Ísland ekki tapað fjórum leikjum í röð síðan 2007 Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. september 2023 10:30 2007 eða 2023? AFP/Vísir/Diego Ísland mætir Bosníu og Hersegóvínu í undankeppni EM karla í knattspyrnu á Laugardalsvelli í kvöld. Íslenska liðið hefur tapað þremur leikjum í röð en fara þarf aftur til ársins 2007 til að finna undankeppni þar sem Ísland tapaði fjórum leikjum í röð. Ísland mátti sín lítils gegn Lúxemborg í leik liðanna á dögunum. Var það tap töluvert súrari en töpin gegn Portúgal og Slóvakíu á Laugardalsvelli í sumar þar sem frammistaðan var að mestu ásættanleg. Það var hún hins vegar ekki gegn Lúxemborg og gæti íslenska karlalandsliðið því endurtekið leikinn frá 28. mars árið 2007 þegar liðið tapaði sínum fjórða leik í röð í undankeppni EM 2008. Ísland hefur vissulega ekki átt góðu gengi að fagna undanfarið og ef Þjóðadeildin er tekin með þarf ekki að leita jafn langt aftur og raun ber vitni. En þegar horft er í undankeppnir fyrir EM og HM þá þarf að leita nokkuð langt aftur í tímann til að finna fjóra tapleiki í röð. Undankeppnin fyrir EM 2008 byrjaði þó vel en Ísland vann frábæran 3-0 sigur á Norður-Írlandi í fyrsta leik. Það tókst þó engan veginn að byggja ofan á þann sigur Sú undankeppni byrjaði þó á mögnuðum 3-0 sigri á Norður-Írlandi. Það tókst þó ekki að byggja á þeim sigri en Danir mættu á Laugardalsvöll og unnu 2-0 útisigur. Eftir það tapaði Ísland 4-0 fyrir Lettlandi ytra, 2-1 fyrir Svíþjóð á Laugardalsvelli og 1-0 fyrir Spáni ytra. Taphrinan var svo loks á enda þann 2. júní 2007 þökk sé 1-1 jafntefli gegn Liechtenstein á Laugardalsvelli. Eftir 5-0 afhroð gegn Svíþjóð tókst Íslandi að næla í stig gegn Spáni og vinna N-Írland í annað sinn áður en tveir leikir sem taldir eru lágpunktur íslenska karlalandsliðsins á þessari öld áttu sér stað. Fyrst mætti Lettland á Laugardalsvöll og vann 4-2 sigur áður en Ísland hélt til Liechtenstein og tapaði 3-0. Í núverandi undankeppni hefur Ísland nú þegar unnið Liechtenstein 7-0 ytra en það er eini sigur liðsins til þessa. Tap í kvöld og hver veit nema liðið 2023 verði nefnt í sömu andrá og 2007-liðið. Upphitun Stöðvar 2 Sport hefst klukkan 17.45 og leikurinn klukkustund síðar eða kl. 18.45. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Sjá meira
Ísland mátti sín lítils gegn Lúxemborg í leik liðanna á dögunum. Var það tap töluvert súrari en töpin gegn Portúgal og Slóvakíu á Laugardalsvelli í sumar þar sem frammistaðan var að mestu ásættanleg. Það var hún hins vegar ekki gegn Lúxemborg og gæti íslenska karlalandsliðið því endurtekið leikinn frá 28. mars árið 2007 þegar liðið tapaði sínum fjórða leik í röð í undankeppni EM 2008. Ísland hefur vissulega ekki átt góðu gengi að fagna undanfarið og ef Þjóðadeildin er tekin með þarf ekki að leita jafn langt aftur og raun ber vitni. En þegar horft er í undankeppnir fyrir EM og HM þá þarf að leita nokkuð langt aftur í tímann til að finna fjóra tapleiki í röð. Undankeppnin fyrir EM 2008 byrjaði þó vel en Ísland vann frábæran 3-0 sigur á Norður-Írlandi í fyrsta leik. Það tókst þó engan veginn að byggja ofan á þann sigur Sú undankeppni byrjaði þó á mögnuðum 3-0 sigri á Norður-Írlandi. Það tókst þó ekki að byggja á þeim sigri en Danir mættu á Laugardalsvöll og unnu 2-0 útisigur. Eftir það tapaði Ísland 4-0 fyrir Lettlandi ytra, 2-1 fyrir Svíþjóð á Laugardalsvelli og 1-0 fyrir Spáni ytra. Taphrinan var svo loks á enda þann 2. júní 2007 þökk sé 1-1 jafntefli gegn Liechtenstein á Laugardalsvelli. Eftir 5-0 afhroð gegn Svíþjóð tókst Íslandi að næla í stig gegn Spáni og vinna N-Írland í annað sinn áður en tveir leikir sem taldir eru lágpunktur íslenska karlalandsliðsins á þessari öld áttu sér stað. Fyrst mætti Lettland á Laugardalsvöll og vann 4-2 sigur áður en Ísland hélt til Liechtenstein og tapaði 3-0. Í núverandi undankeppni hefur Ísland nú þegar unnið Liechtenstein 7-0 ytra en það er eini sigur liðsins til þessa. Tap í kvöld og hver veit nema liðið 2023 verði nefnt í sömu andrá og 2007-liðið. Upphitun Stöðvar 2 Sport hefst klukkan 17.45 og leikurinn klukkustund síðar eða kl. 18.45.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Sjá meira