Að greinast með gigt er ekki endastöð Sigrún Baldursdóttir skrifar 8. september 2023 09:01 Í dag 8. september er alþjóðlegur dagur sjúkraþjálfara og er hann tileinkaður gigtarfólki um allan heim. Já það er stór hópur sem glímir við gigtarsjúkdóma á heimsvísu því að talið er að 1 af hverjum 5 einstaklingum glími við gigt. Talið er að það séu til yfir 100 mismunandi afbrigði gigtarsjúkdóma, slitgigt, iktsýki og vefjagigt eru þar útbreiddastir. Gigtin fer ekki í manngreinarálit, gigtin spyr ekki um aldur. Börn, ungmenni, fullorðnir og heldra fólk glímir við þennan sjúkdómsflokk. Slitgigtin fer að hrjá marga eftir því sem líður á æviskeiðið og fáir sem verða ekkert varir við hana. Vefjagigtin og iktsýkin og fleiri bólgusjúkdómar geta komið fram á hvaða aldursskeiði sem er. Gigtarsjúkdómar eru í flestum tilfellum langvinnir sem þýðir að ekki er hægt að bíða storminn af sér heldur verður að lifa með sjúkdómnum og að passa að verða ekki að sjúkdómnum. Það er kúnst og það er lærdómur og þá þarf fagleg hjálp að koma til. Sjúkraþjálfarar gegna lykilhlutverki í meðferð, stuðningi og fræðslu til handa þessum hópi. Gigtin hefur nefnilega tilhneiginu til að ræna fólki líkamlegri heilsu, draga úr daglegri færni og verkir, þreyta og vanlíðan verður daglegt brauð. Líkamleg einkenni eru margþætt og ólík milli sjúkdóma og milli einstaklinga, stoðkerfið verður þó oftast einna harðast úti í glímunni við gigtina. Mikil framþróun hefur orðið í lyfjameðferð við mörgum gigtarsjúkdómum en þó ekki jafnmikil í þeim tveimur fjölmennustu sem eru slitgigt og vefjagigt. Sjúkraþjálfarar gegna mjög stóru hlutverki í meðferð þessa sjúklingahóps og geta bætt lífsgæði, færni og líðan þeirra til muna. Undirrituð hefur lifað, hrærst, frætt og meðhöndlað fólk með gigt í yfir 30 ár. Fræðin og vísindin gefa okkur mikilvægar upplýsingar hvaða meðferð er hjálpleg í gigtarsjúkdómum en þekking og næmi fyrir þörfum hvers einstakling er ekki síður mikilvæg. Hver einstaklingur er nefninlega einstakur og þarf sértæka nálgun. Hvað sjúkdómurinn heitir skiptir kannski ekki mestu máli í þeirri nálgun heldur að greina hvað er að, hvað er hægt að gera til að bæta heilsu viðkomandi og hvaða fagaðilar aðrir þurfa þar að koma að borðinu. Að vinna að því að viðhalda og hámarka getu er einn af hornsteinunum. Þar spilar dagleg hreyfing til góðs stóran þátt og til þess þarf að kenna fólki hvað er hjálplegt og hvað er nóg. Til eru allskonar viðmið sem eru talin vera eðlileg, en geta gigtarsjúklinga passar oft ekki inn í þau módel. Hlutverk sjúkraþjálfara er að meta líkamsástand og gera meðferðaráætlun, hjálpa fólki að læra inn á getu og mörk, kenna fólki að hreyfa liði og vöðva, bera sig vel og vinna með hjálpleg ráð í daglegu lífi. Að þekkja sjúkdóm sinn, að þekkja og nota hjálplegan lífsstíl og ráð, að láta sjúkdóm ekki stjórna lífi og hamingju manns er mikilvægt fararnesti fyrir alla sem glíma við langvinn veikindi. En til þess þarf faglega hjálp, skilning, stuðning og slatta af „Pollýönnu“ farteskinu. Ekki láta gigtina ræna þig lífshamingjunni – leitaðu eftir hjálpinni – lærðu að lifa með gigtinni. Höfundur er sjúkraþjálfari og lýðheilsufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Í dag 8. september er alþjóðlegur dagur sjúkraþjálfara og er hann tileinkaður gigtarfólki um allan heim. Já það er stór hópur sem glímir við gigtarsjúkdóma á heimsvísu því að talið er að 1 af hverjum 5 einstaklingum glími við gigt. Talið er að það séu til yfir 100 mismunandi afbrigði gigtarsjúkdóma, slitgigt, iktsýki og vefjagigt eru þar útbreiddastir. Gigtin fer ekki í manngreinarálit, gigtin spyr ekki um aldur. Börn, ungmenni, fullorðnir og heldra fólk glímir við þennan sjúkdómsflokk. Slitgigtin fer að hrjá marga eftir því sem líður á æviskeiðið og fáir sem verða ekkert varir við hana. Vefjagigtin og iktsýkin og fleiri bólgusjúkdómar geta komið fram á hvaða aldursskeiði sem er. Gigtarsjúkdómar eru í flestum tilfellum langvinnir sem þýðir að ekki er hægt að bíða storminn af sér heldur verður að lifa með sjúkdómnum og að passa að verða ekki að sjúkdómnum. Það er kúnst og það er lærdómur og þá þarf fagleg hjálp að koma til. Sjúkraþjálfarar gegna lykilhlutverki í meðferð, stuðningi og fræðslu til handa þessum hópi. Gigtin hefur nefnilega tilhneiginu til að ræna fólki líkamlegri heilsu, draga úr daglegri færni og verkir, þreyta og vanlíðan verður daglegt brauð. Líkamleg einkenni eru margþætt og ólík milli sjúkdóma og milli einstaklinga, stoðkerfið verður þó oftast einna harðast úti í glímunni við gigtina. Mikil framþróun hefur orðið í lyfjameðferð við mörgum gigtarsjúkdómum en þó ekki jafnmikil í þeim tveimur fjölmennustu sem eru slitgigt og vefjagigt. Sjúkraþjálfarar gegna mjög stóru hlutverki í meðferð þessa sjúklingahóps og geta bætt lífsgæði, færni og líðan þeirra til muna. Undirrituð hefur lifað, hrærst, frætt og meðhöndlað fólk með gigt í yfir 30 ár. Fræðin og vísindin gefa okkur mikilvægar upplýsingar hvaða meðferð er hjálpleg í gigtarsjúkdómum en þekking og næmi fyrir þörfum hvers einstakling er ekki síður mikilvæg. Hver einstaklingur er nefninlega einstakur og þarf sértæka nálgun. Hvað sjúkdómurinn heitir skiptir kannski ekki mestu máli í þeirri nálgun heldur að greina hvað er að, hvað er hægt að gera til að bæta heilsu viðkomandi og hvaða fagaðilar aðrir þurfa þar að koma að borðinu. Að vinna að því að viðhalda og hámarka getu er einn af hornsteinunum. Þar spilar dagleg hreyfing til góðs stóran þátt og til þess þarf að kenna fólki hvað er hjálplegt og hvað er nóg. Til eru allskonar viðmið sem eru talin vera eðlileg, en geta gigtarsjúklinga passar oft ekki inn í þau módel. Hlutverk sjúkraþjálfara er að meta líkamsástand og gera meðferðaráætlun, hjálpa fólki að læra inn á getu og mörk, kenna fólki að hreyfa liði og vöðva, bera sig vel og vinna með hjálpleg ráð í daglegu lífi. Að þekkja sjúkdóm sinn, að þekkja og nota hjálplegan lífsstíl og ráð, að láta sjúkdóm ekki stjórna lífi og hamingju manns er mikilvægt fararnesti fyrir alla sem glíma við langvinn veikindi. En til þess þarf faglega hjálp, skilning, stuðning og slatta af „Pollýönnu“ farteskinu. Ekki láta gigtina ræna þig lífshamingjunni – leitaðu eftir hjálpinni – lærðu að lifa með gigtinni. Höfundur er sjúkraþjálfari og lýðheilsufræðingur.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun