karla Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Leik lokið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Sjá meira
„Þetta er léttir eftir að hafa aðeins fengið eitt stig úr síðustu þremur leikjum á undan. Mér fannst við vera að spila vel í síðustu leikjum en úrslitin duttu ekki beint fyrir okkur og við vorum búnir að að vera klaufar á bæði síðasta varnar og sóknarþriðjungi. Mér fannst við sýna flotta frammistöðu hér í dag. Byrjuðum mjög sterkt og skoruðum mikið af fallegum mörkum og sköpuðum okkur mikið sem er bara jákvætt.“ Hversu mikið sjálfstraust gefur þetta ykkur fyrir komandi átök? „Ég hef nú oft sagt það að auðvitað hjálpi það sjálfstraustinu að fá þrjú stig en ég hef líka sagt það að frammistaðan í síðustu leikjum hafi ekki verið algalinn en það eru úrslitin sem telja í fótbolta og frammistaðan hefur oft á tíðum verið góð.“ „Nú fáum við tvær vikur fram að næsta leik og þá hefst bara nýtt mót hjá okkur. Við erum í góðri stöðu og Víkingar eru orðnir meistarar þó svo að þeir séu ekki orðnir fræðilegir meistarar þá eru þeir orðnir meistarar. Við erum með sjö stig á liðið í þriðja sætinu og við ætlum að halda því og reyna að taka eins mikið af stigum og við getum í þessari úrslitakeppni.“ Fyrir leikinn var það ljóst að Valur myndi enda í öðru sæti áður en deildinni yrði tvískipt. Liðið siglir reyndar mjög lygnan sjó í öðru sætinu en það er langt í topplið Víkings og sömuleiðis langt í Blika sem eru í þriðja sætinu. Arnar segir að hann vilji nýta úrslitakeppnina sem undirbúning fyrir næsta tímabil og reyna að fá eins mikið af þeim stigum sem í boði eru. „Við setjum þetta upp sem nýtt mót og núllstillum það, allir með núll stig og við ætlum að reyna að vinna það mót. Ef það mót kemur vel út fyrir okkur þá er það eitthvað til að byggja á fyrir næsta ár. Það er það sem við erum að horfa á, að byggja flott lið upp til næstu ára.“ „Auðvitað hefðum við viljað vera nær Víkingunum en við höfum verið klaufar í leikjum þar sem við höfum haft mjög mikla yfirburði og ekki náð að innbyrða sigur og það er bara það sem skilur á milli. Við þurfum að skerpa á okkur og munum nota þessa úrslitakeppni til þess. Við fáum fimm alvöru leiki og byrjum bara á fyrsta leik og svo næsti og næsti. Við viljum reyna að ná í eins mikið af þessum 15 stigum sem eru í boði.“ Adam Ægir Pálsson var mættur aftur í hóp Vals eftir að hafa verið utan hans í leiknum gegn FH. Adam byrjaði á bekknum en kom þó inn á þegar tæplega hálftími var eftir af leiknum. En hver er staða Adams innan hópsins? „Hún hefur ekkert breyst. Menn vilja oft gera veður út af „beisiklí“ engu. Ég fer alltaf yfir leikina daginn eftir en svona við fyrstu sýn þá fannst mér þeir sem komu inn á flottir. Adam er búinn að vera virkilega flottur í síðustu æfingaviku og tók þessu mjög vel. Eina svarið fyrir menn í fótboltanum er náttúrulega inn á vellinum og á æfingasvæðinu, vera duglegir, setja hausinn niður og ekki vera að kvarta og kveina. Það var aldrei nein krísa þó svo að þið blaðamenn viljið halda því fram.“
Fótbolti Besta deild karla Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Leik lokið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Sjá meira