Sainz á ráspól en heimsmeistarinn hefur verk að vinna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. september 2023 14:33 Carlos Sainz verður á ráspól í Singapúr á morgun. Marco Canoniero/LightRocket via Getty Images Carlos Sainz, ökumaður Ferrari, verður á ráspól þegar farið verður af stað í Formúlu 1 í Singapúr á morgun. Mikil seinkun varð á tímatökunum eftir að Lance Stroll missti stjórn á bílnum sínum undir lok fyrsta hlutans og lenti úti í vegg. Aston Martin bifreið Stroll skemmdist mikið og endaði úti á miðri braut og því varð um klukkustundar löng töf á meðan öllu var komið í rétt horf. Tímatakan gat þó að lokum haldið áfram og var það að lokum Ferrari-maðurinn Carlos Sainz sem tók ráspól. Liðsfélagi hans hjá Ferrari, Charles Leclerc, ræsir þriðji, en á milli þeirra verður George Russell á Mercedes. CARLOS SAINZ TAKES BACK-TO-BACK POLES!@Carlossainz55 lights up the streets of Marina Bay to take his second pole in a row for @ScuderiaFerrari!#SingaporeGP #F1 pic.twitter.com/FxNCb2uTSc— Formula 1 (@F1) September 16, 2023 Það var hins vegar ekki góður dagur fyrir heimsmeistarann Max Verstappen og liðsfélaga hans hjá Red Bull, Sergio Perez. Með hagstæðum úrslitum um helgina getur Red Bull-liðið tryggt sér heimsmeistaratitil bílasmiða, en eftir tímatökurnar verður það að teljast ólíklegt. Hvorki Verstappen né Perez komust í gegnum annan hluta tímatökunnar og Verstappen ræsir ellefti, tveimur sætum fyrir framan Perez sem ræsir þrettándi. Akstursíþróttir Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Mikil seinkun varð á tímatökunum eftir að Lance Stroll missti stjórn á bílnum sínum undir lok fyrsta hlutans og lenti úti í vegg. Aston Martin bifreið Stroll skemmdist mikið og endaði úti á miðri braut og því varð um klukkustundar löng töf á meðan öllu var komið í rétt horf. Tímatakan gat þó að lokum haldið áfram og var það að lokum Ferrari-maðurinn Carlos Sainz sem tók ráspól. Liðsfélagi hans hjá Ferrari, Charles Leclerc, ræsir þriðji, en á milli þeirra verður George Russell á Mercedes. CARLOS SAINZ TAKES BACK-TO-BACK POLES!@Carlossainz55 lights up the streets of Marina Bay to take his second pole in a row for @ScuderiaFerrari!#SingaporeGP #F1 pic.twitter.com/FxNCb2uTSc— Formula 1 (@F1) September 16, 2023 Það var hins vegar ekki góður dagur fyrir heimsmeistarann Max Verstappen og liðsfélaga hans hjá Red Bull, Sergio Perez. Með hagstæðum úrslitum um helgina getur Red Bull-liðið tryggt sér heimsmeistaratitil bílasmiða, en eftir tímatökurnar verður það að teljast ólíklegt. Hvorki Verstappen né Perez komust í gegnum annan hluta tímatökunnar og Verstappen ræsir ellefti, tveimur sætum fyrir framan Perez sem ræsir þrettándi.
Akstursíþróttir Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira