Sjónvarpsstöðvar rannsaka hegðun Russell Brand Magnús Jochum Pálsson skrifar 17. september 2023 19:58 Russell Brand hefur verið sakaður um kynferðisofbeldi af fjórum konum og fleiri hafa lýst óeðlilegri hegðun hans í gegnum árin. EPA/Paul Buck Breska ríkissjónvarpið, Channel 4 og framleiðslufyrirtækið Banijay UK hafa hafið rannsókn á breska grínistanum Russell Brand í kjölfar þess að fjórar konur stigu fram í gær og sökuðu hann um kynferðisofbeldi. Ásakanirnar í garð Brand ná yfir bæði nauðgun og kynferðisofbeldi sem á að hafa átt sér stað á árunum 2006 til 2013. Þær komu upp á yfirborðið í umfjöllun The Times, Sunday Times og Channel 4 um Brand. Áður en ásakanirnar voru gerðar opinberar í gær birti Brand myndband þar sem hann þvertók fyrir að hafa brotið af sér. Myndbandið vakti mikla furðu þar sem það var alls ekki ljóst hverju hann neitaði að hafa gert. Kvartað yfir vinnustaðahegðun Brand Ásakanirnar tengjast hvorki tíma Brand hjá BBC eða Channel 4 þar sem hann vann sem þáttastjórnandi áður en hann hóf leiklistarferil sinn í Hollywood. Þrátt fyrir það hafa stöðvarnar báðar hafið rannsókn á Brand eftir að lýsingar á óásættanlegri vinnustaðahegðun hans komu í ljós. Til að mynda hafa The Times eftir heimildamanni að kvartið hafi verið til BBC vegna „ógnvekjandi yfirgangssemi og virðingaleysis“ Brand í garð annarra. Framleiðsluyrirtækið Endemol, sem framleiddi þættina Big Brother's Big Mouth sem Brand vann við frá 2005 til 2007, var keypt árið 2020 af Banijay UK. Fyrirtækið segist vita af „mjög alvarlegum ásökunum“ sem tengjast „meintri ósæmilegri hegðun Russell Brand á meðan hann kynnti þætti sem voru framleiddir af Endemol“. Þá segjast forsvarsmenn Banijay UK vera búnir ða hefja innri rannsókn. Lundúnalögregla hefur greint frá því að hún sé meðvituð um „fjölmiðlaumfjöllun um röð alvarlegra ásakana um kynferðisofbeldi“ en að henni hefðu ekki borist neinar tilkynningar frá meintum fórnarlömbum. Hún sagði einnig: „Við munum vera í frekari samskiptum við The Sunday Times og Channel 4 til að tryggja að öll fórnarlömb glæpa sem þau hafa rætt við séu meðvituð um hvernig þau geta tilkynnt glæpi til lögreglu.“ Mál Russell Brand Bretland Kynferðisofbeldi Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Skora á konur að stíga fram Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa skorað á konur að stíga fram ef þær þurfi vegna mögulegrar óviðeigandi hegðunar breska grínistans Russell Brand á meðan hann tók þátt í góðgerðarviðburðum samtakanna frá 2006 til 2012. BBC barst kvartanir vegna grínistans á þessum árum en brást ekki við. 17. september 2023 14:16 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fullir í flugi Innlent Fleiri fréttir Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Sjá meira
Ásakanirnar í garð Brand ná yfir bæði nauðgun og kynferðisofbeldi sem á að hafa átt sér stað á árunum 2006 til 2013. Þær komu upp á yfirborðið í umfjöllun The Times, Sunday Times og Channel 4 um Brand. Áður en ásakanirnar voru gerðar opinberar í gær birti Brand myndband þar sem hann þvertók fyrir að hafa brotið af sér. Myndbandið vakti mikla furðu þar sem það var alls ekki ljóst hverju hann neitaði að hafa gert. Kvartað yfir vinnustaðahegðun Brand Ásakanirnar tengjast hvorki tíma Brand hjá BBC eða Channel 4 þar sem hann vann sem þáttastjórnandi áður en hann hóf leiklistarferil sinn í Hollywood. Þrátt fyrir það hafa stöðvarnar báðar hafið rannsókn á Brand eftir að lýsingar á óásættanlegri vinnustaðahegðun hans komu í ljós. Til að mynda hafa The Times eftir heimildamanni að kvartið hafi verið til BBC vegna „ógnvekjandi yfirgangssemi og virðingaleysis“ Brand í garð annarra. Framleiðsluyrirtækið Endemol, sem framleiddi þættina Big Brother's Big Mouth sem Brand vann við frá 2005 til 2007, var keypt árið 2020 af Banijay UK. Fyrirtækið segist vita af „mjög alvarlegum ásökunum“ sem tengjast „meintri ósæmilegri hegðun Russell Brand á meðan hann kynnti þætti sem voru framleiddir af Endemol“. Þá segjast forsvarsmenn Banijay UK vera búnir ða hefja innri rannsókn. Lundúnalögregla hefur greint frá því að hún sé meðvituð um „fjölmiðlaumfjöllun um röð alvarlegra ásakana um kynferðisofbeldi“ en að henni hefðu ekki borist neinar tilkynningar frá meintum fórnarlömbum. Hún sagði einnig: „Við munum vera í frekari samskiptum við The Sunday Times og Channel 4 til að tryggja að öll fórnarlömb glæpa sem þau hafa rætt við séu meðvituð um hvernig þau geta tilkynnt glæpi til lögreglu.“
Mál Russell Brand Bretland Kynferðisofbeldi Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Skora á konur að stíga fram Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa skorað á konur að stíga fram ef þær þurfi vegna mögulegrar óviðeigandi hegðunar breska grínistans Russell Brand á meðan hann tók þátt í góðgerðarviðburðum samtakanna frá 2006 til 2012. BBC barst kvartanir vegna grínistans á þessum árum en brást ekki við. 17. september 2023 14:16 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fullir í flugi Innlent Fleiri fréttir Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Sjá meira
Skora á konur að stíga fram Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa skorað á konur að stíga fram ef þær þurfi vegna mögulegrar óviðeigandi hegðunar breska grínistans Russell Brand á meðan hann tók þátt í góðgerðarviðburðum samtakanna frá 2006 til 2012. BBC barst kvartanir vegna grínistans á þessum árum en brást ekki við. 17. september 2023 14:16