Umfjöllun og viðtöl: Valur - FH 27-26 | Valur skellti meistaraefnunum Hinrik Wöhler skrifar 11. september 2023 18:46 Aron Pálmarsson á ferðinni í kvöld. Hann fann sig ekki í leiknum. vísir/diego Valur tók á móti FH í annarri umferð Olís-deildar karla á Hlíðarenda í kvöld. Leikurinn endaði með eins marks sigri Valsmanna, 27-26. Gömlu samherjararnir úr landsliðinu, Alexander Peterson og Aron Pálmarsson, áttust við í Origo-höllinni og fengu áhorfendur að sjá spennandi leik frá upphafi til enda. Fyrri hálfleikur fór hratt af stað og var mikið skorað í upphafi leiks. Jafnt var á flestum tölum framan af. Valsmenn urðu fyrir áfalli eftir rúmlega tíu mínútna leik þegar Benedikt Óskarsson fékk beint rautt spjald fyrir að skjóta í andlitið á Daníel Frey Andréssyni sem var í marki FH úr vítakasti. Valsmenn voru ekki sáttir með dóminn og vildu meina að Daníel hafi hreyft sig meira en reglur segja til um. Eftir rauða spjaldið kom aðeins meiri kraftur í gestina frá Hafnarfirði og þeir leiddu fyrri hálfleik lengst af og var Daníel Freyr vel á verði í markinu og gerði Valsmönnum lífið leitt. Heimamenn fundu þó aðeins betri takt þegar leið á fyrri hálfleik og náðu loks að jafna í 15-15 þegar tvær mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. FH átti lokasóknina í fyrri hálfleik sem þeir nýttu og leiddu gestirnir í hálfleik með einu marki, 17-16. Gestirnir byrjuðu seinni hálfleikinn betur og var staðan 20-17, FH í vil, eftir 40. mínútna leik. Þá hrökk markvörður Vals, Björgvin Páll Gústavsson, í gang og lokaði markinu. Valsmenn gengu á lagið og skoruðu nokkur hraðaupphlaupsmörk og jöfnuðu leikinn. Heimamenn náðu að halda naumu forskoti út leikinn og gátu hrósað sigri þegar lokaflautan gall. Lokatölur á Hlíðarenda voru 27-26, Val í vil. Magnús Óli Magnússon leiddi sóknarleik heimamanna og skoraði sjö mörk í kvöld ásamt því að fiska fjögur víti. Einn af nýju leikmönnum leikmenn Vals, Viktor Sigurðsson, kom sprækur inn í sóknarleik Vals undir lokin og var næstmarkahæstur með þrjú mörk ásamt Vigni Stefánssyni. Af hverju vann Valur? Leikurinn snerist við þegar tuttugu mínútur voru eftir. FH-ingum gekk erfiðlega að koma boltanum í netið og Valsmenn náðu nokkrum mikilvægum mörkum úr hraðaupphlaupum. Þó að Daníel Freyr í marki FH reyndi sitt besta að halda sínum mönnum inn í leiknum þá náðu gestirnir ekki að koma til baka og naumur sigur Valsmanna staðreynd. Hverjir stóðu upp úr? Í sóknarleik Valsmanna var það Magnús Óli Magnússon sem dró vagninn. Hann var markahæstur og fiskaði fjögur víti. Hinum megin á vellinum stóð Björgvin Páll Gústavsson vaktina með miklum sóma og lokaði markinu í síðari hálfleik. Björgvin Páll var öflugur í markinu í kvöldVísir/Pawel Cieslikiewicz FH-ingar geta ekki kvartað undan markvörslunni í leiknum en Daníel Freyr Andrésson varði sautján skot og var fremstur með jafningja hjá gestunum. Hvað gekk illa? FH fékk fjölmörg tækifæri í síðari hálfleik til að jafna og koma sér almennilega inn í leikinn en skotnýting liðsins á mikilvægum kafla í leiknum var slæm. Það er helsta ástæðan fyrir því að liðið þurfti að þola tap í kvöld. Hvað gerist næst? Það er ellefu daga bið í næsta deildarleik hjá liðunum. Valur á útileik á móti Selfoss í þriðju umferð á meðan FH fær nýliða Víkings í heimsókn í Kaplakrika. Báðir þessir leikir fara fram föstudaginn 22. september. Næstu verkefni liðanna er í Bikarkeppni Evrópu en Valsmenn mæta Granitas-Karys frá Litháen á laugardag og sunnudag. Á sama tíma fer FH til Grikklands þar sem liðið mætir Diomidis Argous í tveimur leikjum ytra. Óskar Bjarni: „Þetta var alvöru handboltaleikur“ Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari ValsVísir/Pawel Cieslikiewicz Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, var að vonum glaður með sigurinn þótt hann hafi staðið tæpt. „Þetta var alvöru handboltaleikur og tvö frábær lið. Auðvitað mun skemmtilegra að vinna, lýg því ekki,“ sagði Óskar. Snemma í leiknum fékk Benedikt Óskarsson rautt spjald sem Valsmenn voru ekki sáttir með. Var Óskar sammála dómnum? „Ég treysti dómurunum fyrir þessu, þessar reglur eru oft að breytast. Ég hélt að maður þurfti að vera alveg kyrr. Hann beygir sig og það eru ákveðnar reglur um þetta og ég ætla ekki að vera tjá mig um þetta. Þetta var mjög gott og hollt fyrir okkur að spila án hans [Benedikts Óskarssonar] og gera það vel.“ Seinni hálfleikur gekk betur fyrir Valsmenn eftir að hafa verið undir framan af. Óskar var sáttari með spilamennskuna þegar leið á leikinn. „Þetta eru mörg dauðafæri sem Björgvin ver og þessi markvarsla hefur auðvitað mikið að segja. Við komum með ákveðna breidd í vörnina, við komum með Róbert Aron og Alexander Peterson í vörnina. Við náum að rúlla vel og FH líka. Mér fannst við ná að hlaupa betur til baka og þeir skora sjö til átta mörk í fyrri hálfleik sem mér fannst full auðveld en við náðum að loka betur á þau í seinni,“ sagði Óskar Bjarni. Aron Pálmarsson náði sér ekki almennilega á strik í markaskorun í kvöld en hann skoraði tvö mörk úr átta tilraunum. Óskar Bjarni var að vonum sáttur með varnarleikinn í heild sinni í kvöld. „Þeir eru með marga frábæra leikmenn ef það er lokað á hann, þá er hann með stoðsendingar. Hann er frábær leikmaður og erfitt að taka Aron alveg út en í sjálfu sér gekk þetta ágætlega í dag.“ Magnús Óli: „Við vorum fimm mínútur að átta okkur á þessu“ Magnús Óli, leikmaður Vals, lætur vaða í átt að marki FH í leik liðanna í 2. umferð Olís deildar karla í kvöldVísir/Pawel Cieslikiewicz Markahæsti maður vallarins, Magnús Óli Magnússon, var í skýjunum eftir sigurinn í kvöld. „Hrikalega sáttur, þetta var stál í stál og jafnt nánast allan tímann. Þeir leiða með nokkrum í seinni en við sýnum karakter og komum til baka og náðum að halda þessu út. Þetta var bara gæðahandbolti, bæði í sókn og vörn,“ sagði Magnús Óli. Magnús viðurkennir að Valsmenn voru slegnir út af laginu í skamma stund eftir rauða spjaldið í upphafi leiks. „Ég veit það ekki hvort þetta var rautt eða ekki rautt. Þeir ná góðum takti og við erum slegnir eftir þetta, eftir að hafa misst okkar helsta miðjumann og markaskorara út af vellinum. Við náðum að stilla okkur af og það voru fluttir gæjar sem stigu upp í dag í staðinn. Við vorum fimm mínútur að átta okkur á þessu og þá kom góður taktur í þetta,“ sagði Magnús. Framundan er Evrópuverkefni hjá Valsmönnum og halda þeir til Litháen í vikunni. „Leggst hrikalega vel í mig og gaman að fara í eitthvað sem tengist Evrópu. Eftir tímabilið í fyrra spiluðum við einhverja tólf leiki í Evrópu og gaman að finna lyktinni af Evrópukeppni aftur og fara aðeins út og ferðast með strákunum. Ég er mjög spenntur fyrir því,“ sagði Magnús Óli að lokum. FH Valur Olís-deild karla
Valur tók á móti FH í annarri umferð Olís-deildar karla á Hlíðarenda í kvöld. Leikurinn endaði með eins marks sigri Valsmanna, 27-26. Gömlu samherjararnir úr landsliðinu, Alexander Peterson og Aron Pálmarsson, áttust við í Origo-höllinni og fengu áhorfendur að sjá spennandi leik frá upphafi til enda. Fyrri hálfleikur fór hratt af stað og var mikið skorað í upphafi leiks. Jafnt var á flestum tölum framan af. Valsmenn urðu fyrir áfalli eftir rúmlega tíu mínútna leik þegar Benedikt Óskarsson fékk beint rautt spjald fyrir að skjóta í andlitið á Daníel Frey Andréssyni sem var í marki FH úr vítakasti. Valsmenn voru ekki sáttir með dóminn og vildu meina að Daníel hafi hreyft sig meira en reglur segja til um. Eftir rauða spjaldið kom aðeins meiri kraftur í gestina frá Hafnarfirði og þeir leiddu fyrri hálfleik lengst af og var Daníel Freyr vel á verði í markinu og gerði Valsmönnum lífið leitt. Heimamenn fundu þó aðeins betri takt þegar leið á fyrri hálfleik og náðu loks að jafna í 15-15 þegar tvær mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. FH átti lokasóknina í fyrri hálfleik sem þeir nýttu og leiddu gestirnir í hálfleik með einu marki, 17-16. Gestirnir byrjuðu seinni hálfleikinn betur og var staðan 20-17, FH í vil, eftir 40. mínútna leik. Þá hrökk markvörður Vals, Björgvin Páll Gústavsson, í gang og lokaði markinu. Valsmenn gengu á lagið og skoruðu nokkur hraðaupphlaupsmörk og jöfnuðu leikinn. Heimamenn náðu að halda naumu forskoti út leikinn og gátu hrósað sigri þegar lokaflautan gall. Lokatölur á Hlíðarenda voru 27-26, Val í vil. Magnús Óli Magnússon leiddi sóknarleik heimamanna og skoraði sjö mörk í kvöld ásamt því að fiska fjögur víti. Einn af nýju leikmönnum leikmenn Vals, Viktor Sigurðsson, kom sprækur inn í sóknarleik Vals undir lokin og var næstmarkahæstur með þrjú mörk ásamt Vigni Stefánssyni. Af hverju vann Valur? Leikurinn snerist við þegar tuttugu mínútur voru eftir. FH-ingum gekk erfiðlega að koma boltanum í netið og Valsmenn náðu nokkrum mikilvægum mörkum úr hraðaupphlaupum. Þó að Daníel Freyr í marki FH reyndi sitt besta að halda sínum mönnum inn í leiknum þá náðu gestirnir ekki að koma til baka og naumur sigur Valsmanna staðreynd. Hverjir stóðu upp úr? Í sóknarleik Valsmanna var það Magnús Óli Magnússon sem dró vagninn. Hann var markahæstur og fiskaði fjögur víti. Hinum megin á vellinum stóð Björgvin Páll Gústavsson vaktina með miklum sóma og lokaði markinu í síðari hálfleik. Björgvin Páll var öflugur í markinu í kvöldVísir/Pawel Cieslikiewicz FH-ingar geta ekki kvartað undan markvörslunni í leiknum en Daníel Freyr Andrésson varði sautján skot og var fremstur með jafningja hjá gestunum. Hvað gekk illa? FH fékk fjölmörg tækifæri í síðari hálfleik til að jafna og koma sér almennilega inn í leikinn en skotnýting liðsins á mikilvægum kafla í leiknum var slæm. Það er helsta ástæðan fyrir því að liðið þurfti að þola tap í kvöld. Hvað gerist næst? Það er ellefu daga bið í næsta deildarleik hjá liðunum. Valur á útileik á móti Selfoss í þriðju umferð á meðan FH fær nýliða Víkings í heimsókn í Kaplakrika. Báðir þessir leikir fara fram föstudaginn 22. september. Næstu verkefni liðanna er í Bikarkeppni Evrópu en Valsmenn mæta Granitas-Karys frá Litháen á laugardag og sunnudag. Á sama tíma fer FH til Grikklands þar sem liðið mætir Diomidis Argous í tveimur leikjum ytra. Óskar Bjarni: „Þetta var alvöru handboltaleikur“ Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari ValsVísir/Pawel Cieslikiewicz Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, var að vonum glaður með sigurinn þótt hann hafi staðið tæpt. „Þetta var alvöru handboltaleikur og tvö frábær lið. Auðvitað mun skemmtilegra að vinna, lýg því ekki,“ sagði Óskar. Snemma í leiknum fékk Benedikt Óskarsson rautt spjald sem Valsmenn voru ekki sáttir með. Var Óskar sammála dómnum? „Ég treysti dómurunum fyrir þessu, þessar reglur eru oft að breytast. Ég hélt að maður þurfti að vera alveg kyrr. Hann beygir sig og það eru ákveðnar reglur um þetta og ég ætla ekki að vera tjá mig um þetta. Þetta var mjög gott og hollt fyrir okkur að spila án hans [Benedikts Óskarssonar] og gera það vel.“ Seinni hálfleikur gekk betur fyrir Valsmenn eftir að hafa verið undir framan af. Óskar var sáttari með spilamennskuna þegar leið á leikinn. „Þetta eru mörg dauðafæri sem Björgvin ver og þessi markvarsla hefur auðvitað mikið að segja. Við komum með ákveðna breidd í vörnina, við komum með Róbert Aron og Alexander Peterson í vörnina. Við náum að rúlla vel og FH líka. Mér fannst við ná að hlaupa betur til baka og þeir skora sjö til átta mörk í fyrri hálfleik sem mér fannst full auðveld en við náðum að loka betur á þau í seinni,“ sagði Óskar Bjarni. Aron Pálmarsson náði sér ekki almennilega á strik í markaskorun í kvöld en hann skoraði tvö mörk úr átta tilraunum. Óskar Bjarni var að vonum sáttur með varnarleikinn í heild sinni í kvöld. „Þeir eru með marga frábæra leikmenn ef það er lokað á hann, þá er hann með stoðsendingar. Hann er frábær leikmaður og erfitt að taka Aron alveg út en í sjálfu sér gekk þetta ágætlega í dag.“ Magnús Óli: „Við vorum fimm mínútur að átta okkur á þessu“ Magnús Óli, leikmaður Vals, lætur vaða í átt að marki FH í leik liðanna í 2. umferð Olís deildar karla í kvöldVísir/Pawel Cieslikiewicz Markahæsti maður vallarins, Magnús Óli Magnússon, var í skýjunum eftir sigurinn í kvöld. „Hrikalega sáttur, þetta var stál í stál og jafnt nánast allan tímann. Þeir leiða með nokkrum í seinni en við sýnum karakter og komum til baka og náðum að halda þessu út. Þetta var bara gæðahandbolti, bæði í sókn og vörn,“ sagði Magnús Óli. Magnús viðurkennir að Valsmenn voru slegnir út af laginu í skamma stund eftir rauða spjaldið í upphafi leiks. „Ég veit það ekki hvort þetta var rautt eða ekki rautt. Þeir ná góðum takti og við erum slegnir eftir þetta, eftir að hafa misst okkar helsta miðjumann og markaskorara út af vellinum. Við náðum að stilla okkur af og það voru fluttir gæjar sem stigu upp í dag í staðinn. Við vorum fimm mínútur að átta okkur á þessu og þá kom góður taktur í þetta,“ sagði Magnús. Framundan er Evrópuverkefni hjá Valsmönnum og halda þeir til Litháen í vikunni. „Leggst hrikalega vel í mig og gaman að fara í eitthvað sem tengist Evrópu. Eftir tímabilið í fyrra spiluðum við einhverja tólf leiki í Evrópu og gaman að finna lyktinni af Evrópukeppni aftur og fara aðeins út og ferðast með strákunum. Ég er mjög spenntur fyrir því,“ sagði Magnús Óli að lokum.