Segir flökkusögu um sig sýna hvert umræðan sé komin Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. september 2023 16:33 Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segist döpur yfir umræðunni undanfarna daga um hinsegin samfélagið. Vísir/Vilhelm Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segir árásir gegn meðlimum hinsegin samfélagsins sem borið hefur á í umræðunni undanfarna viku, hafa skorið sig í hjartað. Hún segist sjálf hafa verið viðfangsefni falskra flökkusagna um kynferðislega misnotkun barna og segir Íslendinga þurfa að ákveða hvernig samfélag sitt eigi að vera. Þetta kom fram í Sprengisandi á Bylgjunni þar sem Hanna var gestur. Hávær gagnrýni og upplýsingaóreiða hefur einkennt umræðu um kynfræðslu grunnskólabarna síðustu daga þar sem Samtökin '78 og hinsegin fræðsla þeirra hafa meðal annars verið dregin inn í umræðuna. Skelin þunn Hanna segir stöðuna dapra og rekur umræðuna meðal annars til Evrópu og Bandaríkjanna þar sem spjótunum sé í auknum mæli beint gegn mannréttindum trans fólks. Hanna segist hafa komið af samstöðufundi hinsegin fólks í gær. „Og það skar mig í hjartað að tala við fólk á mínum aldri sem fór einna verst út úr baráttunni, fordómunum og hatrinu fyrir einhverjum þrjátíu árum síðan, náði sér kannski aldrei alveg en náði að halda haus og komast standandi út úr því, er eiginlega að bugast aftur. Hún er svo þunn skelin. Þetta er svo ævintýralega ljótt.“ Á mörkunum að geta hlegið „Bara svo að þú hafir einhverja mynd af klikkuninni sem er í gangi, þá er það í dreifingu á samfélagsmiðlum að ég og Ragnhildur konan mín séum hluthafar í stóru heilbrigðisfyrirtæki á Íslandi sem selji lyf sem ætlað er að auðvelda kynferðislega misnotkun á börnum og að af þessum viðskiptum sé ég orðin svo rík, að ég sé að stunda peningaþvætti.“ Hanna Katrín segir tvennt rétt í því, hún hafi einu sinni unnið hjá heilbrigðisfyrirtæki og síðan hafi hún fyrir ári síðan birt Facebook færslu um það að hún hafi fengið athugasemd á flugvelli þegar hún hugðist taka út 50 evrur í gjaldeyri eftir að hún hafi sagst vera stjórnmálamaður. Hanna Katrín var framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs Icepharma frá 2012 til 2016. „Bara til þess að sýna á hvaða stigi þetta er og ég get hlegið að þessu,“ segir Hanna Katrín. Það er rétt á mörkunum? „Það er rétt á mörkunum nefnilega og ég er viss um að ég gæti elt þetta uppi og gert eitthvað úr því, af því að við erum jú með löggjöf gegn svona og fyrir stjórnmálamann þá er þetta ekkert grín heldur að fleyta svona sögu. En þetta sýnir bara, að ég veit það ekki, við verðum að staldra við og reyna aðeins að átta okkur á því á hvaða vegferð við erum.“ Snúist um viðnám lýðræðisins Hanna Katrín segir umræðuna nú um minnihlutahópa í hinsegin samfélaginu snúast um viðnámsþrótt lýðræðisins. Íslendingar verði að fara að átta sig á þessu. „Þetta er ekki eitthvað sem við getum bara grátið yfir einmitt, eða hlegið að eða hneykslast á eða barist gegn í litlum brotum út um allt samfélagið. Við verðum að fara að ákveða hvernig samfélag við ætlum að vera hérna. Við ætlum ekki að vera samfélag sem stýrist af falsfréttum og skipulögðum áróðursherferðum gegn litlum einstaka hópum og búa þannig til farveginn fyrir öfgaöfl. Það er ekki það sem íslenskt samfélag ætlar að vera.“ Hinsegin Sprengisandur Viðreisn Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Þetta kom fram í Sprengisandi á Bylgjunni þar sem Hanna var gestur. Hávær gagnrýni og upplýsingaóreiða hefur einkennt umræðu um kynfræðslu grunnskólabarna síðustu daga þar sem Samtökin '78 og hinsegin fræðsla þeirra hafa meðal annars verið dregin inn í umræðuna. Skelin þunn Hanna segir stöðuna dapra og rekur umræðuna meðal annars til Evrópu og Bandaríkjanna þar sem spjótunum sé í auknum mæli beint gegn mannréttindum trans fólks. Hanna segist hafa komið af samstöðufundi hinsegin fólks í gær. „Og það skar mig í hjartað að tala við fólk á mínum aldri sem fór einna verst út úr baráttunni, fordómunum og hatrinu fyrir einhverjum þrjátíu árum síðan, náði sér kannski aldrei alveg en náði að halda haus og komast standandi út úr því, er eiginlega að bugast aftur. Hún er svo þunn skelin. Þetta er svo ævintýralega ljótt.“ Á mörkunum að geta hlegið „Bara svo að þú hafir einhverja mynd af klikkuninni sem er í gangi, þá er það í dreifingu á samfélagsmiðlum að ég og Ragnhildur konan mín séum hluthafar í stóru heilbrigðisfyrirtæki á Íslandi sem selji lyf sem ætlað er að auðvelda kynferðislega misnotkun á börnum og að af þessum viðskiptum sé ég orðin svo rík, að ég sé að stunda peningaþvætti.“ Hanna Katrín segir tvennt rétt í því, hún hafi einu sinni unnið hjá heilbrigðisfyrirtæki og síðan hafi hún fyrir ári síðan birt Facebook færslu um það að hún hafi fengið athugasemd á flugvelli þegar hún hugðist taka út 50 evrur í gjaldeyri eftir að hún hafi sagst vera stjórnmálamaður. Hanna Katrín var framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs Icepharma frá 2012 til 2016. „Bara til þess að sýna á hvaða stigi þetta er og ég get hlegið að þessu,“ segir Hanna Katrín. Það er rétt á mörkunum? „Það er rétt á mörkunum nefnilega og ég er viss um að ég gæti elt þetta uppi og gert eitthvað úr því, af því að við erum jú með löggjöf gegn svona og fyrir stjórnmálamann þá er þetta ekkert grín heldur að fleyta svona sögu. En þetta sýnir bara, að ég veit það ekki, við verðum að staldra við og reyna aðeins að átta okkur á því á hvaða vegferð við erum.“ Snúist um viðnám lýðræðisins Hanna Katrín segir umræðuna nú um minnihlutahópa í hinsegin samfélaginu snúast um viðnámsþrótt lýðræðisins. Íslendingar verði að fara að átta sig á þessu. „Þetta er ekki eitthvað sem við getum bara grátið yfir einmitt, eða hlegið að eða hneykslast á eða barist gegn í litlum brotum út um allt samfélagið. Við verðum að fara að ákveða hvernig samfélag við ætlum að vera hérna. Við ætlum ekki að vera samfélag sem stýrist af falsfréttum og skipulögðum áróðursherferðum gegn litlum einstaka hópum og búa þannig til farveginn fyrir öfgaöfl. Það er ekki það sem íslenskt samfélag ætlar að vera.“
Hinsegin Sprengisandur Viðreisn Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent