Blöskrar framkoma hjólreiðamanns sem hjólaði dóttur hennar niður Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. september 2023 22:53 Sigurlaug vakti fyrst athygli á málinu í íbúahópi Vesturbæinga á Facebook. Vísir/Egill Móðir unglingsstúlku sem slasaðist eftir að hjólað var á hana, og mátti þola skammir hjólreiðamanns í kjölfarið, segir hjólreiðamanninn hafa látið dóttur hennar halda á hjóli hans, á sama tíma og hún var mikið slösuð á úlnlið. Ökumaður sem hafi verið vitni að atvikinu hafi ekkert gert til að aðstoða. Sigurlaug Knudsen vakti athygli á málinu í Facebook-hópi Vesturbæinga í dag. Þar þakkar hún manni með hund sem kom dóttur hennar til hjálpar eftir að hjólað var á hana. „Á sama tíma skila ég kaldri kveðju til hjólareiðamannsins sem svínaði fyrir hana þar sem hún var á hopphjólinu sínu (ath.á hægum hraða) á göngustígnum með þeim afleiðingum að hún kastaðist út á götu og var heppin að verða ekki fyrir bíl sem þar beið við gangbrautina.“ Dóttir hennar slasaðist á úlnlið og var afar brugðið eftir samskipti við hjólreiðamanninn, sem Silla segir í samtali við Vísi að hafi verið afar dónalegur við dóttur hennar. Sigurlaug segir að dóttur sinni hafi verið mikið brugðið vegna atviksins.Aðsend Látin halda á hjólinu sárþjáð Sigurlaug segir að fimmtán ára dóttir hennar hafi verið á leiðinni í skólann þegar atvikið átti sér stað. „Hún segir mér að hún hafi ekki verið að fara hratt, þegar hjólreiðamaðurinn hjólar í veg fyrir hana og byrjar að vera með öskur og læti. Samkvæmt hennar frásögn er þetta ljótara en ég er að skrifa á Facebook. Mér fannst það kannski ekki aðalmálið, heldur frekar að vekja fólk til umhugsunar um náungakærleikann,“ segir Sigurlaug í samtali við fréttastofu. Hjólreiðamaðurinn hafi látið dóttur hennar halda hjólinu uppi á meðan hann reyndi að setja keðju hjólsins, sem hafði dottið af, aftur á réttan stað. „Hún heldur náttúrulega bara með einni hendi af því að hin er í molum,“ segir Sigurlaug. Á meðan hafi hjólreiðamaðurinn ausið úr skálum reiði sinnar yfir dóttur hennar. „Hann segir hana ábyrga fyrir því að borga fyrir viðgerð á hjólinu. Það er þá sem maðurinn með hundinn stígur inn í samtalið og segir manninum að slaka á, segist hafa verið vitni að þessu og segir hjólreiðamanninn augljóslega hafa verið í órétti, þannig að hún sé ekki skuldbundin til að greiða fyrir einhverja viðgerð. Þetta er eiginlega alveg glatað mál,“ segir Sigurlaug. Þá segist Sigurlaug hafa fengið skilaboð frá öðrum manni sem varð einnig vitni að atvikinu. „Sá gat staðfest að viðmót þessa hjólreiðamanns hefði verið algjörlega óviðeigandi.“ Sigurlaug segir dóttur sína hafa verið á Hopp-hjóli þegar slysið varð. Hún hafi þó verið í fullum rétti, samkvæmt fleiri en einum sjónarvotti.Vísir/Egill Í miklu áfalli eftir viðmótið Dóttir Sigurlaugar hafi verið í miklu áfalli eftir málið, en hún hafi dottið út á götu, fyrir framan kyrrstæðan bíl á rauðu ljósi. „Hann flautar á hana á meðan hún er að reyna að klöngrast upp, og reynir ekkert að hjálpa henni, heldur keyrir í burtu um leið og hún er komin frá.“ Áfall dótturinnar snúi ekki aðeins að því að hafa slasað sig á úlnlið og vera frá tómstundaiðkun í margar vikur, en hún æfir karate. „Heldur líka að fá þetta viðmót og þessa útreið. Það er náttúrulega með ólíkindum og ég held að ekkert okkar, fullorðið eða ekki, myndum hafa komist ósködduð frá því. Þetta er það síðasta sem maður býst við, að fólk hegði sér svona.“ Þakklát manninum sem kom til hjálpar Silla segir málið áminningu um náungakærleikann, og hversu miklu máli hann geti skipt. „Því miður koma svona mál upp með reglulegu millibili. Maður hefur heyrt sögur af því á samfélagsmiðlum og annars staðar, að slys gerist og vegfarendur komi ekki til hjálpar,“ segir Sigurlaug. „Þá fer maður alltaf að spyrja sig hvers vegna svona gerist. Það var það sem mér fannst mikilvægt þegar ég setti þessa færslu fram. Til að fá okkur öll til að vera aðeins meðvitaðari hvert um annað og mikilvægi þess að sýna hvort öðru hlýju og stuðning,“ segir Sigurlaug. Færslan hefur vakið mikil viðbrögð. Silla segir ánægjulegt að færslan hafi vakið fólk til umhugsunar og þakkar manninum sem kom dóttur hennar til aðstoðar kærlega fyrir. „Svoleiðis gefur manni bara trú á mannkynið.“ Reykjavík Samgönguslys Hjólreiðar Rafhlaupahjól Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Sjá meira
Sigurlaug Knudsen vakti athygli á málinu í Facebook-hópi Vesturbæinga í dag. Þar þakkar hún manni með hund sem kom dóttur hennar til hjálpar eftir að hjólað var á hana. „Á sama tíma skila ég kaldri kveðju til hjólareiðamannsins sem svínaði fyrir hana þar sem hún var á hopphjólinu sínu (ath.á hægum hraða) á göngustígnum með þeim afleiðingum að hún kastaðist út á götu og var heppin að verða ekki fyrir bíl sem þar beið við gangbrautina.“ Dóttir hennar slasaðist á úlnlið og var afar brugðið eftir samskipti við hjólreiðamanninn, sem Silla segir í samtali við Vísi að hafi verið afar dónalegur við dóttur hennar. Sigurlaug segir að dóttur sinni hafi verið mikið brugðið vegna atviksins.Aðsend Látin halda á hjólinu sárþjáð Sigurlaug segir að fimmtán ára dóttir hennar hafi verið á leiðinni í skólann þegar atvikið átti sér stað. „Hún segir mér að hún hafi ekki verið að fara hratt, þegar hjólreiðamaðurinn hjólar í veg fyrir hana og byrjar að vera með öskur og læti. Samkvæmt hennar frásögn er þetta ljótara en ég er að skrifa á Facebook. Mér fannst það kannski ekki aðalmálið, heldur frekar að vekja fólk til umhugsunar um náungakærleikann,“ segir Sigurlaug í samtali við fréttastofu. Hjólreiðamaðurinn hafi látið dóttur hennar halda hjólinu uppi á meðan hann reyndi að setja keðju hjólsins, sem hafði dottið af, aftur á réttan stað. „Hún heldur náttúrulega bara með einni hendi af því að hin er í molum,“ segir Sigurlaug. Á meðan hafi hjólreiðamaðurinn ausið úr skálum reiði sinnar yfir dóttur hennar. „Hann segir hana ábyrga fyrir því að borga fyrir viðgerð á hjólinu. Það er þá sem maðurinn með hundinn stígur inn í samtalið og segir manninum að slaka á, segist hafa verið vitni að þessu og segir hjólreiðamanninn augljóslega hafa verið í órétti, þannig að hún sé ekki skuldbundin til að greiða fyrir einhverja viðgerð. Þetta er eiginlega alveg glatað mál,“ segir Sigurlaug. Þá segist Sigurlaug hafa fengið skilaboð frá öðrum manni sem varð einnig vitni að atvikinu. „Sá gat staðfest að viðmót þessa hjólreiðamanns hefði verið algjörlega óviðeigandi.“ Sigurlaug segir dóttur sína hafa verið á Hopp-hjóli þegar slysið varð. Hún hafi þó verið í fullum rétti, samkvæmt fleiri en einum sjónarvotti.Vísir/Egill Í miklu áfalli eftir viðmótið Dóttir Sigurlaugar hafi verið í miklu áfalli eftir málið, en hún hafi dottið út á götu, fyrir framan kyrrstæðan bíl á rauðu ljósi. „Hann flautar á hana á meðan hún er að reyna að klöngrast upp, og reynir ekkert að hjálpa henni, heldur keyrir í burtu um leið og hún er komin frá.“ Áfall dótturinnar snúi ekki aðeins að því að hafa slasað sig á úlnlið og vera frá tómstundaiðkun í margar vikur, en hún æfir karate. „Heldur líka að fá þetta viðmót og þessa útreið. Það er náttúrulega með ólíkindum og ég held að ekkert okkar, fullorðið eða ekki, myndum hafa komist ósködduð frá því. Þetta er það síðasta sem maður býst við, að fólk hegði sér svona.“ Þakklát manninum sem kom til hjálpar Silla segir málið áminningu um náungakærleikann, og hversu miklu máli hann geti skipt. „Því miður koma svona mál upp með reglulegu millibili. Maður hefur heyrt sögur af því á samfélagsmiðlum og annars staðar, að slys gerist og vegfarendur komi ekki til hjálpar,“ segir Sigurlaug. „Þá fer maður alltaf að spyrja sig hvers vegna svona gerist. Það var það sem mér fannst mikilvægt þegar ég setti þessa færslu fram. Til að fá okkur öll til að vera aðeins meðvitaðari hvert um annað og mikilvægi þess að sýna hvort öðru hlýju og stuðning,“ segir Sigurlaug. Færslan hefur vakið mikil viðbrögð. Silla segir ánægjulegt að færslan hafi vakið fólk til umhugsunar og þakkar manninum sem kom dóttur hennar til aðstoðar kærlega fyrir. „Svoleiðis gefur manni bara trú á mannkynið.“
Reykjavík Samgönguslys Hjólreiðar Rafhlaupahjól Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Sjá meira