Guðni og Eliza fagna fimmtíu árum með Karli Gústaf Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. september 2023 10:57 Karl XVI Gústaf ásamt Silvíu drottningu í messu í morgun. EPA-EFE/Claudio Bresciani Karl XVI. Gústaf Svíakonungur fagnar í dag hálfrar aldar krýningarafmæli og eru forsetahjón Íslands ásamt öðrum norrænum þjóðhöfðingjum í Svíþjóð í tilefni af því. Hjónin voru stórglæsileg þar sem þau mættu til leiksýningar í Drottningholm hallarleikhúsinu og svo í viðhafnarkvöldverð í Drottningholm höllinni í kjölfarið. Karl Gústaf varð þjóðhöfðingi Svíþjóðar árið 1973 við andlát afa síns, Gústafs VI. Adolfs konungs. Missti föður sinn níu mánaða gamall Faðir Karls Gústafs og þáverandi krónprins, Gústav Adolf, lést í flugslysi árið 1947 á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn. Hann var á leið frá Amsterdam til Stokkhólms og vél hans var að millilenda í Danmörku þegar stýrisbúnaður vélarinnar læstist með þeim afleiðingum að hún hrundi til jarðar. 22 farþegar voru um borð og létust þeir allir. Karl Gústaf varð því erfingi krúnunnar níu mánaða gamall. Hann og systur hans þær Margrét prinsessa, Désirée, Birgitta og Kristína hafa sjaldan rætt föðurmissinn opinberlega. Móðir þeirra Sibylla prinsessa hefur lýst því hvernig veröld sín hrundi vegna andláts Gústavs. Karl Gústaf ræddi andlát föður síns í fyrsta sinn árið 2004 í ræðu eftir mannskæða flóðbylgju þar sem rúmlega 200 þúsund manns létust. Þar á meðal voru sex hundruð Svíar og lá harmleikurinn Svíum nærri. Karl deildi því með heimsbyggðinni að hann kannaðist við það hvernig það var að missa foreldri. „Mörg börn hafa misst einn, jafnvel tvo foreldra. Ég veit hvernig það er, ég hef verið slíkt barn. Faðir minn dó í flugslysi þegar ég var pínulítill. Þannig að ég veit hvernig það er að alast upp án föðurs.“ Lengst ríkjandi konungur Svíþjóðar Karl Gústaf er orðinn þaulsetnasti konungur Svíþjóðar. Hann setti metið árið 2018 þegar hann hafði verið í hásætinu í 44 ár og 223 daga. Fyrra metið var nokkurra alda gamalt. Það átti Magnus Eriksson, sem samkvæmt opinberum skjölum Svía, var konungur í 44 ár og 222 daga á 14.öld. Karl sló því nokkurra aldagamalt met en hann var einungis 27 ára þegar hann varð konungur fyrir 50 árum síðan árið 1973. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands ásamt Sauli Niinistoe, forseta Finnlands og forsetafrúnni Jenni Haukio í messu í morgun. EPA-EFE/Jonas Ekstroemer Í dag verður messa í Slottskyrkan í tilefni dagsins sem þau Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid, forsetahjón, munu sækja fyrir Íslands hönd ásamt sænsku konungsfjölskyldunni og fulltrúum hinna norðurlandanna. Að henni lokinni verður konungurinn hylltur frá svölum konungshallarinnar. Þá verður norrænum þjóðhöfðingjum boðið til hádegisverðar með sænsku konungshjónunum og Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar. Dagskrá krýningarafmælisins lýkur svo með hátíðarkvöldverði í konungshöllinni í kvöld. Kóngafólk Svíþjóð Karl Gústaf XVI Svíakonungur Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Hjónin voru stórglæsileg þar sem þau mættu til leiksýningar í Drottningholm hallarleikhúsinu og svo í viðhafnarkvöldverð í Drottningholm höllinni í kjölfarið. Karl Gústaf varð þjóðhöfðingi Svíþjóðar árið 1973 við andlát afa síns, Gústafs VI. Adolfs konungs. Missti föður sinn níu mánaða gamall Faðir Karls Gústafs og þáverandi krónprins, Gústav Adolf, lést í flugslysi árið 1947 á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn. Hann var á leið frá Amsterdam til Stokkhólms og vél hans var að millilenda í Danmörku þegar stýrisbúnaður vélarinnar læstist með þeim afleiðingum að hún hrundi til jarðar. 22 farþegar voru um borð og létust þeir allir. Karl Gústaf varð því erfingi krúnunnar níu mánaða gamall. Hann og systur hans þær Margrét prinsessa, Désirée, Birgitta og Kristína hafa sjaldan rætt föðurmissinn opinberlega. Móðir þeirra Sibylla prinsessa hefur lýst því hvernig veröld sín hrundi vegna andláts Gústavs. Karl Gústaf ræddi andlát föður síns í fyrsta sinn árið 2004 í ræðu eftir mannskæða flóðbylgju þar sem rúmlega 200 þúsund manns létust. Þar á meðal voru sex hundruð Svíar og lá harmleikurinn Svíum nærri. Karl deildi því með heimsbyggðinni að hann kannaðist við það hvernig það var að missa foreldri. „Mörg börn hafa misst einn, jafnvel tvo foreldra. Ég veit hvernig það er, ég hef verið slíkt barn. Faðir minn dó í flugslysi þegar ég var pínulítill. Þannig að ég veit hvernig það er að alast upp án föðurs.“ Lengst ríkjandi konungur Svíþjóðar Karl Gústaf er orðinn þaulsetnasti konungur Svíþjóðar. Hann setti metið árið 2018 þegar hann hafði verið í hásætinu í 44 ár og 223 daga. Fyrra metið var nokkurra alda gamalt. Það átti Magnus Eriksson, sem samkvæmt opinberum skjölum Svía, var konungur í 44 ár og 222 daga á 14.öld. Karl sló því nokkurra aldagamalt met en hann var einungis 27 ára þegar hann varð konungur fyrir 50 árum síðan árið 1973. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands ásamt Sauli Niinistoe, forseta Finnlands og forsetafrúnni Jenni Haukio í messu í morgun. EPA-EFE/Jonas Ekstroemer Í dag verður messa í Slottskyrkan í tilefni dagsins sem þau Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid, forsetahjón, munu sækja fyrir Íslands hönd ásamt sænsku konungsfjölskyldunni og fulltrúum hinna norðurlandanna. Að henni lokinni verður konungurinn hylltur frá svölum konungshallarinnar. Þá verður norrænum þjóðhöfðingjum boðið til hádegisverðar með sænsku konungshjónunum og Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar. Dagskrá krýningarafmælisins lýkur svo með hátíðarkvöldverði í konungshöllinni í kvöld.
Kóngafólk Svíþjóð Karl Gústaf XVI Svíakonungur Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira