Kim ferðaðist til austurhluta Rússlands í brynvarðri lest og með í för eru valdamiklir menn á borð við yfirmann hersins og yfirmann skotfæraframleiðslu landsins en talið er að Pútín sækist eftir samningi um kaup á skotfærum frá Norður-Kóreu.
Þá er systir einræðisherrans einnig með í för en Kim Yo Jong er sögð afar valdamikil í landinu.
Við upphaf fundarins þakkaði Kim Pútín kærlega fyrir höfðinglegar móttökur og sagðist viss um að Rússland og Norður-Kórea myndu halda áfram baráttu sinni gegn heimsvaldastefnu, eins og hann orðaði það.
Pútín sagði við blaðamenn fyrir fundinn að allt væri upp á borðum og að ekkert viðfangsefni yrði undanskilið á fundinum. Eitt staðfest umræðuefni eru þó gervihnettir en talið er að Norður-Kóreumenn sækist eftir aðstoð Rússa við að koma upp eigin kerfi gervihnatta.
Rétt áður en fundurinn hófst skutu Norður-Kóreumenn tveimur eldflaugum á loft líkt og þeir hafa gert reglulega undanfarin misseri. Og Rússar gerður í nótt drónaárásir á borgina Odeshchyna þar sem sjö eru sagðir hafa særst.
Úkraínska varnarmálaráðuneytið segir að 32 af 44 Shahed-drónum hafi verið grandað.