Aubrey fór mikinn í leik Cowboys gegn New York Jets sem Kúrekarnir frá Dallas unnu 40-0. Aubrey gerði sér lítið fyrir og skoraði 10 stig í leiknum. Það er afrek út af fyrir sig en saga leikmannsins er það sem hefur vakið athygli.
Brandon Aubrey was drafted from Norte Dame to play for Toronto FC in MLS in 2017
— MLS Buzz (@MLS_Buzz) September 11, 2023
He got released from there after 1 season and failed to stick in USL.. he was watching an NFL game with his wife where she told him you could do that after watching the kickers
He began pic.twitter.com/hAb0NrwhJE
Alla sína barnæsku ætlaði hann sér að verða atvinnumaður í fótbolta, ekki amerískum fótbolta heldur eins og við þekkjum íþróttina hér á landi. Hann komst inn í Notre Dame-háskólann og var á endanum valinn af Torono FC í nýliðavali MLS-deildarinnar árið 2017.
Honum tókst ekki að brjóta sér leið inn í aðallið Toronto og reyndi fyrir sér hjá Toronto FC II sem spilar í USL Championship-deildinni. Þaðan fór hann til Bethlehem Steel sem er hálfgert B-lið Philadelphia Union.
Það var svo þegar hann sat heima að horfa á leik í NFL-deildinni sem eiginkona hans sagði „þú gætir gert þetta“ eftir að hafa séð sparkara kom inn af bekknum og sparka boltanum milli „marksúlnanna.“
38-yard for our guy @Brandon_Aubrey pic.twitter.com/FG80JSsVhM
— B2B CHAMPIONSTALLIONS (@USFLStallions) September 11, 2023
Stuttu síðar var Aubrey búinn að ráða einkaþjálfara til að aðstoða sig við æfingar og svo æfði hann stíft á meðan allt var lokað og læst sökum kórónuveirunnar. Það var svo árið 2022 sem Aubrey samdi við Birmingham Stallions í USFL-deildinni.
Hann varð tvívegis UFSL-meistari með Stallions áður en hann samdi við Dallas á þessu ári. Skrifaði hann undir þriggja ára samning upp á tæpar 2,7 milljónir Bandaríkjadala eða um 363 milljónir íslenskra króna. Ef marka má frammistöðu hans gegn Risunum frá New York þá er Aubrey hverrar krónu virði.