Greint er frá málinu á vef BBC en þar segir að Sainz, ásamt lífverði hans, hafi elt uppi þjófana sem höfðu í fórum sínum úr Spánverjans sem er verðmetið á að minnsta kosti 300 þúsund evrur, því sem jafngildir rúmum 43 milljónum íslenskra króna.
Skjót viðbrögð lögreglu borgarinnar sáu til þess að það tókst að hafa upp á þjófunum og hefur úrið nú skilað sér aftur til Sainz sem hefur heldur betur átt viðburðaríka daga undanfarið.
Á laugardaginn síðastliðinn vann hann sér inn rásspól í Monza kappakstrinum, á heimavelli Ferrari á Ítalíu, með því að setja hraðasta hring í tímatökum.
Í keppninni sjálfri endaði hann svo á verðlaunapalli, kom í mark á eftir Red Bull Racing ökumönnunum Max Verstappen og Sergio Perez eftir mikla baráttu við liðsfélaga sinn hjá Ferrari, Charles Leclerc.