Ten Hag ekki sáttur með tapið en sá þó margt jákvætt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. september 2023 20:00 Erik ten Hag hefur verk að vinna. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, var heldur súr þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir tap sinna manna gegn Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni í dag. Liðið hafði leikið 31 leik í röð án þess að tapa á Old Trafford fyrir daginn í dag. Hann telur lið sitt geta komist aftur í hæstu hæðir. „Við erum vonsviknir, það var mjög stutt á milli. Fyrstu tuttugu mínúturnar voru eign okkar, við sköpuðum færi en skoruðum ekki. Við fengum á okkur mark úr fyrstu sókn þeirra í leiknum, síðan kom kafli sem var okkur erfiður. Við börðumst og skoruðum mark sem var dæmd af.“ „Þetta er erfitt, hlutirnir hafa ekki fallið með okkur en við munum berjast og ef við stöndum saman, spilum sem lið og höldum okkur við reglurnar þá munum við snúa aftur.“ „Það má alltaf gera betur, sérstaklega í skipulaginu. En þetta var ekki okkar dagur. Seinna markið kom strax í upphafi síðari hálfleik. Tvö færi, tvö mörk. Það var bakslag sem við höndluðum ekki vel. Við verðum að vera jákvæðir á svona augnablikum og standa saman, þá kemstu aftur inn í leikinn.“ „Þú lærir hluti í svona leikjum. Ég sá sumt jákvætt, við sköpuðum mörg færi en kláruðum þau ekki.“ Stuðningsfólk Man United var ekki ánægt með það þegar Rasmus Højlund var tekinn af velli og Anthony Martial var tekinn af velli. „Hann er að koma inn í þetta eftir meiðsli og við þurfum að fara varlega með hann. Viðbrögð áhorfenda voru frábær. Hann átti góðan leik og stuðningsfólkið okkar tók eftir því. Hann var óheppinn með markið sem var dæmt af. Það hefði verið frábært fyrir hann. Það gekk ekki í dag en við höldum áfram. Hann er sterkur karakter, sem og við sem lið. Við munum ýta á móti.“ Rasmus Hojlund scores but it is ruled out.Law 9: "The ball is out of play when: It has wholly crossed the goal line or touch line, whether on the ground or in the air."#MUNBHA | #PL pic.twitter.com/J4KbXloffF— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) September 16, 2023 Að endingu var Ten Hag spurður út í Meistaradeild Evrópu en Man United mætir Bayern München í vikunni. „Þetta er frábært tækifæri á móti frábæru liði. Það hlakkar öllum til að snúa aftur í Meistaradeildina, þar eigum við heima. En þú verður að berjast fyrir því og sanna þig í hverjum einasta leik, bæði sem lið og sem einstaklingur.“ Leikur Bayern og Man United á miðvikudaginn kemur verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Leikurinn hefst klukkan 19.00. Meistaradeildarmessan verður í beinni á Stöð 2 Sport 2. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Sjá meira
„Við erum vonsviknir, það var mjög stutt á milli. Fyrstu tuttugu mínúturnar voru eign okkar, við sköpuðum færi en skoruðum ekki. Við fengum á okkur mark úr fyrstu sókn þeirra í leiknum, síðan kom kafli sem var okkur erfiður. Við börðumst og skoruðum mark sem var dæmd af.“ „Þetta er erfitt, hlutirnir hafa ekki fallið með okkur en við munum berjast og ef við stöndum saman, spilum sem lið og höldum okkur við reglurnar þá munum við snúa aftur.“ „Það má alltaf gera betur, sérstaklega í skipulaginu. En þetta var ekki okkar dagur. Seinna markið kom strax í upphafi síðari hálfleik. Tvö færi, tvö mörk. Það var bakslag sem við höndluðum ekki vel. Við verðum að vera jákvæðir á svona augnablikum og standa saman, þá kemstu aftur inn í leikinn.“ „Þú lærir hluti í svona leikjum. Ég sá sumt jákvætt, við sköpuðum mörg færi en kláruðum þau ekki.“ Stuðningsfólk Man United var ekki ánægt með það þegar Rasmus Højlund var tekinn af velli og Anthony Martial var tekinn af velli. „Hann er að koma inn í þetta eftir meiðsli og við þurfum að fara varlega með hann. Viðbrögð áhorfenda voru frábær. Hann átti góðan leik og stuðningsfólkið okkar tók eftir því. Hann var óheppinn með markið sem var dæmt af. Það hefði verið frábært fyrir hann. Það gekk ekki í dag en við höldum áfram. Hann er sterkur karakter, sem og við sem lið. Við munum ýta á móti.“ Rasmus Hojlund scores but it is ruled out.Law 9: "The ball is out of play when: It has wholly crossed the goal line or touch line, whether on the ground or in the air."#MUNBHA | #PL pic.twitter.com/J4KbXloffF— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) September 16, 2023 Að endingu var Ten Hag spurður út í Meistaradeild Evrópu en Man United mætir Bayern München í vikunni. „Þetta er frábært tækifæri á móti frábæru liði. Það hlakkar öllum til að snúa aftur í Meistaradeildina, þar eigum við heima. En þú verður að berjast fyrir því og sanna þig í hverjum einasta leik, bæði sem lið og sem einstaklingur.“ Leikur Bayern og Man United á miðvikudaginn kemur verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Leikurinn hefst klukkan 19.00. Meistaradeildarmessan verður í beinni á Stöð 2 Sport 2.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Sjá meira