Ozempic ófáanlegt en væntanlegt Lovísa Arnardóttir og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 14. september 2023 09:54 Eftirspurn eftir Ozempic hefur aukist verulega víða um heim eftir að erlendar stjörnur og áhrifavaldur hömpuðu því sem undralyfi sem gerði þeim kleift að léttast hratt. Vísir/EPA Blóðsykurslyfið Ozempic hefur verið ófáanlegt á landinu frá því í sumar en er væntanlegt aftur í sölu í næstu viku. Lyfið er afar vinsælt í megrunarskyni. Lyfið verður ekki fáanlegt fyrr en við lok næstu viku, en samkvæmt upplýsingum frá Lyfjastofnun verður það að öllum líkindum fáanlegt þann 22. september. Lyfjastofnun varaði við skortinum í byrjun júlí og kom fram í tilkynningu þeirra að aukin eftirspurn hafi valdið því að litlar birgðir væru á landinu, og víðar. Þá kom fram að möguleiki væri á að skorturinn myndi vera viðvarandi út árið en það hefur nú breyst. Lyfið er afar vinsælt í megrunarskyni. Lyfið er til í þremur styrkleikaflokkum og inniheldur virka efnið semaglútíð. Lyfið er samþykkt til notkunar hjá fullorðnum með ófullnægjandi stjórn á sykursýki af tegund 2 sem viðbót við mataræði og hreyfingu. Skorturinn sem nú er nær til allra styrkleika lyfsins. Samkvæmt svari Lyfjastofnunar til fréttastofu er ekki til samheitalyf en sama virka efni er til á öðru lyfjaformi, í töflum. Það lyf heitir Rybelsus. Þá kemur fram í svari þeirra að önnur blóðsykurslækkandi lyf séu til sem hægt sé að nota en að mat á breytingu einstaklingsmiðaðrar meðferðar verði að fara fram hjá lækni. Þegar varað var við lyfjaskortinum voru settar saman leiðbeiningar og ráð til að bregðast við lyfjaskortinum af Landspítalanum og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins fyrir lækna, apótek og notendur sem hægt er að skoða hér. Lyf Heilbrigðismál Þyngdarstjórnunarlyf Tengdar fréttir Framleiðandi Wegovy, Ozempic og Saxenda nú verðmætasta fyrirtæki Evrópu Danski lyfjarisinn Novo Nordisk er verðmætasta fyrirtæki Evrópu samkvæmt nýjustu tölum og tekur við titlinum af tískurisanum LVMH sem meðal annars framleiðir vörur undir merkjum Luis Vuitton og áfengi á borð við Moét og Hennessy. 5. september 2023 08:15 Rannsaka hvort þyngdarstjórnunarlyf gagnast gegn ýmsum sjúkdómum Vísindamenn hyggjast rannsaka hvort sykursýkis- og þyngdarstjórnunarlyf sem innihalda semaglutide geta hjálpað einstaklingum sem þjást af sjúkdómum á borð við fíkn og vitglöp. 21. ágúst 2023 08:11 Vissi ekki af áhyggjum Lyfjastofnunar af megrunarlyfi Landlæknisembættinu hafa ekki borist ábendingar um að megrunarlyfjum sé ávísað með óábyrgum hætti af læknum hér á landi. Embættið hefur óskað eftir upplýsingum frá Lyfjastofnun vegna ábendinga til Lyfjastofnunar Evrópu um möguleg tengsl lyfjanna við sjálfskaða-og sjálfsvígshugsanir. 13. júlí 2023 06:46 Mikilvægt að stíga varlega til jarðar í umræðunni um megrunarlyf Forstjóri Lyfjastofnunar segir tilkynningar stofnunarinnar til eftirlitsnefndar Lyfjastofnunar Evrópu vegna mögulegra tengsla á milli þyngdarstjórnunarlyfja og sjálfsvígshugsana vera hluta af reglubundnu verklagi stjórnvalda. Ekki sé búið að sýna fram á bein tengsl með óyggjandi hætti. Fólk er hvatt til að tilkynna aukaverkanir en rúmlega tíu þúsund manns hér á landi eru á slíkum lyfjum. 10. júlí 2023 11:35 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Sjá meira
Lyfið verður ekki fáanlegt fyrr en við lok næstu viku, en samkvæmt upplýsingum frá Lyfjastofnun verður það að öllum líkindum fáanlegt þann 22. september. Lyfjastofnun varaði við skortinum í byrjun júlí og kom fram í tilkynningu þeirra að aukin eftirspurn hafi valdið því að litlar birgðir væru á landinu, og víðar. Þá kom fram að möguleiki væri á að skorturinn myndi vera viðvarandi út árið en það hefur nú breyst. Lyfið er afar vinsælt í megrunarskyni. Lyfið er til í þremur styrkleikaflokkum og inniheldur virka efnið semaglútíð. Lyfið er samþykkt til notkunar hjá fullorðnum með ófullnægjandi stjórn á sykursýki af tegund 2 sem viðbót við mataræði og hreyfingu. Skorturinn sem nú er nær til allra styrkleika lyfsins. Samkvæmt svari Lyfjastofnunar til fréttastofu er ekki til samheitalyf en sama virka efni er til á öðru lyfjaformi, í töflum. Það lyf heitir Rybelsus. Þá kemur fram í svari þeirra að önnur blóðsykurslækkandi lyf séu til sem hægt sé að nota en að mat á breytingu einstaklingsmiðaðrar meðferðar verði að fara fram hjá lækni. Þegar varað var við lyfjaskortinum voru settar saman leiðbeiningar og ráð til að bregðast við lyfjaskortinum af Landspítalanum og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins fyrir lækna, apótek og notendur sem hægt er að skoða hér.
Lyf Heilbrigðismál Þyngdarstjórnunarlyf Tengdar fréttir Framleiðandi Wegovy, Ozempic og Saxenda nú verðmætasta fyrirtæki Evrópu Danski lyfjarisinn Novo Nordisk er verðmætasta fyrirtæki Evrópu samkvæmt nýjustu tölum og tekur við titlinum af tískurisanum LVMH sem meðal annars framleiðir vörur undir merkjum Luis Vuitton og áfengi á borð við Moét og Hennessy. 5. september 2023 08:15 Rannsaka hvort þyngdarstjórnunarlyf gagnast gegn ýmsum sjúkdómum Vísindamenn hyggjast rannsaka hvort sykursýkis- og þyngdarstjórnunarlyf sem innihalda semaglutide geta hjálpað einstaklingum sem þjást af sjúkdómum á borð við fíkn og vitglöp. 21. ágúst 2023 08:11 Vissi ekki af áhyggjum Lyfjastofnunar af megrunarlyfi Landlæknisembættinu hafa ekki borist ábendingar um að megrunarlyfjum sé ávísað með óábyrgum hætti af læknum hér á landi. Embættið hefur óskað eftir upplýsingum frá Lyfjastofnun vegna ábendinga til Lyfjastofnunar Evrópu um möguleg tengsl lyfjanna við sjálfskaða-og sjálfsvígshugsanir. 13. júlí 2023 06:46 Mikilvægt að stíga varlega til jarðar í umræðunni um megrunarlyf Forstjóri Lyfjastofnunar segir tilkynningar stofnunarinnar til eftirlitsnefndar Lyfjastofnunar Evrópu vegna mögulegra tengsla á milli þyngdarstjórnunarlyfja og sjálfsvígshugsana vera hluta af reglubundnu verklagi stjórnvalda. Ekki sé búið að sýna fram á bein tengsl með óyggjandi hætti. Fólk er hvatt til að tilkynna aukaverkanir en rúmlega tíu þúsund manns hér á landi eru á slíkum lyfjum. 10. júlí 2023 11:35 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Sjá meira
Framleiðandi Wegovy, Ozempic og Saxenda nú verðmætasta fyrirtæki Evrópu Danski lyfjarisinn Novo Nordisk er verðmætasta fyrirtæki Evrópu samkvæmt nýjustu tölum og tekur við titlinum af tískurisanum LVMH sem meðal annars framleiðir vörur undir merkjum Luis Vuitton og áfengi á borð við Moét og Hennessy. 5. september 2023 08:15
Rannsaka hvort þyngdarstjórnunarlyf gagnast gegn ýmsum sjúkdómum Vísindamenn hyggjast rannsaka hvort sykursýkis- og þyngdarstjórnunarlyf sem innihalda semaglutide geta hjálpað einstaklingum sem þjást af sjúkdómum á borð við fíkn og vitglöp. 21. ágúst 2023 08:11
Vissi ekki af áhyggjum Lyfjastofnunar af megrunarlyfi Landlæknisembættinu hafa ekki borist ábendingar um að megrunarlyfjum sé ávísað með óábyrgum hætti af læknum hér á landi. Embættið hefur óskað eftir upplýsingum frá Lyfjastofnun vegna ábendinga til Lyfjastofnunar Evrópu um möguleg tengsl lyfjanna við sjálfskaða-og sjálfsvígshugsanir. 13. júlí 2023 06:46
Mikilvægt að stíga varlega til jarðar í umræðunni um megrunarlyf Forstjóri Lyfjastofnunar segir tilkynningar stofnunarinnar til eftirlitsnefndar Lyfjastofnunar Evrópu vegna mögulegra tengsla á milli þyngdarstjórnunarlyfja og sjálfsvígshugsana vera hluta af reglubundnu verklagi stjórnvalda. Ekki sé búið að sýna fram á bein tengsl með óyggjandi hætti. Fólk er hvatt til að tilkynna aukaverkanir en rúmlega tíu þúsund manns hér á landi eru á slíkum lyfjum. 10. júlí 2023 11:35