Samtökin 22 geti ekki mætt í hvaða skóla sem er Bjarki Sigurðsson skrifar 10. september 2023 20:16 Helgi Grímsson er sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Vísir/Ívar Reykjavíkurborg hefur varað skóla borgarinnar við hópi sem mætti nýverið í grunnskóla, tók myndbönd af starfsfólki og mótmælti efni veggspjalda sem hanga uppi í skólanum. Sviðsstjóri hjá skóla- og frístundasviði segir slíkar uppákomur ekki boðlegar. Á fimmtudaginn í síðustu viku mættu nokkrir meðlimir hóps sem kallar sig Samtökin 22 í Langholtsskóla í Reykjavík og heimtuðu svör hvers vegna veggspjöld sem fjölluðu um kynlíf og kynhneigð væru hengd á veggi skólans. Þeim var vikið úr húsnæðinu af starfsmönnum þar. Skólastjórnendur varaðir við Einn meðlimur samtakanna birti myndband af heimsókninni á Facebook. Samtökin voru ekki sátt með að vera vikið í burtu og sögðu ítrekað að grunnskólinn væri opinber staður og því væru þau í fullum rétti til að vera á svæðinu. Í kjölfar þessarar uppákomu var sendur út póstur á alla skóla, félags- og frístundamiðstöðvar þar sem varað var við hópnum. Var þar meðal annars sagt að starfsfólk þurfi að snúa bökum saman. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir hópinn ekki geta mætt án leyfis í hvaða skóla sem er. „Skóli er einfaldlega vettvangur náms og kennslu. Þangað eiga erindi eingöngu kennarar, starfsfólk skóla, nemendur og svo foreldrar. Sem eru í samskiptum við skólann. Það skiptir miklu máli að skólar séu opnir þannig að foreldrar séu velkomnir. En þetta á ekki að gerast,“ segir Helgi. Eru að fylgja lögum Hann segir uppákomur eins og þessa geta orðið til þess að starfsfólk skóla eigi erfitt með að fræða og kenna börnum. „Við erum að fylgja því sem segir í lögum um grunnskóla, aðalnámskrá, alþjóðlegum samþykktum sem við höfum undirgengist. Það skiptir miklu máli að starfsfólk okkar sé öruggt í því umhverfi og fylgi þeim viðmiðum sem menntamálaráðuneytið og sveitarfélagið er að boða. Það má ekki verða til þess að sá óöryggi í þeirra huga því kynfræðsla, fræðsla um hinseginleikann, kynin og allt jafnréttis sem við viljum starfa eftir í íslensku samfélagi, að þeir séu öruggir í þeirri fræðslu og kennslu,“ segir Helgi. Reykjavík Skóla - og menntamál Hinsegin Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Á fimmtudaginn í síðustu viku mættu nokkrir meðlimir hóps sem kallar sig Samtökin 22 í Langholtsskóla í Reykjavík og heimtuðu svör hvers vegna veggspjöld sem fjölluðu um kynlíf og kynhneigð væru hengd á veggi skólans. Þeim var vikið úr húsnæðinu af starfsmönnum þar. Skólastjórnendur varaðir við Einn meðlimur samtakanna birti myndband af heimsókninni á Facebook. Samtökin voru ekki sátt með að vera vikið í burtu og sögðu ítrekað að grunnskólinn væri opinber staður og því væru þau í fullum rétti til að vera á svæðinu. Í kjölfar þessarar uppákomu var sendur út póstur á alla skóla, félags- og frístundamiðstöðvar þar sem varað var við hópnum. Var þar meðal annars sagt að starfsfólk þurfi að snúa bökum saman. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir hópinn ekki geta mætt án leyfis í hvaða skóla sem er. „Skóli er einfaldlega vettvangur náms og kennslu. Þangað eiga erindi eingöngu kennarar, starfsfólk skóla, nemendur og svo foreldrar. Sem eru í samskiptum við skólann. Það skiptir miklu máli að skólar séu opnir þannig að foreldrar séu velkomnir. En þetta á ekki að gerast,“ segir Helgi. Eru að fylgja lögum Hann segir uppákomur eins og þessa geta orðið til þess að starfsfólk skóla eigi erfitt með að fræða og kenna börnum. „Við erum að fylgja því sem segir í lögum um grunnskóla, aðalnámskrá, alþjóðlegum samþykktum sem við höfum undirgengist. Það skiptir miklu máli að starfsfólk okkar sé öruggt í því umhverfi og fylgi þeim viðmiðum sem menntamálaráðuneytið og sveitarfélagið er að boða. Það má ekki verða til þess að sá óöryggi í þeirra huga því kynfræðsla, fræðsla um hinseginleikann, kynin og allt jafnréttis sem við viljum starfa eftir í íslensku samfélagi, að þeir séu öruggir í þeirri fræðslu og kennslu,“ segir Helgi.
Reykjavík Skóla - og menntamál Hinsegin Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira