Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
hadegis23-3

Aðgerðir dýraverndunarsinna sem hófust í gærmorgun í Reykjavíkurhöfn verða enn í sviðsljósinu í hádegisfréttum Bylgjunnar þennan daginn. 

Konurnar sem klifruðu upp í möstur hvalskipanna sitja þar enn en segjast vera orðna kaldar og þyrstar. Lögregla hefur verið gagnrýnd fyrir að neita að koma til þeirra vatni og næringu.

Þá heyrum við af viðbrögðum Kristjáns Loftssonar vegna málsins en hann er eigandi Hvals hf. Hann segist ekkert skilja í því hvers vegna fólki sem brjóti lög sé hampað.

Þá heyrum við í lögfræðingi um hvernig þetta mál snýr að lögfræðinni og hvaða skyldur hvíla á lögreglu í aðstæðum sem þessum. 

Einnig fjöllum við áfram um málið sem kom upp á Ljósanótt á dögunum þar sem lögregla hefur verið harðlega gagnrýnd. Bæjarstjórinn harmar atvikið.

Myndbandaspilari er að hlaða.
Núverandi tími 0:00
Lengd 0:00
Hlaðið: 0%
Streymistegund BEINT
Eftirstandandi tími 0:00
 
1x
    • Kaflar
    • lýsingar af, valið
    • textar af, valið



      Fleiri fréttir

      Sjá meira


      ×