„Risastór“ skemmtiferðaskipadagur í Reykjavík Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. september 2023 12:05 Þéttsetinn Skarfabakki í morgun. Alls eru fimm skemmtiferðaskip í borginni í dag. Vísir/Arnar Fimm skemmtiferðaskip eru nú við höfn í Reykjavík og dagurinn einn sá allra stærsti á vertíðinni, að sögn hafnarstjóra. Hann telur að um tíu þúsund manns gætu streymt inn í borgina úr skipunum í dag. Skemmtiferðaskipin við Skarfabakka eru orðin nær órjúfanlegur hluti borgarlandslagsins yfir sumarmánuðina, þar sem þau gnæfa tröllvaxin og reykspúandi yfir lágreista byggðina. Og nú er sumarið ekki eitt undir - vertíðin er sífellt að lengjast, að sögn Gunnars Tryggvasonar hafnarstjóra Faxaflóahafna. „Þetta hjálpar okkur að dreifa álaginu, að fá traffík inn á axlirnar svokölluðu, apríl og september, en við höfum líka önnur sjónarmið sem valda því að þetta dragist of lengi inn í haustið. Það eru öryggissjónarmið vegna veðurs og vinda. Það hefur gerst að undanförnu að það hefur teygst á vertíðinni. Við höfum verið að fá þetta meira inn í septembermánuð,“ segir Gunnar. Gunnar Tryggvason, hafnarstjóri Faxaflóahafna.Vísir/Arnar Og í dag, 7. september, er örtröð. Þrjú skemmtiferðaskip liggja niðri við Skarfabakka, fjórða er úti á akkeri að bíða eftir að pláss losni og hið fimmta við Miðbakka niðri í bæ. Gunnar segir að stærstu skemmtiferðaskipadagana beri oftast upp í júlímánuði. „Við beitum ýmsum ráðum til að jafna þetta sem mest en stundum hafa komið [stærri] dagar. Ég man ekki hvort það hafi komið sex skip í sumar. Það getur þó hafa verið, en ef ekki væri þessi dagur í dag þá væntanlega sá stærsti,“ segir Gunnar. Hann er ekki með það nákvæmlega á takteinunum hversu margir farþegar koma með skipunum í dag en það séu væntanlega ansi margir. „En ef þetta eru fimm skip og meðaltalið er svona tvö þúsund manns per skip, þá geta þetta verið um tíu þúsund manns sem eru að koma inn í borgina með þessum hætti, á svona risastórum dögum.“ Skemmtiferðaskip á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Hafnarmál Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Fleiri fréttir Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ Sjá meira
Skemmtiferðaskipin við Skarfabakka eru orðin nær órjúfanlegur hluti borgarlandslagsins yfir sumarmánuðina, þar sem þau gnæfa tröllvaxin og reykspúandi yfir lágreista byggðina. Og nú er sumarið ekki eitt undir - vertíðin er sífellt að lengjast, að sögn Gunnars Tryggvasonar hafnarstjóra Faxaflóahafna. „Þetta hjálpar okkur að dreifa álaginu, að fá traffík inn á axlirnar svokölluðu, apríl og september, en við höfum líka önnur sjónarmið sem valda því að þetta dragist of lengi inn í haustið. Það eru öryggissjónarmið vegna veðurs og vinda. Það hefur gerst að undanförnu að það hefur teygst á vertíðinni. Við höfum verið að fá þetta meira inn í septembermánuð,“ segir Gunnar. Gunnar Tryggvason, hafnarstjóri Faxaflóahafna.Vísir/Arnar Og í dag, 7. september, er örtröð. Þrjú skemmtiferðaskip liggja niðri við Skarfabakka, fjórða er úti á akkeri að bíða eftir að pláss losni og hið fimmta við Miðbakka niðri í bæ. Gunnar segir að stærstu skemmtiferðaskipadagana beri oftast upp í júlímánuði. „Við beitum ýmsum ráðum til að jafna þetta sem mest en stundum hafa komið [stærri] dagar. Ég man ekki hvort það hafi komið sex skip í sumar. Það getur þó hafa verið, en ef ekki væri þessi dagur í dag þá væntanlega sá stærsti,“ segir Gunnar. Hann er ekki með það nákvæmlega á takteinunum hversu margir farþegar koma með skipunum í dag en það séu væntanlega ansi margir. „En ef þetta eru fimm skip og meðaltalið er svona tvö þúsund manns per skip, þá geta þetta verið um tíu þúsund manns sem eru að koma inn í borgina með þessum hætti, á svona risastórum dögum.“
Skemmtiferðaskip á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Hafnarmál Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Fleiri fréttir Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ Sjá meira