„Við spiluðum frábærlega allan leikinn, meira að segja þegar við vorum að tapa í hálfleik gegn ótrúlegu liði sem er mjög gott þegar kemur að föstum leikatriðum. Við vorum skilvirkir og við vorum þolinmóðir í síðari í hálfleik. Þetta var stór sigur eftir landsleikjahléið. Liðið sýndi góðan anda.“
Pep fór í aðgerð á baki og missti af síðasta leik Man City.
„Ég vill án efa frekar vera hér heldur en í aðgerð, það er deginum ljósara.“
Jeremy Doku gekk í raðir Man City í sumar og skoraði fyrsta mark sitt fyrir félagið í dag.
„Ég myndi segja að í fyrsta leiknum hafi hann verið feiminn en í dag var hann það alls ekki, þetta var ótrúlegur leikur. Hann er alvöru vængmaður, að keyra með boltann og eiginleikinn að fara á menn í stöðunni einn á einn. Ekki bara það, hann hefur hæfileika til að vita hvenær hann á að gefa á næsta mann. Ég var mjög ánægður, þetta var mjög góð frammistaða hjá Jeremy.“
"This is a winger, PROPER winger!"
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) September 16, 2023
Pep Guardiola heaps praise on Jeremy Doku after his first goal for Man City pic.twitter.com/znpIa4PsHv
„Við erum vanir því. Nú er það hvíld og svo Meistaradeild Evrópu, þurfum að verja krúnuna. Einn leikur í einu, nú jöfnum við okkur og svo verða allir tilbúnir,“ sagði Pep að lokum þegar hann var spurður út í leik liðsins í Meistaradeildinni í vikunni.