„Stærsta verkefnið í íslenskri íþróttasögu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 10. september 2023 10:00 Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri ÍSÍ. Vísir/Sigurjón Ein stærsta stefnubreyting íslensks íþróttalífs í áraraðir er í farvatninu samkvæmt Vésteini Hafsteinssyni, nýjum afreksstjóra ÍSÍ. Fjármagn frá öllum sviðum þarf hins vegar að fylgja. Vésteinn hefur starfað sem frjálsíþróttaþjálfari í Svíþjóð með frábærum árangri undanfarin ár en sneri heim til Íslands í vor og tók við starfi afreksstjóra hjá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands. Hans starf er að reisa rána í íslensku íþróttalífi en árangur í einstaklingsíþróttum hefur verið dræmur síðustu ár. Margt má betur fara ef Ísland er borið saman við nágrannalöndin. „Við erum á eftir í ýmsum hlutum og þess vegna er þetta spennandi að geta hjálpað til að laga ýmislegt sem betur má fara,“ segir Vésteinn. Gaman að því hversu margt má laga Á meðal þess sem betur má fara er til að mynda aðstöðumál, réttindi íþróttafólks en fyrst og fremst sé þörf á allsherjar samrýmingu á stefnu á öllum sviðum. „Til dæmis hjá sveitarfélögunum í mannvirkjamálum og í mannauðsmálum. Samræmda stefnu á íþróttabrautum í framhaldsskólum, samvinnu milli háskólanna í sambandi við rannsóknir og mælingar. Allt þetta er hægt að bæta,“ „Þannig að ég er ofboðslega hress og kátur í vinnunni af því að það er svo mikið sem hægt er að bæta.“ seghir Vésteinn. Góður árangur miðað við stöðuna Að sama skapi þykir Vésteini virðingarvert hversu góður árangurinn hefur þó náðst, á miðað við stöðuna síðustu ár. „Allt þetta fólk sem vinnur í þessari hreyfingu sem er á handahlaupum með lítið fjármagn og fátt starfsfólk, að ná samt sem áður góðum árangri miðað við hvað við erum lítil þjóð. Það er það sem er ofboðslega jákvætt, það er rosalega mikill andi, kappsemi, eljusemi og dugnaður í Íslendingum. Það er meðal annars þess vegna sem ég kom heim - mig langar að vinna með Íslendingum,“ segir Vésteinn. Söguleg breyting Hann segir því von á einni stærstu stefnubreytingu íslensks íþróttalífs í áraraðir. „Ástæðan fyrir því að ég kom hérna heim er samstarf ÍSÍ og ráðuneytisins og það er stærsta verkefnið sem ráðuneytisfólkið segir að hafi verið framkvæmt í íslenskri íþróttasögu í sambandi við stefnubreytingu,“ „Ég hef enga trú á öðru en að þessi stefna verði sett upp. Annars væri ég ekki hér, vegna þess að við erum öll hér,“ segir Vésteinn. Ekki eins manns verk og kostar sitt Það er hins vegar margra handa verk og líkt og með flest annað snýst það um fjármagn. „Ef að umgjörð okkar hér verður jafn góð og í nágrannalöndunum, þá kostar það rosalega mikið fjármagn. Það verður að koma frá ríkinu, það kemur óbeint og beint frá sveitarfélögunum og síðan verður það að koma frá atvinnulífinu líka. Þannig að við erum að tala um margfalt fjármagn miðað við hvað er í dag,“ „Ef það verður gert sé ég enga ástæðu til annars en að við getum orðið best í heimi í ákveðnum íþróttagreinum.“ segir Vésteinn. Ummæli hans má sjá í spilaranum að ofan. ÍSÍ Íþróttir barna Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira
Vésteinn hefur starfað sem frjálsíþróttaþjálfari í Svíþjóð með frábærum árangri undanfarin ár en sneri heim til Íslands í vor og tók við starfi afreksstjóra hjá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands. Hans starf er að reisa rána í íslensku íþróttalífi en árangur í einstaklingsíþróttum hefur verið dræmur síðustu ár. Margt má betur fara ef Ísland er borið saman við nágrannalöndin. „Við erum á eftir í ýmsum hlutum og þess vegna er þetta spennandi að geta hjálpað til að laga ýmislegt sem betur má fara,“ segir Vésteinn. Gaman að því hversu margt má laga Á meðal þess sem betur má fara er til að mynda aðstöðumál, réttindi íþróttafólks en fyrst og fremst sé þörf á allsherjar samrýmingu á stefnu á öllum sviðum. „Til dæmis hjá sveitarfélögunum í mannvirkjamálum og í mannauðsmálum. Samræmda stefnu á íþróttabrautum í framhaldsskólum, samvinnu milli háskólanna í sambandi við rannsóknir og mælingar. Allt þetta er hægt að bæta,“ „Þannig að ég er ofboðslega hress og kátur í vinnunni af því að það er svo mikið sem hægt er að bæta.“ seghir Vésteinn. Góður árangur miðað við stöðuna Að sama skapi þykir Vésteini virðingarvert hversu góður árangurinn hefur þó náðst, á miðað við stöðuna síðustu ár. „Allt þetta fólk sem vinnur í þessari hreyfingu sem er á handahlaupum með lítið fjármagn og fátt starfsfólk, að ná samt sem áður góðum árangri miðað við hvað við erum lítil þjóð. Það er það sem er ofboðslega jákvætt, það er rosalega mikill andi, kappsemi, eljusemi og dugnaður í Íslendingum. Það er meðal annars þess vegna sem ég kom heim - mig langar að vinna með Íslendingum,“ segir Vésteinn. Söguleg breyting Hann segir því von á einni stærstu stefnubreytingu íslensks íþróttalífs í áraraðir. „Ástæðan fyrir því að ég kom hérna heim er samstarf ÍSÍ og ráðuneytisins og það er stærsta verkefnið sem ráðuneytisfólkið segir að hafi verið framkvæmt í íslenskri íþróttasögu í sambandi við stefnubreytingu,“ „Ég hef enga trú á öðru en að þessi stefna verði sett upp. Annars væri ég ekki hér, vegna þess að við erum öll hér,“ segir Vésteinn. Ekki eins manns verk og kostar sitt Það er hins vegar margra handa verk og líkt og með flest annað snýst það um fjármagn. „Ef að umgjörð okkar hér verður jafn góð og í nágrannalöndunum, þá kostar það rosalega mikið fjármagn. Það verður að koma frá ríkinu, það kemur óbeint og beint frá sveitarfélögunum og síðan verður það að koma frá atvinnulífinu líka. Þannig að við erum að tala um margfalt fjármagn miðað við hvað er í dag,“ „Ef það verður gert sé ég enga ástæðu til annars en að við getum orðið best í heimi í ákveðnum íþróttagreinum.“ segir Vésteinn. Ummæli hans má sjá í spilaranum að ofan.
ÍSÍ Íþróttir barna Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira