Tugir fanga færðir um set vegna flótta strokufangans Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. september 2023 16:37 Leitin að strokufanganum Daniel Khalife stóð yfir í rúma þrjá sólarhringa. AP Um það bil fjörutíu fangar í HMP Wandsworth fangelsinu í suðvesturhluta Lundúna hafa verið færðir í annað fangelsi eftir að hinum 21 árs gamla Daniel Khalife tókst að strjúka úr fangelsinu á miðvikudag. Alex Chalk dómsmálaráðherra Bretlands greindi frá þessu við BBC. Umræður hafa orðið um hvort strokufanginn hafi átt að vera vistaður í fangelsi með meiri öryggisgæslu. Chalk segir að farið hafi verið eftir viðeigandi siðareglum í tengslum við í hvers lags fangelsi hann var vistaður. Þá segir hann að öllum reglum um öryggi og mönnun hafi verið fylgt daginn sem maðurinn strauk. Khalife var handtekinn í gær eftir að hafa verið í felum í rúmlega þrjá sólarhringa. Hann hefur verið í haldi lögreglu síðan þá. „Nú er spurning hvort reglunum hafi verið fylgt til hins fyllsta,“ sagði Chalk í samtali við BBC í dag. Hann segist hafa hleypt af stað tveimur rannsóknum í máli Khalife, einni í tengslum við strok hans og annarri í tengslum við hvort hann hafi verið settur í fangelsi með hæfilegum öryggisbúnaði. Khalife var vistaður í fangelsi í B-flokki samkvæmt breskum öryggisstöðlum. Verið er að rannsaka hvort hann hefði átt að vera vistaður í fangelsi í A-flokki, þar sem öryggisgæsla og eftirlit með föngum er meiri. Chalk segir fjörutíu fanga hafa verið færðir í annað fangelsi meðan á rannsókninni stendur til þess að gæta varúðar. Aðspurður hvernig þeir hafi verið valdir eða hvers vegna mikilvægt var að þeir færðu sig vildi hann ekki svara. Tilkynnt var um strok Khalife á mánudagsmorgun. Hann er sagður hafa komist út í gegnum eldhús fangelsisins, bundið sig undir sendiferðabíl og komist þannig út fyrir varnir fangelsisins. Hann var í meira en 22 kílómetra fjarlægð frá fangelsinu þegar lögregla náði haldi á honum í gær. Fangelsismál Erlend sakamál Bretland Tengdar fréttir Þrjár milljónir í fundarlaun fyrir strokufangann Löggæsluyfirvöld í Bretlandi bjóða tuttugu þúsund pund, eða rúmar þrjár milljónir, fyrir upplýsingar sem leitt geta til handtöku manns sem strauk úr fangelsi í vikunni. Gríðarmikil leit hefur staðið yfir síðustu daga, mest í Lundúnum en raunar um gjörvallt land. 8. september 2023 21:47 Batt sig undir sendiferðabíl og strauk úr fangelsi Lögreglan í Bretlandi leitar nú 21 árs gamals fanga sem tókst að strjúka úr fangelsi í suðvesturhluta Lundúna í morgun. Mannsins er nú leitað um allt landið. 6. september 2023 21:40 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Sjá meira
Alex Chalk dómsmálaráðherra Bretlands greindi frá þessu við BBC. Umræður hafa orðið um hvort strokufanginn hafi átt að vera vistaður í fangelsi með meiri öryggisgæslu. Chalk segir að farið hafi verið eftir viðeigandi siðareglum í tengslum við í hvers lags fangelsi hann var vistaður. Þá segir hann að öllum reglum um öryggi og mönnun hafi verið fylgt daginn sem maðurinn strauk. Khalife var handtekinn í gær eftir að hafa verið í felum í rúmlega þrjá sólarhringa. Hann hefur verið í haldi lögreglu síðan þá. „Nú er spurning hvort reglunum hafi verið fylgt til hins fyllsta,“ sagði Chalk í samtali við BBC í dag. Hann segist hafa hleypt af stað tveimur rannsóknum í máli Khalife, einni í tengslum við strok hans og annarri í tengslum við hvort hann hafi verið settur í fangelsi með hæfilegum öryggisbúnaði. Khalife var vistaður í fangelsi í B-flokki samkvæmt breskum öryggisstöðlum. Verið er að rannsaka hvort hann hefði átt að vera vistaður í fangelsi í A-flokki, þar sem öryggisgæsla og eftirlit með föngum er meiri. Chalk segir fjörutíu fanga hafa verið færðir í annað fangelsi meðan á rannsókninni stendur til þess að gæta varúðar. Aðspurður hvernig þeir hafi verið valdir eða hvers vegna mikilvægt var að þeir færðu sig vildi hann ekki svara. Tilkynnt var um strok Khalife á mánudagsmorgun. Hann er sagður hafa komist út í gegnum eldhús fangelsisins, bundið sig undir sendiferðabíl og komist þannig út fyrir varnir fangelsisins. Hann var í meira en 22 kílómetra fjarlægð frá fangelsinu þegar lögregla náði haldi á honum í gær.
Fangelsismál Erlend sakamál Bretland Tengdar fréttir Þrjár milljónir í fundarlaun fyrir strokufangann Löggæsluyfirvöld í Bretlandi bjóða tuttugu þúsund pund, eða rúmar þrjár milljónir, fyrir upplýsingar sem leitt geta til handtöku manns sem strauk úr fangelsi í vikunni. Gríðarmikil leit hefur staðið yfir síðustu daga, mest í Lundúnum en raunar um gjörvallt land. 8. september 2023 21:47 Batt sig undir sendiferðabíl og strauk úr fangelsi Lögreglan í Bretlandi leitar nú 21 árs gamals fanga sem tókst að strjúka úr fangelsi í suðvesturhluta Lundúna í morgun. Mannsins er nú leitað um allt landið. 6. september 2023 21:40 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Sjá meira
Þrjár milljónir í fundarlaun fyrir strokufangann Löggæsluyfirvöld í Bretlandi bjóða tuttugu þúsund pund, eða rúmar þrjár milljónir, fyrir upplýsingar sem leitt geta til handtöku manns sem strauk úr fangelsi í vikunni. Gríðarmikil leit hefur staðið yfir síðustu daga, mest í Lundúnum en raunar um gjörvallt land. 8. september 2023 21:47
Batt sig undir sendiferðabíl og strauk úr fangelsi Lögreglan í Bretlandi leitar nú 21 árs gamals fanga sem tókst að strjúka úr fangelsi í suðvesturhluta Lundúna í morgun. Mannsins er nú leitað um allt landið. 6. september 2023 21:40