Ekkert bendi til þess að Magnús hafi verið flæktur í eitthvað ólöglegt Lovísa Arnardóttir skrifar 17. september 2023 14:21 Magnús Kristinn er fæddur árið 1987. Hann hefur nú verið týndur í viku í Dóminíska lýðveldinu. Fjölskylda Magnúsar Kristins Magnússonar íhugar nú að fara út til Dóminíska lýðveldisins til að halda áfram leit að honum. Hann hefur nú verið týndur í viku. Systir hans segir ekkert benda til ólöglegs athæfis. Rannveig Karlsdóttir, systir Magnúsar, segir fjölskylduna loks hafa fengið það staðfest í gær að Magnús Kristinn fór ekki um borð í flug sem hann átti bókað síðasta sunnudag til Frankfurt. Fram kom í umfjöllum un málið í gær að Magnús ræddi við foreldra sína og aðra fjölskyldumeðlimi á leið sinni á flugvöllinn en ekkert hafi heyrst í honum síðan. Þau hafi þó komist að því að hann tók leigubíl af flugvellinum, sem var „óeðlilega dýr“. Farangurinn virðist þó ekki hafa farið með honum því í gær frétti fjölskyldan, frá heimamanni, að farangurinn væri enn á flugvellinum. „Þetta er það sem hefur verið að skila sér,“ segir Rannveig en í gær var greint frá því í fjölmiðlum í fyrsta sinn frá hvarfi Magnúsar. Rannveig segir marga, bæði hérlendis og í Dóminíska lýðveldinu, hafa haft samband frá því og viljað aðstoða þau. „Við fréttum frá konu sem fór að athuga málið að farangurinn hans væri enn á flugvellinum,“ segir Rannveig en tekur þó fram að þetta hafi ekki enn verið staðfest eftir neinum opinberum leiðum. „En farangurinn virðist vera enn á flugvellinum.“ Líklegt að einhver fari út Spurð hvort að fjölskyldan sé á leið út segir Rannveig að það hafi komið til tals. Það tali þó enginn í fjölskyldunni spænsku og því óttist þau að það verði erfitt fyrir þau að fá upplýsingar. Þó vitað sé að auðveldara sé að fá þær á staðnum. „Óneitanlega er maður að velta þessu fyrir sér. Það er erfitt að vera hérna heima og reyna að fjarstýra en sjá ekkert og vita ekkert. Það því ekkert ólíklegt að eitthvert okkar fari þangað út. Þó það væri ekki nema til að fá tilfinningu fyrir staðnum,“ segir Rannveig. Fór í spilavíti og skemmti sér Hún segir að þau viti enn lítið um tilgang ferðarinnar en að þau hafi þó komist að því að hann hafi farið í spilavíti og verið að skemmta sér. „Það kom okkur mjög á óvart að vita af honum þarna. Hann var á Spáni en fékk svo einhverja hugmynd og skaust þangað. Fyrst hrökk maður í kút og bjóst við því versta en það er ekkert sem bendir til þess að hann hafi verið flæktur í eitthvað ólöglegt eða eitthvað rugl. Það er auðvitað það fyrsta sem manni dettur í hug, en það virðist ekki vera,“ segir Rannveig sem segist hafa heyrt það frá fólki sem þekki til þannig viðskipta. Erfitt að sitja aðgerðarlaus Rannveig segir líðanina ekki góða og fjölskylduna í raun örmagna. „Við erum búin að vera að grennslast fyrir um hann í viku. En svo fór þetta auðvitað á flug í gær. Við vorum búin að hafa samband við borgarþjónustu og lögreglu, en það er erfitt að sitja aðgerðarlaus,“ segir Rannveig og að margir hafi haft samband eftir fréttirnar í gær. Fyrst hrökk maður í kút og bjóst við því versta en það er ekkert sem bendir til þess að hann hafi verið flæktur í eitthvað ólöglegt „Við erum að vona að þetta hreyfi við einhverjum. Einhver hafi séð hann eða viti eitthvað. Þannig við náum átta okkur á því hvað gerðist eða hvar hann gæti hugsanlega verið.“ Hún segir fjölskylduna einnig hafa verið í sambandi við fjölmiðla ytra og að það séu væntanlega greinar í fjölmiðlum þar um hvarf hans. Það hjálpi vonandi til líka. Magnús Kristinn er fæddur árið 1987, um það bil 185 sentímetrar á hæð, grann- og íþróttamannslega vaxinn. Hann er með gráblá augu, dökkhærður, mjög snöggklipptur og með dökka skeggrót. Hafi fólk upplýsingar um ferðir Magnúsar er þeim bent á að hafa samband við annað hvort lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1000 eða við systur hans, Rannveigu Karlsdóttur, í síma 660-4313 eða í gegnum Facebook hér að neðan. Dóminíska lýðveldið Íslendingar erlendis Leitin að Magnúsi Kristni Tengdar fréttir Íslenskur karlmaður týndur í Dóminíska lýðveldinu Íslenskur karlmaður á fertugsaldri hefur ekki skilað sér heim frá Dóminíska lýðveldinu. Hann átti flug heim fyrir tæpri viku síðan. Systir mannsins biðlar til almennings um aðstoð. 16. september 2023 14:14 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Fleiri fréttir Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Sjá meira
Rannveig Karlsdóttir, systir Magnúsar, segir fjölskylduna loks hafa fengið það staðfest í gær að Magnús Kristinn fór ekki um borð í flug sem hann átti bókað síðasta sunnudag til Frankfurt. Fram kom í umfjöllum un málið í gær að Magnús ræddi við foreldra sína og aðra fjölskyldumeðlimi á leið sinni á flugvöllinn en ekkert hafi heyrst í honum síðan. Þau hafi þó komist að því að hann tók leigubíl af flugvellinum, sem var „óeðlilega dýr“. Farangurinn virðist þó ekki hafa farið með honum því í gær frétti fjölskyldan, frá heimamanni, að farangurinn væri enn á flugvellinum. „Þetta er það sem hefur verið að skila sér,“ segir Rannveig en í gær var greint frá því í fjölmiðlum í fyrsta sinn frá hvarfi Magnúsar. Rannveig segir marga, bæði hérlendis og í Dóminíska lýðveldinu, hafa haft samband frá því og viljað aðstoða þau. „Við fréttum frá konu sem fór að athuga málið að farangurinn hans væri enn á flugvellinum,“ segir Rannveig en tekur þó fram að þetta hafi ekki enn verið staðfest eftir neinum opinberum leiðum. „En farangurinn virðist vera enn á flugvellinum.“ Líklegt að einhver fari út Spurð hvort að fjölskyldan sé á leið út segir Rannveig að það hafi komið til tals. Það tali þó enginn í fjölskyldunni spænsku og því óttist þau að það verði erfitt fyrir þau að fá upplýsingar. Þó vitað sé að auðveldara sé að fá þær á staðnum. „Óneitanlega er maður að velta þessu fyrir sér. Það er erfitt að vera hérna heima og reyna að fjarstýra en sjá ekkert og vita ekkert. Það því ekkert ólíklegt að eitthvert okkar fari þangað út. Þó það væri ekki nema til að fá tilfinningu fyrir staðnum,“ segir Rannveig. Fór í spilavíti og skemmti sér Hún segir að þau viti enn lítið um tilgang ferðarinnar en að þau hafi þó komist að því að hann hafi farið í spilavíti og verið að skemmta sér. „Það kom okkur mjög á óvart að vita af honum þarna. Hann var á Spáni en fékk svo einhverja hugmynd og skaust þangað. Fyrst hrökk maður í kút og bjóst við því versta en það er ekkert sem bendir til þess að hann hafi verið flæktur í eitthvað ólöglegt eða eitthvað rugl. Það er auðvitað það fyrsta sem manni dettur í hug, en það virðist ekki vera,“ segir Rannveig sem segist hafa heyrt það frá fólki sem þekki til þannig viðskipta. Erfitt að sitja aðgerðarlaus Rannveig segir líðanina ekki góða og fjölskylduna í raun örmagna. „Við erum búin að vera að grennslast fyrir um hann í viku. En svo fór þetta auðvitað á flug í gær. Við vorum búin að hafa samband við borgarþjónustu og lögreglu, en það er erfitt að sitja aðgerðarlaus,“ segir Rannveig og að margir hafi haft samband eftir fréttirnar í gær. Fyrst hrökk maður í kút og bjóst við því versta en það er ekkert sem bendir til þess að hann hafi verið flæktur í eitthvað ólöglegt „Við erum að vona að þetta hreyfi við einhverjum. Einhver hafi séð hann eða viti eitthvað. Þannig við náum átta okkur á því hvað gerðist eða hvar hann gæti hugsanlega verið.“ Hún segir fjölskylduna einnig hafa verið í sambandi við fjölmiðla ytra og að það séu væntanlega greinar í fjölmiðlum þar um hvarf hans. Það hjálpi vonandi til líka. Magnús Kristinn er fæddur árið 1987, um það bil 185 sentímetrar á hæð, grann- og íþróttamannslega vaxinn. Hann er með gráblá augu, dökkhærður, mjög snöggklipptur og með dökka skeggrót. Hafi fólk upplýsingar um ferðir Magnúsar er þeim bent á að hafa samband við annað hvort lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1000 eða við systur hans, Rannveigu Karlsdóttur, í síma 660-4313 eða í gegnum Facebook hér að neðan.
Dóminíska lýðveldið Íslendingar erlendis Leitin að Magnúsi Kristni Tengdar fréttir Íslenskur karlmaður týndur í Dóminíska lýðveldinu Íslenskur karlmaður á fertugsaldri hefur ekki skilað sér heim frá Dóminíska lýðveldinu. Hann átti flug heim fyrir tæpri viku síðan. Systir mannsins biðlar til almennings um aðstoð. 16. september 2023 14:14 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Fleiri fréttir Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Sjá meira
Íslenskur karlmaður týndur í Dóminíska lýðveldinu Íslenskur karlmaður á fertugsaldri hefur ekki skilað sér heim frá Dóminíska lýðveldinu. Hann átti flug heim fyrir tæpri viku síðan. Systir mannsins biðlar til almennings um aðstoð. 16. september 2023 14:14