Alfreð kom inn á sem varamaður þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum og um leið byrjaði sóknarþungi íslenska liðsins að aukast.
Alfreð skoraði mark sem var dæmt af skömmu eftir að hann kom inn á en á annarri mínútu uppbótartíma brást honum ekki bogalistin og tryggði Íslandi sigurinn.
Markið sem Alfreð skoraði var skoðað af VAR sjánni eins og lög gera ráð fyrir en það var mögueliki á að brot hafi verið framið í aðdraganda marksins. Alfreð var beðinn um að fara með áhorfendur í gegnum hugarfar markaskorarans sem þarf að bíða eftir úrskurðinum.
„Þetta er vel þreytt. Maður fagnar eins og asni. Það er það fallegasta við fótboltann, það eru svona augnablik þegar maður er að fagna svona marki, tala nú ekki um þegar það er í uppbótartíma, maður er samt einhvernveginn alltaf með varnaglann á.
Ég var ekki hundrað prósent viss hvort ég væri rangstæður eða ekki. Þetta er það leiðinlega við nútímafótboltann en þegar hann benti á punktinn þá var tilfinningin alveg geggjuð. Ég var ekki með alla línuna í fyrri markinu og hann var fljótur að dæma fyrra markið af en þegar maður þarf að bíða lengi þá boðar það ekki gott. Það var fallegt að sjá hann benda á punktinn.“