„Þetta er úrslitabransi“ Árni Gísli Magnússon skrifar 13. september 2023 19:48 Gunnleifur Gunnleifsson, nýráðinn þjálfari Breiðabliks. Gunnleifur Gunnleifsson, þjálfari Breiðabliks, var vonsvikinn eftir 3-2 tap gegn Þór/KA fyrir norðan í dag þar sem sigurmarkið kom í uppbótartíma. Þór/KA komst í 2-0 snemma í seinni hálfleik en Blikar náðu að jafna metin seint í seinni hálfleik með tveimur mörkum frá Öglu Maríu Albertsdóttur áður en Una Móeiður Hlynsdóttir skoraði sigurmarkið. „Ofboðslega sár maður, bara ógeðslega sár. Þetta var nú ekkert sérstakur fótboltaleikur og ekki af okkar hálfu. Þór/KA voru bara betri að einhverju leyti en við grófum allavega djúpt í okkur og komum til baka sem er ofboðslega jákvætt og í 2-2 vorum við að leita eftir að vinna leikinn og stundum þarf maður bara vinna ljótt, ef að það er eitthvað ljótt að berjast og koma til baka, það er svo sem ekkert ljótt en þetta er úrslitabransi þannig að við fundum ekki takt í uppspili hjá okkur og þurftum að fara í hitt en svo kom mark á lokamínútunni eftir fast leikatriði sem var ógeðslega fúlt. Það er svo sem enginn tími til að dvelja við það. Við verðum náttúrulega í fýlu í kvöld sem er allt í lagi svo er bara leikur á móti Stjörnunni á sunnudaginn sem við verðum að vera klárar í,“ sagði Gunnleifur að leik loknum. Þór/KA óð í færum á upphafsmínútum leiksins og Blikar voru heppnir að hafa ekki fengið á sig allavega eitt mark þá. „Sammála. Þór/KA liðið var bara gott og að valda okkur alls konar veseni. Þetta er nákvæmlega eins og uppskriftin á móti Þrótti; við fáum á okkur mark undir restina á hálfleiknum og svo annað rétt eftir hálfleik en munurinn á því og núna er að við komum til baka, stoppum blæðinguna, eins og hægt er að segja. Þau geta verið betri og eitthvað en við þurfum bara að ná í úrslit, það er bara þannig.“ Er það jákvæði hlutinn úr leiknum að liðið hafi komið til baka eftir að hafa lent 2-0 undir eftir erfið úrslit að undanförnu? „Já, auðvitað er það jákvætt. Ef ég ætlaði að fara grenja þetta og það væri bara ekkert jákvætt og allt neikvætt og ömurlegt þá getum við gleymt þessu þannig við þurfum bara að taka einmitt það og gera það sem þarf til að vinna fótboltaleiki. Það er alltof mikið að fá á okkur sjö mörk núna í síðustu tveimur leikjum. Aðeins að skerpa á varnarleiknum og bara halda áfram. Þetta eru geggjaðar stelpur í fótbolta, þannig þið eigið eftir að sjá hörkulið á sunnudaginn.“ Með þessum úrslitum er Valur orðinn Íslandsmeistari þegar liðið á fjóra leiki eftir. Er stefnan hjá Breiðabliki sett á 2. sætið héðan af? „Já ég vissi það nú ekki. Til hamingju með titilinn Valskonur, þær eru vel að þessu komnar. Við ætlum bara að hugsa um okkur. Við ætlum að fara í Stjörnuleikinn til þess að vinna og reyna gera allt sem við getum til að enda í öðru sæti og vera næstbesta liðið þetta sumarið eftir Val þannig við leggjum allt í sölurnar fyrir það,“ sagði Gunnleifur að lokum. Breiðablik Besta deild kvenna Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
„Ofboðslega sár maður, bara ógeðslega sár. Þetta var nú ekkert sérstakur fótboltaleikur og ekki af okkar hálfu. Þór/KA voru bara betri að einhverju leyti en við grófum allavega djúpt í okkur og komum til baka sem er ofboðslega jákvætt og í 2-2 vorum við að leita eftir að vinna leikinn og stundum þarf maður bara vinna ljótt, ef að það er eitthvað ljótt að berjast og koma til baka, það er svo sem ekkert ljótt en þetta er úrslitabransi þannig að við fundum ekki takt í uppspili hjá okkur og þurftum að fara í hitt en svo kom mark á lokamínútunni eftir fast leikatriði sem var ógeðslega fúlt. Það er svo sem enginn tími til að dvelja við það. Við verðum náttúrulega í fýlu í kvöld sem er allt í lagi svo er bara leikur á móti Stjörnunni á sunnudaginn sem við verðum að vera klárar í,“ sagði Gunnleifur að leik loknum. Þór/KA óð í færum á upphafsmínútum leiksins og Blikar voru heppnir að hafa ekki fengið á sig allavega eitt mark þá. „Sammála. Þór/KA liðið var bara gott og að valda okkur alls konar veseni. Þetta er nákvæmlega eins og uppskriftin á móti Þrótti; við fáum á okkur mark undir restina á hálfleiknum og svo annað rétt eftir hálfleik en munurinn á því og núna er að við komum til baka, stoppum blæðinguna, eins og hægt er að segja. Þau geta verið betri og eitthvað en við þurfum bara að ná í úrslit, það er bara þannig.“ Er það jákvæði hlutinn úr leiknum að liðið hafi komið til baka eftir að hafa lent 2-0 undir eftir erfið úrslit að undanförnu? „Já, auðvitað er það jákvætt. Ef ég ætlaði að fara grenja þetta og það væri bara ekkert jákvætt og allt neikvætt og ömurlegt þá getum við gleymt þessu þannig við þurfum bara að taka einmitt það og gera það sem þarf til að vinna fótboltaleiki. Það er alltof mikið að fá á okkur sjö mörk núna í síðustu tveimur leikjum. Aðeins að skerpa á varnarleiknum og bara halda áfram. Þetta eru geggjaðar stelpur í fótbolta, þannig þið eigið eftir að sjá hörkulið á sunnudaginn.“ Með þessum úrslitum er Valur orðinn Íslandsmeistari þegar liðið á fjóra leiki eftir. Er stefnan hjá Breiðabliki sett á 2. sætið héðan af? „Já ég vissi það nú ekki. Til hamingju með titilinn Valskonur, þær eru vel að þessu komnar. Við ætlum bara að hugsa um okkur. Við ætlum að fara í Stjörnuleikinn til þess að vinna og reyna gera allt sem við getum til að enda í öðru sæti og vera næstbesta liðið þetta sumarið eftir Val þannig við leggjum allt í sölurnar fyrir það,“ sagði Gunnleifur að lokum.
Breiðablik Besta deild kvenna Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira