BBC greinir frá því að Harry Toffolo hafi viðurkennt brot sitt á veðmálareglum. Brotin hafi átt sér stað á tímabili frá 22. janúar 2014 til 18. mars 2017, Toffolo var leikmaður Norwich á þeim tíma en fór á lán til Swindon, Rotherham, Peterborough og Scunthorpe.
Ivan Toney, leikmaður Brentford, var fyrr á þessu ári dæmdur í átta mánaða bann fyrir brot en ólíkt honum ætlar Harry Toffolo ekki að áfrýja banninu og mun það taka gildi strax.
Enska knattspyrnusambandið mun gefa út skriflega yfirlýsingu á næstu dögum þar sem gefnar verða út nákvæmar ástæður leikbannsins.
Harry Tofolo er 28 ára gamall og var einn af fjölmörgum leikmönnum sem gekk til liðs við Nottingham Forest sumarið 2022. Hann hefur spilað 22 leiki með félaginu í öllum keppnum frá því hann kom til liðsins.