Af kjördæma poti Jódís Skúladóttir skrifar 8. september 2023 19:00 Ég og reyndar allir þingmenn kjördæmisins, fengum kaldar kveðjur frá formanni SSA, formanni byggðaráðs Múlaþings og varaþingmanninum Berglindi Hörpu Svavarsdóttur í morgunútvarpinu. Þar upplifði ég ásökun um áhugaleysi fyrir málefnum Austurlands og að við 10 þingmenn kjördæmisins værum ekki að standa okkur í stikkinu. Mér finnst það engum til framdráttar að egna saman ólíkum svæðum kjördæma sem eru stór og öll jafn mikilvæg. Sjálf er ég stödd á Mývatni eftir mjög þétta yfirreið í kjördæmi sem hófst á þriðjudagsmorgunn. Í þessum túr höfum við Bjarkey Ólsen lagt áherslu á framhaldsskólana auk þess að hitta sveitarstjórnarfólk, menningarmiðstöðvar og atvinnulífið. Ég bý á Austurlandi og dvaldi þar sumarlangt og tók þátt í lífi og starfi fólksins á svæðinu Það er af sem áður var í karllægum heimi fortíðar að spari klæddir þingmenn, sem nær allir voru karlar, riðu um héruð og lofuðu togurum og brúarframkvæmdum í skiptum fyrir atkvæði meðan konan sá um börn og bú. Þá byrjaði þingið seint og endaði snemma og gafst þá meira svigrúm til að ferðast um kjördæmin. Í nútímanum viljum við og þurfum fjölbreyttar raddir á þingi sem endurspegla flóru samfélagsins þvert á kyn, fjárhag og búsetu. Ég hef lagt mig fram um að tala máli kjördæmisins og ekki síst Austurlands en ólíkt sumum er ég ekki eingöngu í kjördæma poti og alls ekki einskorðaður málsvari atvinnulífs og stórkapítals. Ég tala við og hlusta á íbúa og fylgi málum eftir sem varða hag heildarinnar. Heilbrigðismál, menntamál, velferðarmál, samgöngumál, atvinnulíf og öll hin málin sem spila saman við gerð samfélags varða allt landið og ég vinn í anda félagslegs réttlætis og jöfnuðar. Þá er jafnrétti óháð búsetu engin undantekning. Við viljum öll búa í samfélagi sem tryggir okkur öllum velsæld og öryggi. Þegar kemur að landsbyggðinni er ótrúlega oft vitlaust gefið og samgöngur og þjónusta eru oftar en ekki ófullnægjandi. Um þá staðreynd er mér tíðrætt og hef unnið ötullega að því að breyta því. Bestu samfélögin innihalda nefnilega ekki bara atvinnu og húsnæði. Við þurfum menntun og menningu, fjölbreytileika og heilnæmt umhverfi til þess að þrífast og vaxa sem manneskjur. Húsnæðisskorturinn á landsbyggðinni er stórt vandamál sem þarf að leysa í samstarfi ríkis og sveitarfélaga. Ég hlakka til að taka á móti okkar góða varaþingmanni á þinginu í haust og dreg ekki í efa að hún beri hag síns svæðis fyrir brjósti. Það geri ég líka en það er mikilvægt að við þingmenn lítum til landsins alls í málaflokkum sem varða okkur öll sem myndum þetta samfélag. Ég mun áfram berjast fyrir mannréttindum, betri kjörum og samfélagi fyrir okkur öll, óháð búsetu, uppruna eða efnahag. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Húsnæðismál Jódís Skúladóttir Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Ég og reyndar allir þingmenn kjördæmisins, fengum kaldar kveðjur frá formanni SSA, formanni byggðaráðs Múlaþings og varaþingmanninum Berglindi Hörpu Svavarsdóttur í morgunútvarpinu. Þar upplifði ég ásökun um áhugaleysi fyrir málefnum Austurlands og að við 10 þingmenn kjördæmisins værum ekki að standa okkur í stikkinu. Mér finnst það engum til framdráttar að egna saman ólíkum svæðum kjördæma sem eru stór og öll jafn mikilvæg. Sjálf er ég stödd á Mývatni eftir mjög þétta yfirreið í kjördæmi sem hófst á þriðjudagsmorgunn. Í þessum túr höfum við Bjarkey Ólsen lagt áherslu á framhaldsskólana auk þess að hitta sveitarstjórnarfólk, menningarmiðstöðvar og atvinnulífið. Ég bý á Austurlandi og dvaldi þar sumarlangt og tók þátt í lífi og starfi fólksins á svæðinu Það er af sem áður var í karllægum heimi fortíðar að spari klæddir þingmenn, sem nær allir voru karlar, riðu um héruð og lofuðu togurum og brúarframkvæmdum í skiptum fyrir atkvæði meðan konan sá um börn og bú. Þá byrjaði þingið seint og endaði snemma og gafst þá meira svigrúm til að ferðast um kjördæmin. Í nútímanum viljum við og þurfum fjölbreyttar raddir á þingi sem endurspegla flóru samfélagsins þvert á kyn, fjárhag og búsetu. Ég hef lagt mig fram um að tala máli kjördæmisins og ekki síst Austurlands en ólíkt sumum er ég ekki eingöngu í kjördæma poti og alls ekki einskorðaður málsvari atvinnulífs og stórkapítals. Ég tala við og hlusta á íbúa og fylgi málum eftir sem varða hag heildarinnar. Heilbrigðismál, menntamál, velferðarmál, samgöngumál, atvinnulíf og öll hin málin sem spila saman við gerð samfélags varða allt landið og ég vinn í anda félagslegs réttlætis og jöfnuðar. Þá er jafnrétti óháð búsetu engin undantekning. Við viljum öll búa í samfélagi sem tryggir okkur öllum velsæld og öryggi. Þegar kemur að landsbyggðinni er ótrúlega oft vitlaust gefið og samgöngur og þjónusta eru oftar en ekki ófullnægjandi. Um þá staðreynd er mér tíðrætt og hef unnið ötullega að því að breyta því. Bestu samfélögin innihalda nefnilega ekki bara atvinnu og húsnæði. Við þurfum menntun og menningu, fjölbreytileika og heilnæmt umhverfi til þess að þrífast og vaxa sem manneskjur. Húsnæðisskorturinn á landsbyggðinni er stórt vandamál sem þarf að leysa í samstarfi ríkis og sveitarfélaga. Ég hlakka til að taka á móti okkar góða varaþingmanni á þinginu í haust og dreg ekki í efa að hún beri hag síns svæðis fyrir brjósti. Það geri ég líka en það er mikilvægt að við þingmenn lítum til landsins alls í málaflokkum sem varða okkur öll sem myndum þetta samfélag. Ég mun áfram berjast fyrir mannréttindum, betri kjörum og samfélagi fyrir okkur öll, óháð búsetu, uppruna eða efnahag. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun