Íslenskur karlmaður týndur í Dóminíska lýðveldinu Lovísa Arnardóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 16. september 2023 14:14 Systir Magnúsar biðlar nú til almennings um aðstoð. Ekkert hefur heyrst til hans í tæpa viku en hann fór til Dóminíska lýðveldisins í upphafi mánaðar. Íslenskur karlmaður á fertugsaldri hefur ekki skilað sér heim frá Dóminíska lýðveldinu. Hann átti flug heim fyrir tæpri viku síðan. Systir mannsins biðlar til almennings um aðstoð. Ekkert hefur spurst til Magnúsar Kristins Magnússonar í tæpa viku. Magnús flaug til Dóminíska lýðveldisins í upphafi mánaðar frá Spáni og átti að fljúga heim síðasta sunnudag, 10. september. Frá þeim degi hefur ekkert spurst til hans að sögn systur hans, Rannveigar Karlsdóttur, en þá átti hann flug heim í gegnum Frankfurt. Lögreglunni á Íslandi, Dóminíska lýðveldinu, borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins og ræðismanni Íslands í Dóminíska lýðveldinu hefur öllum verið tilkynnt um hvarf hans. Rannveig segir, í samtali við fréttastofu, Magnús hafa rætt við bæði foreldra sína og aðra fjölskyldumeðlimi sína áður en hann fór í flug en ekkert hafi svo heyrst til hans. Fjölskyldan hefur rætt við ræðismann Íslands á staðnum sem hafi komist að því að hann tók leigubíl rétt áður en hann átti flug heim. „Við sveiflumst á milli þess að vera dofin og skelfingu lostin og áhyggjufull. En svo vonar maður stundum að maður fái skilaboð þar sem hann segir manni að hætta þessari vitleysu. Svo maður geti orðið brjálaður af reiði við hann.“ Engin hreyfin á samfélagsmiðlum eða bankareikningi Rannveig biðlar nú til almennings um aðstoð í færslu á Facebook-síðu sinni. „ Ef einhver þekkir til í Dóminíska lýðveldinu eða þekkir fólk sem býr þar, gætum við þegið hjálp.“ Hún segir að enginn hafi frá 10. september náð sambandi við símann hans, engin hreyfing sé á samfélagsmiðlum hans eða bankareikningi. „Þannig að ef einhver þekkir til þarna úti og telur sig geta aðstoðað, þá þiggjum við alla hjálp fegins hendi enda farin að óttast mjög um afdrif hans.“ Magnús Kristinn er fæddur 1987, um það bil 1,85 sentímetrar á hæð, grann- og íþróttamannslega vaxinn. Hann er með gráblá augu, dökkhærður, mjög snöggklipptur og með dökka skeggrót. Þeim, sem kunna að hafa upplýsingar um ferðir Magnúsar, er bent á að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1000 eða við systur Magnúsar, Rannveigu Karlsdóttur, í síma 660-4313. Dóminíska lýðveldið Íslendingar erlendis Leitin að Magnúsi Kristni Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Ekkert hefur spurst til Magnúsar Kristins Magnússonar í tæpa viku. Magnús flaug til Dóminíska lýðveldisins í upphafi mánaðar frá Spáni og átti að fljúga heim síðasta sunnudag, 10. september. Frá þeim degi hefur ekkert spurst til hans að sögn systur hans, Rannveigar Karlsdóttur, en þá átti hann flug heim í gegnum Frankfurt. Lögreglunni á Íslandi, Dóminíska lýðveldinu, borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins og ræðismanni Íslands í Dóminíska lýðveldinu hefur öllum verið tilkynnt um hvarf hans. Rannveig segir, í samtali við fréttastofu, Magnús hafa rætt við bæði foreldra sína og aðra fjölskyldumeðlimi sína áður en hann fór í flug en ekkert hafi svo heyrst til hans. Fjölskyldan hefur rætt við ræðismann Íslands á staðnum sem hafi komist að því að hann tók leigubíl rétt áður en hann átti flug heim. „Við sveiflumst á milli þess að vera dofin og skelfingu lostin og áhyggjufull. En svo vonar maður stundum að maður fái skilaboð þar sem hann segir manni að hætta þessari vitleysu. Svo maður geti orðið brjálaður af reiði við hann.“ Engin hreyfin á samfélagsmiðlum eða bankareikningi Rannveig biðlar nú til almennings um aðstoð í færslu á Facebook-síðu sinni. „ Ef einhver þekkir til í Dóminíska lýðveldinu eða þekkir fólk sem býr þar, gætum við þegið hjálp.“ Hún segir að enginn hafi frá 10. september náð sambandi við símann hans, engin hreyfing sé á samfélagsmiðlum hans eða bankareikningi. „Þannig að ef einhver þekkir til þarna úti og telur sig geta aðstoðað, þá þiggjum við alla hjálp fegins hendi enda farin að óttast mjög um afdrif hans.“ Magnús Kristinn er fæddur 1987, um það bil 1,85 sentímetrar á hæð, grann- og íþróttamannslega vaxinn. Hann er með gráblá augu, dökkhærður, mjög snöggklipptur og með dökka skeggrót. Þeim, sem kunna að hafa upplýsingar um ferðir Magnúsar, er bent á að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1000 eða við systur Magnúsar, Rannveigu Karlsdóttur, í síma 660-4313.
Dóminíska lýðveldið Íslendingar erlendis Leitin að Magnúsi Kristni Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira