Terem Moffi kom gestunum yfir strax á 21. mínútu en Kylian Mbappé jafnaði metin skömmu síðar og reyndust það einu mörk fyrri hálfleiks. Moffi lagði upp annað mark Nice þegar hann gaf á Gaetan Laborde þegar 53 mínútur voru liðnar og staðan orðin 1-2.
Moffi bætti svo við öðru marki sínu á 69. mínútu og gestirnir í góðum málum. Mbappé minnkaði muninn undir lok leiks en nær komust gestirnir ekki og leiknum lauk með sigri gestanna, lokatölur í París 2-3.
PSG lose at home to Nice.
— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) September 15, 2023
An impressive performance from Francesco Farioli's team. pic.twitter.com/5dxS8LzgQR
Nice er í 2. sæti með 9 stig að loknum 5 leikjum á meðan PSG er sæti neðar með 8 stig. Monaco er á toppnum með 10 stig og leik til góða.