„Þetta er úrslitabransi“ Árni Gísli Magnússon skrifar 13. september 2023 19:48 Gunnleifur Gunnleifsson, nýráðinn þjálfari Breiðabliks. Gunnleifur Gunnleifsson, þjálfari Breiðabliks, var vonsvikinn eftir 3-2 tap gegn Þór/KA fyrir norðan í dag þar sem sigurmarkið kom í uppbótartíma. Þór/KA komst í 2-0 snemma í seinni hálfleik en Blikar náðu að jafna metin seint í seinni hálfleik með tveimur mörkum frá Öglu Maríu Albertsdóttur áður en Una Móeiður Hlynsdóttir skoraði sigurmarkið. „Ofboðslega sár maður, bara ógeðslega sár. Þetta var nú ekkert sérstakur fótboltaleikur og ekki af okkar hálfu. Þór/KA voru bara betri að einhverju leyti en við grófum allavega djúpt í okkur og komum til baka sem er ofboðslega jákvætt og í 2-2 vorum við að leita eftir að vinna leikinn og stundum þarf maður bara vinna ljótt, ef að það er eitthvað ljótt að berjast og koma til baka, það er svo sem ekkert ljótt en þetta er úrslitabransi þannig að við fundum ekki takt í uppspili hjá okkur og þurftum að fara í hitt en svo kom mark á lokamínútunni eftir fast leikatriði sem var ógeðslega fúlt. Það er svo sem enginn tími til að dvelja við það. Við verðum náttúrulega í fýlu í kvöld sem er allt í lagi svo er bara leikur á móti Stjörnunni á sunnudaginn sem við verðum að vera klárar í,“ sagði Gunnleifur að leik loknum. Þór/KA óð í færum á upphafsmínútum leiksins og Blikar voru heppnir að hafa ekki fengið á sig allavega eitt mark þá. „Sammála. Þór/KA liðið var bara gott og að valda okkur alls konar veseni. Þetta er nákvæmlega eins og uppskriftin á móti Þrótti; við fáum á okkur mark undir restina á hálfleiknum og svo annað rétt eftir hálfleik en munurinn á því og núna er að við komum til baka, stoppum blæðinguna, eins og hægt er að segja. Þau geta verið betri og eitthvað en við þurfum bara að ná í úrslit, það er bara þannig.“ Er það jákvæði hlutinn úr leiknum að liðið hafi komið til baka eftir að hafa lent 2-0 undir eftir erfið úrslit að undanförnu? „Já, auðvitað er það jákvætt. Ef ég ætlaði að fara grenja þetta og það væri bara ekkert jákvætt og allt neikvætt og ömurlegt þá getum við gleymt þessu þannig við þurfum bara að taka einmitt það og gera það sem þarf til að vinna fótboltaleiki. Það er alltof mikið að fá á okkur sjö mörk núna í síðustu tveimur leikjum. Aðeins að skerpa á varnarleiknum og bara halda áfram. Þetta eru geggjaðar stelpur í fótbolta, þannig þið eigið eftir að sjá hörkulið á sunnudaginn.“ Með þessum úrslitum er Valur orðinn Íslandsmeistari þegar liðið á fjóra leiki eftir. Er stefnan hjá Breiðabliki sett á 2. sætið héðan af? „Já ég vissi það nú ekki. Til hamingju með titilinn Valskonur, þær eru vel að þessu komnar. Við ætlum bara að hugsa um okkur. Við ætlum að fara í Stjörnuleikinn til þess að vinna og reyna gera allt sem við getum til að enda í öðru sæti og vera næstbesta liðið þetta sumarið eftir Val þannig við leggjum allt í sölurnar fyrir það,“ sagði Gunnleifur að lokum. Breiðablik Besta deild kvenna Mest lesið Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti „Held að hann sé hundfúll með að vera ekki í liðinu“ Handbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjá meira
„Ofboðslega sár maður, bara ógeðslega sár. Þetta var nú ekkert sérstakur fótboltaleikur og ekki af okkar hálfu. Þór/KA voru bara betri að einhverju leyti en við grófum allavega djúpt í okkur og komum til baka sem er ofboðslega jákvætt og í 2-2 vorum við að leita eftir að vinna leikinn og stundum þarf maður bara vinna ljótt, ef að það er eitthvað ljótt að berjast og koma til baka, það er svo sem ekkert ljótt en þetta er úrslitabransi þannig að við fundum ekki takt í uppspili hjá okkur og þurftum að fara í hitt en svo kom mark á lokamínútunni eftir fast leikatriði sem var ógeðslega fúlt. Það er svo sem enginn tími til að dvelja við það. Við verðum náttúrulega í fýlu í kvöld sem er allt í lagi svo er bara leikur á móti Stjörnunni á sunnudaginn sem við verðum að vera klárar í,“ sagði Gunnleifur að leik loknum. Þór/KA óð í færum á upphafsmínútum leiksins og Blikar voru heppnir að hafa ekki fengið á sig allavega eitt mark þá. „Sammála. Þór/KA liðið var bara gott og að valda okkur alls konar veseni. Þetta er nákvæmlega eins og uppskriftin á móti Þrótti; við fáum á okkur mark undir restina á hálfleiknum og svo annað rétt eftir hálfleik en munurinn á því og núna er að við komum til baka, stoppum blæðinguna, eins og hægt er að segja. Þau geta verið betri og eitthvað en við þurfum bara að ná í úrslit, það er bara þannig.“ Er það jákvæði hlutinn úr leiknum að liðið hafi komið til baka eftir að hafa lent 2-0 undir eftir erfið úrslit að undanförnu? „Já, auðvitað er það jákvætt. Ef ég ætlaði að fara grenja þetta og það væri bara ekkert jákvætt og allt neikvætt og ömurlegt þá getum við gleymt þessu þannig við þurfum bara að taka einmitt það og gera það sem þarf til að vinna fótboltaleiki. Það er alltof mikið að fá á okkur sjö mörk núna í síðustu tveimur leikjum. Aðeins að skerpa á varnarleiknum og bara halda áfram. Þetta eru geggjaðar stelpur í fótbolta, þannig þið eigið eftir að sjá hörkulið á sunnudaginn.“ Með þessum úrslitum er Valur orðinn Íslandsmeistari þegar liðið á fjóra leiki eftir. Er stefnan hjá Breiðabliki sett á 2. sætið héðan af? „Já ég vissi það nú ekki. Til hamingju með titilinn Valskonur, þær eru vel að þessu komnar. Við ætlum bara að hugsa um okkur. Við ætlum að fara í Stjörnuleikinn til þess að vinna og reyna gera allt sem við getum til að enda í öðru sæti og vera næstbesta liðið þetta sumarið eftir Val þannig við leggjum allt í sölurnar fyrir það,“ sagði Gunnleifur að lokum.
Breiðablik Besta deild kvenna Mest lesið Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti „Held að hann sé hundfúll með að vera ekki í liðinu“ Handbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjá meira