Af kjördæma poti Jódís Skúladóttir skrifar 8. september 2023 19:00 Ég og reyndar allir þingmenn kjördæmisins, fengum kaldar kveðjur frá formanni SSA, formanni byggðaráðs Múlaþings og varaþingmanninum Berglindi Hörpu Svavarsdóttur í morgunútvarpinu. Þar upplifði ég ásökun um áhugaleysi fyrir málefnum Austurlands og að við 10 þingmenn kjördæmisins værum ekki að standa okkur í stikkinu. Mér finnst það engum til framdráttar að egna saman ólíkum svæðum kjördæma sem eru stór og öll jafn mikilvæg. Sjálf er ég stödd á Mývatni eftir mjög þétta yfirreið í kjördæmi sem hófst á þriðjudagsmorgunn. Í þessum túr höfum við Bjarkey Ólsen lagt áherslu á framhaldsskólana auk þess að hitta sveitarstjórnarfólk, menningarmiðstöðvar og atvinnulífið. Ég bý á Austurlandi og dvaldi þar sumarlangt og tók þátt í lífi og starfi fólksins á svæðinu Það er af sem áður var í karllægum heimi fortíðar að spari klæddir þingmenn, sem nær allir voru karlar, riðu um héruð og lofuðu togurum og brúarframkvæmdum í skiptum fyrir atkvæði meðan konan sá um börn og bú. Þá byrjaði þingið seint og endaði snemma og gafst þá meira svigrúm til að ferðast um kjördæmin. Í nútímanum viljum við og þurfum fjölbreyttar raddir á þingi sem endurspegla flóru samfélagsins þvert á kyn, fjárhag og búsetu. Ég hef lagt mig fram um að tala máli kjördæmisins og ekki síst Austurlands en ólíkt sumum er ég ekki eingöngu í kjördæma poti og alls ekki einskorðaður málsvari atvinnulífs og stórkapítals. Ég tala við og hlusta á íbúa og fylgi málum eftir sem varða hag heildarinnar. Heilbrigðismál, menntamál, velferðarmál, samgöngumál, atvinnulíf og öll hin málin sem spila saman við gerð samfélags varða allt landið og ég vinn í anda félagslegs réttlætis og jöfnuðar. Þá er jafnrétti óháð búsetu engin undantekning. Við viljum öll búa í samfélagi sem tryggir okkur öllum velsæld og öryggi. Þegar kemur að landsbyggðinni er ótrúlega oft vitlaust gefið og samgöngur og þjónusta eru oftar en ekki ófullnægjandi. Um þá staðreynd er mér tíðrætt og hef unnið ötullega að því að breyta því. Bestu samfélögin innihalda nefnilega ekki bara atvinnu og húsnæði. Við þurfum menntun og menningu, fjölbreytileika og heilnæmt umhverfi til þess að þrífast og vaxa sem manneskjur. Húsnæðisskorturinn á landsbyggðinni er stórt vandamál sem þarf að leysa í samstarfi ríkis og sveitarfélaga. Ég hlakka til að taka á móti okkar góða varaþingmanni á þinginu í haust og dreg ekki í efa að hún beri hag síns svæðis fyrir brjósti. Það geri ég líka en það er mikilvægt að við þingmenn lítum til landsins alls í málaflokkum sem varða okkur öll sem myndum þetta samfélag. Ég mun áfram berjast fyrir mannréttindum, betri kjörum og samfélagi fyrir okkur öll, óháð búsetu, uppruna eða efnahag. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Húsnæðismál Jódís Skúladóttir Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Ég og reyndar allir þingmenn kjördæmisins, fengum kaldar kveðjur frá formanni SSA, formanni byggðaráðs Múlaþings og varaþingmanninum Berglindi Hörpu Svavarsdóttur í morgunútvarpinu. Þar upplifði ég ásökun um áhugaleysi fyrir málefnum Austurlands og að við 10 þingmenn kjördæmisins værum ekki að standa okkur í stikkinu. Mér finnst það engum til framdráttar að egna saman ólíkum svæðum kjördæma sem eru stór og öll jafn mikilvæg. Sjálf er ég stödd á Mývatni eftir mjög þétta yfirreið í kjördæmi sem hófst á þriðjudagsmorgunn. Í þessum túr höfum við Bjarkey Ólsen lagt áherslu á framhaldsskólana auk þess að hitta sveitarstjórnarfólk, menningarmiðstöðvar og atvinnulífið. Ég bý á Austurlandi og dvaldi þar sumarlangt og tók þátt í lífi og starfi fólksins á svæðinu Það er af sem áður var í karllægum heimi fortíðar að spari klæddir þingmenn, sem nær allir voru karlar, riðu um héruð og lofuðu togurum og brúarframkvæmdum í skiptum fyrir atkvæði meðan konan sá um börn og bú. Þá byrjaði þingið seint og endaði snemma og gafst þá meira svigrúm til að ferðast um kjördæmin. Í nútímanum viljum við og þurfum fjölbreyttar raddir á þingi sem endurspegla flóru samfélagsins þvert á kyn, fjárhag og búsetu. Ég hef lagt mig fram um að tala máli kjördæmisins og ekki síst Austurlands en ólíkt sumum er ég ekki eingöngu í kjördæma poti og alls ekki einskorðaður málsvari atvinnulífs og stórkapítals. Ég tala við og hlusta á íbúa og fylgi málum eftir sem varða hag heildarinnar. Heilbrigðismál, menntamál, velferðarmál, samgöngumál, atvinnulíf og öll hin málin sem spila saman við gerð samfélags varða allt landið og ég vinn í anda félagslegs réttlætis og jöfnuðar. Þá er jafnrétti óháð búsetu engin undantekning. Við viljum öll búa í samfélagi sem tryggir okkur öllum velsæld og öryggi. Þegar kemur að landsbyggðinni er ótrúlega oft vitlaust gefið og samgöngur og þjónusta eru oftar en ekki ófullnægjandi. Um þá staðreynd er mér tíðrætt og hef unnið ötullega að því að breyta því. Bestu samfélögin innihalda nefnilega ekki bara atvinnu og húsnæði. Við þurfum menntun og menningu, fjölbreytileika og heilnæmt umhverfi til þess að þrífast og vaxa sem manneskjur. Húsnæðisskorturinn á landsbyggðinni er stórt vandamál sem þarf að leysa í samstarfi ríkis og sveitarfélaga. Ég hlakka til að taka á móti okkar góða varaþingmanni á þinginu í haust og dreg ekki í efa að hún beri hag síns svæðis fyrir brjósti. Það geri ég líka en það er mikilvægt að við þingmenn lítum til landsins alls í málaflokkum sem varða okkur öll sem myndum þetta samfélag. Ég mun áfram berjast fyrir mannréttindum, betri kjörum og samfélagi fyrir okkur öll, óháð búsetu, uppruna eða efnahag. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun