Skjólstæðingur sviptur ökuréttindum eftir akstur undir áhrifum ADHD-lyfja Bjarki Sigurðsson skrifar 11. september 2023 21:01 Gísli Tryggvason er lögmaður manns sem dæmdur var fyrir að aka undir áhrifum amfetamíns eftir að hafa tekið ADHD-lyfin sín. Vísir/Ívar Fannar Lögmaður manns sem dæmdur var fyrir akstur undir áhrifum amfetamíns eftir að hann tók ADHD-lyf segir stjórnvöld ekki gera nóg til að upplýsa sjúklinga um lagalega skyldu þeirra. ADHD-samtökin segja ástandið vera ólíðandi. Í síðustu viku var fjallað um atvik sem hjónin Valdimar og Hanna María Randrup lentu í. Þau voru bæði handtekinn fyrir að hafa ekið með amfetamín í blóðinu. Amfetamínið kom þó að þeirra sögn úr ADHD-lyfinu Elvanse sem þau taka bæði og eru með lyfseðil fyrir. Samkvæmt umferðarlögum skal ökumaður ekki beittur viðurlögum í málum sem þessu sé hann með læknisvottorð og lyfjaskírteini og sýni ökumaður í læknisskoðun fram á að hann hafi verið hæfur til að stjórna ökutækinu. Lögmaður manns sem nýlega var dæmdur fyrir að keyra undir áhrifum ADHD-lyfja vill meina að stjórnvöld geri ekki nóg til að upplýsa fólk sem tekur lyfin um að þau þurfi að vera með læknisvottorð meðferðis. Sagði skjólstæðingur hans fyrir dómi að hann hafi óskað eftir því hjá lækni að fá vottorðið en læknirinn tjáð honum að hann vissi ekkert um það. Taldi dómurinn það þar með sannað að skjólstæðingurinn hafi vitað af þessari skyldu en ekkert gert í því. „Hann var þó með poka undan lyfjunum, þannig hann gat sýnt fram á að hann væri með þetta lyf löglega. Mér finnst þarna vera ákveðið ósamræmi í því að löggjafinn vill að þetta fólk geti notið þessara lyfja og ekið eins og annað fólk. En stjórnvöld og kannski læknastéttin gera ekki nóg í að upplýsa sjúklinga. Þetta eru jú ADHD-sjúklingar þannig þeir eru ekki alltaf með gátlistana sjálfir á hreinu þannig það þarf kannski að hjálpa þeim meira en ýmsum öðrum,“ segir Gísli. Var maðurinn sviptur ökuréttindum og dæmdur til þrjátíu daga fangelsisvistar. „Fyrst löggjafinn vill hjálpa fólki með þessa sjúkdóma, þennan og aðra, þá er kannski rétt að stjórnvöld geri meira í því að upplýsa fólk um það að það þurfi að hafa þetta skírteini meðferðis. Við höfum athugað það að það er ekkert á vefsíðu lyfjastofnunar sem minnir geðlækna, hvað þá sjúklinga, á að hafa þetta lyfjaskírteini meðferðis, eða þetta vottorð,“ segir Gísli. Í morgun birtist opið bréf frá ADHD-samtökunum til ráðherra og þingmanna þar sem skorað var á að breyta umræddum lögum. Vilja samtökin meðal annars að hægt verði að afhenda lögreglu læknisvottorð eftir á og þannig komast hjá því að mál fari fyrir dómstóla. Er þar sagt að núverandi ástand sé ólíðandi. Lyf Dómsmál Heilbrigðismál ADHD Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Í síðustu viku var fjallað um atvik sem hjónin Valdimar og Hanna María Randrup lentu í. Þau voru bæði handtekinn fyrir að hafa ekið með amfetamín í blóðinu. Amfetamínið kom þó að þeirra sögn úr ADHD-lyfinu Elvanse sem þau taka bæði og eru með lyfseðil fyrir. Samkvæmt umferðarlögum skal ökumaður ekki beittur viðurlögum í málum sem þessu sé hann með læknisvottorð og lyfjaskírteini og sýni ökumaður í læknisskoðun fram á að hann hafi verið hæfur til að stjórna ökutækinu. Lögmaður manns sem nýlega var dæmdur fyrir að keyra undir áhrifum ADHD-lyfja vill meina að stjórnvöld geri ekki nóg til að upplýsa fólk sem tekur lyfin um að þau þurfi að vera með læknisvottorð meðferðis. Sagði skjólstæðingur hans fyrir dómi að hann hafi óskað eftir því hjá lækni að fá vottorðið en læknirinn tjáð honum að hann vissi ekkert um það. Taldi dómurinn það þar með sannað að skjólstæðingurinn hafi vitað af þessari skyldu en ekkert gert í því. „Hann var þó með poka undan lyfjunum, þannig hann gat sýnt fram á að hann væri með þetta lyf löglega. Mér finnst þarna vera ákveðið ósamræmi í því að löggjafinn vill að þetta fólk geti notið þessara lyfja og ekið eins og annað fólk. En stjórnvöld og kannski læknastéttin gera ekki nóg í að upplýsa sjúklinga. Þetta eru jú ADHD-sjúklingar þannig þeir eru ekki alltaf með gátlistana sjálfir á hreinu þannig það þarf kannski að hjálpa þeim meira en ýmsum öðrum,“ segir Gísli. Var maðurinn sviptur ökuréttindum og dæmdur til þrjátíu daga fangelsisvistar. „Fyrst löggjafinn vill hjálpa fólki með þessa sjúkdóma, þennan og aðra, þá er kannski rétt að stjórnvöld geri meira í því að upplýsa fólk um það að það þurfi að hafa þetta skírteini meðferðis. Við höfum athugað það að það er ekkert á vefsíðu lyfjastofnunar sem minnir geðlækna, hvað þá sjúklinga, á að hafa þetta lyfjaskírteini meðferðis, eða þetta vottorð,“ segir Gísli. Í morgun birtist opið bréf frá ADHD-samtökunum til ráðherra og þingmanna þar sem skorað var á að breyta umræddum lögum. Vilja samtökin meðal annars að hægt verði að afhenda lögreglu læknisvottorð eftir á og þannig komast hjá því að mál fari fyrir dómstóla. Er þar sagt að núverandi ástand sé ólíðandi.
Lyf Dómsmál Heilbrigðismál ADHD Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira