Tveir aðgerðasinnar klifruðu upp í leitartunnur hvalbátanna Hvals 8 og 9 eldsnemma í morgun og hlekkjuðu sig þar fasta. Við fylgjumst með gangi mála í tímanum.
Einnig verður rætt við kvikmyndagerðarfólk sem er afar ósátt við að hvalveiðar séu að hefjast að nýju.
Þá verður rætt við lögreglustjórann á Suðurnesjum í tengslum við atvik sem kom upp á Ljósanótt þar í bæ um helgina en móðir ungs drengs sakar lögregluna um kynþáttahatur.
Að endingu fræðumst við um svokallað farsældarþing sem fram fer í Hörpu í dag en ríflega ein af hverjum tíu stelpum í áttunda bekk hefur snert eða á káfað á henni kynferðislega af fullorðnum og næstum ein af hverjum fimm í tíunda bekk.