Fyrstu þreföldu þrennurnar í ensku úrvalsdeildinni í 28 ár Siggeir Ævarsson skrifar 3. september 2023 23:30 Erling Haaland er sennilega skilvirkasti markaskorari heims um þessar mundir Vísir/Getty Þeir Erling Haaland, Son Heung-min og Evan Ferguson skrifuðu nöfn sín í sögubækurnar í gær þegar þeir skoruðu þrennu hver. Var þetta í fyrsta sinn síðan 1995 að þrír mismunandi leikmenn skora þrennu í ensku úrvalsdeildinni sama daginn. Þremenningarnir sem gerðu þetta fyrst, þann 25. september 1995, voru þeir Alan Shearer, Robbie Fowler og Tony Yeboah. Shearer átti eftir að skora nokkur mörk enn þetta tímabilið en hann endaði markahæstur í deildinni með 31 mark og Robbie Fowler kom næstur með 28. Yeboah var ekki jafn iðinn við kolann og hinir tveir og lét tólf mörk duga í 22 leikjum. Shearer átti lengi vel markametið í deildinni, sem hann deildi með Andy Cole, en þeir náðu báðir að skora 34 mörk á tímabili. Cole tímabilið 93-94 og Shearer 94-95. Því verður þó að halda til haga að þessi tímabil voru 22 lið í deildinni. Shearer lék alla 42 leiki Newcastle þegar hann skoraði sín 34 mörk og Cole lék 40 leiki. Metið féll loks í fyrra þegar Haaland skoraði 36 mörk í 35 leikjum fyrir Manchester City. Hann er nú kominn með sex mörk í fjórum leikjum. Af þeim þremenningum sem skoruðu í gær er Even Ferguson langyngstur, fæddur í október 2004 og gæti því vel bætt við fleiri þrennum. Miðað við aldur og fyrri störf verður þó að teljast líklegt að Haaland muni toppa listann yfir flestar þrennur í deildinni fljótlega. Hann er þegar kominn með fimm slíkar en Sergio Aguero er efstur á listanum með tólf og Shearer næstur með ellefu og þá Fowler með níu. Fyrsti leikmaðurinn til að skora þrennu í ensku úrvalsdeildinni var Eric Cantona í leik Leeds og Tottenham þann 25. ágúst 1992. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira
Þremenningarnir sem gerðu þetta fyrst, þann 25. september 1995, voru þeir Alan Shearer, Robbie Fowler og Tony Yeboah. Shearer átti eftir að skora nokkur mörk enn þetta tímabilið en hann endaði markahæstur í deildinni með 31 mark og Robbie Fowler kom næstur með 28. Yeboah var ekki jafn iðinn við kolann og hinir tveir og lét tólf mörk duga í 22 leikjum. Shearer átti lengi vel markametið í deildinni, sem hann deildi með Andy Cole, en þeir náðu báðir að skora 34 mörk á tímabili. Cole tímabilið 93-94 og Shearer 94-95. Því verður þó að halda til haga að þessi tímabil voru 22 lið í deildinni. Shearer lék alla 42 leiki Newcastle þegar hann skoraði sín 34 mörk og Cole lék 40 leiki. Metið féll loks í fyrra þegar Haaland skoraði 36 mörk í 35 leikjum fyrir Manchester City. Hann er nú kominn með sex mörk í fjórum leikjum. Af þeim þremenningum sem skoruðu í gær er Even Ferguson langyngstur, fæddur í október 2004 og gæti því vel bætt við fleiri þrennum. Miðað við aldur og fyrri störf verður þó að teljast líklegt að Haaland muni toppa listann yfir flestar þrennur í deildinni fljótlega. Hann er þegar kominn með fimm slíkar en Sergio Aguero er efstur á listanum með tólf og Shearer næstur með ellefu og þá Fowler með níu. Fyrsti leikmaðurinn til að skora þrennu í ensku úrvalsdeildinni var Eric Cantona í leik Leeds og Tottenham þann 25. ágúst 1992.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira