Að lifa lífinu með gigt Kristín Magnúsdóttir skrifar 8. september 2023 12:01 Alþjóðadagur sjúkraþjálfunar er haldinn ár hvert, þann 8. september. Heimssamband sjúkraþjálfara og sjúkraþjálfarar um allan heim nýta daginn til að vekja athygli á hvernig sjúkraþjálfarar geta aðstoðað við að bæta lífsgæði, færni og sjálfstæði einstaklinga. Í ár er þema dagsins gigt og því kjörið að beina sjónum okkar að henni. Gigt er samheiti yfir ólíka sjúkdóma sem flestir eiga það sameiginlegt að valda bólgu og/eða verkjum í liðum og vöðvum. Til eru margar tegundir gigtar þar á meðal liðagigt, þvagsýrugigt, barnagigt, hryggikt, sóragigt og slitgigt. Slitgigt er langalgengasta tegundin en árið 2019 voru 528 milljónir manna í heiminum með slitgigt og er hún ein helsta ástæða færniskerðingar hjá eldra fólki. Einkenni gigtar eru mismunandi eftir tegundum og hefur hún ólík áhrif á einstaklinga. Helstu einkennin eru liðverkir, stirðleiki, bólga, hiti/roði yfir liðnum, krafleysi og minnkaður vöðvamassi. Þessi einkenni valda því oft að fólk á erfitt með hreyfingu á borð við göngu, standa upp af stól, ganga upp og niður stiga. Þegar daglegar athafnir eru farnar að vefjast fyrir fólki, er talað um færniskerðingu. Algengt er að fólk dragi úr hreyfingu þegar einkenni gigtar fara að gera vart við sig, þar sem hreyfing slitinna og bólginna liða getur reynst fólki bæði erfið og sársaukafull. Regluleg hreyfing og þjálfun er mikilvægur hluti af meðferð við öllum tegundum bólgugigtar en með henni má hægja á framgangi sjúkdómsins, minnka verki og draga úr færniskerðingu. Hreyfing er einnig mikilvæg til að viðhalda þreki og draga úr líkum á að fólk þrói með sér lífstílssjúkdóma á borð við hjarta- og lungnasjúkdóma, sykursýki og offitu vegna hreyfingarleysis. Að upplifa verki á meðan á þjálfun stendur eðlilegur hluti af því að æfa með gigt. Þrátt fyrir að þjálfun geti stundum verið sársaukafull er það oftast ekki merki um að liðurinn sé að skemmast meira, heldur frekar merki um að líkaminn sé að aðlagast nýjum hreyfingum. Stundum geta einkenni gigtar aukist tímabundið, t.d. ef farið er of geyst í þjálfun, en þá er jafnan talað um ,,kast”. Á meðan á kasti stendur getur verið gott að draga úr (ekki hætta) þjálfun og leyfa líkamanum að jafna sig. Sjúkraþjálfarar geta aðstoðað fólk við val á æfingum við hæfi með það að markmiði að byggja upp styrk, auka úthald, viðhalda liðleika, færni og virkni. Þolþjálfun s.s. sund, hjól og göngur er einnig góð leið til að virka náttúrulega verkjastillingu líkamans en heilaboðefnið endorfín sem líkaminn framleiðir við þolþjálfun hefur verkjastillandi áhrif. Það að greinast með gigt þarf því ekki að þýða að fólk þurfi að hætta að stunda þá hreyfingu sem það hefur gaman af en margir með gigt geta stundað dans, fjallgöngur og jafnvel hlaup. Sjúkraþjálfari er mikilvægur hluti af meðferðinni þinni. Sjúkraþjálfari getur aðstoðað þig við að þjálfa á öruggan hátt, auka virkni þína, setja þér markmið og finna jafnvægi milli hvíldar og virkni. Sjúkraþjálfari sem hluti af meðferðarteymi, aðstoðar þig við að lifa virku lífi bæði heima og í vinnunni. Höfundur er sjúkraþjálfari á gigtarsviði Reykjalundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun RÚV, aðgerðasinnar og íslenskan okkar Jón Pétur Zimsen Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvað er karlmennska? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson skrifar Skoðun RÚV, aðgerðasinnar og íslenskan okkar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvað er karlmennska? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Alþjóðadagur sjúkraþjálfunar er haldinn ár hvert, þann 8. september. Heimssamband sjúkraþjálfara og sjúkraþjálfarar um allan heim nýta daginn til að vekja athygli á hvernig sjúkraþjálfarar geta aðstoðað við að bæta lífsgæði, færni og sjálfstæði einstaklinga. Í ár er þema dagsins gigt og því kjörið að beina sjónum okkar að henni. Gigt er samheiti yfir ólíka sjúkdóma sem flestir eiga það sameiginlegt að valda bólgu og/eða verkjum í liðum og vöðvum. Til eru margar tegundir gigtar þar á meðal liðagigt, þvagsýrugigt, barnagigt, hryggikt, sóragigt og slitgigt. Slitgigt er langalgengasta tegundin en árið 2019 voru 528 milljónir manna í heiminum með slitgigt og er hún ein helsta ástæða færniskerðingar hjá eldra fólki. Einkenni gigtar eru mismunandi eftir tegundum og hefur hún ólík áhrif á einstaklinga. Helstu einkennin eru liðverkir, stirðleiki, bólga, hiti/roði yfir liðnum, krafleysi og minnkaður vöðvamassi. Þessi einkenni valda því oft að fólk á erfitt með hreyfingu á borð við göngu, standa upp af stól, ganga upp og niður stiga. Þegar daglegar athafnir eru farnar að vefjast fyrir fólki, er talað um færniskerðingu. Algengt er að fólk dragi úr hreyfingu þegar einkenni gigtar fara að gera vart við sig, þar sem hreyfing slitinna og bólginna liða getur reynst fólki bæði erfið og sársaukafull. Regluleg hreyfing og þjálfun er mikilvægur hluti af meðferð við öllum tegundum bólgugigtar en með henni má hægja á framgangi sjúkdómsins, minnka verki og draga úr færniskerðingu. Hreyfing er einnig mikilvæg til að viðhalda þreki og draga úr líkum á að fólk þrói með sér lífstílssjúkdóma á borð við hjarta- og lungnasjúkdóma, sykursýki og offitu vegna hreyfingarleysis. Að upplifa verki á meðan á þjálfun stendur eðlilegur hluti af því að æfa með gigt. Þrátt fyrir að þjálfun geti stundum verið sársaukafull er það oftast ekki merki um að liðurinn sé að skemmast meira, heldur frekar merki um að líkaminn sé að aðlagast nýjum hreyfingum. Stundum geta einkenni gigtar aukist tímabundið, t.d. ef farið er of geyst í þjálfun, en þá er jafnan talað um ,,kast”. Á meðan á kasti stendur getur verið gott að draga úr (ekki hætta) þjálfun og leyfa líkamanum að jafna sig. Sjúkraþjálfarar geta aðstoðað fólk við val á æfingum við hæfi með það að markmiði að byggja upp styrk, auka úthald, viðhalda liðleika, færni og virkni. Þolþjálfun s.s. sund, hjól og göngur er einnig góð leið til að virka náttúrulega verkjastillingu líkamans en heilaboðefnið endorfín sem líkaminn framleiðir við þolþjálfun hefur verkjastillandi áhrif. Það að greinast með gigt þarf því ekki að þýða að fólk þurfi að hætta að stunda þá hreyfingu sem það hefur gaman af en margir með gigt geta stundað dans, fjallgöngur og jafnvel hlaup. Sjúkraþjálfari er mikilvægur hluti af meðferðinni þinni. Sjúkraþjálfari getur aðstoðað þig við að þjálfa á öruggan hátt, auka virkni þína, setja þér markmið og finna jafnvægi milli hvíldar og virkni. Sjúkraþjálfari sem hluti af meðferðarteymi, aðstoðar þig við að lifa virku lífi bæði heima og í vinnunni. Höfundur er sjúkraþjálfari á gigtarsviði Reykjalundar.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar
Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun