Ráðstefnubærinn Siglufjörður – líf og störf heimamanna fylgir með Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. september 2023 11:30 Guðlaugur Þór afhenti verðlaun á ráðstefnunni fyrir bestu veggspjöldin. Hér er hann með einum sigurvegaranum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um hundrað manna ráðstefna Evrópsku Kítinsamtakanna, „EUCHIS 2023“ fór fram á Siglufirði í síðustu viku dagana 11. til 14. september. Samtökin eru leiðandi á heimsvísu í kítíniðnaðnum og sóttu rúmlega hundrað vísindamenn og fólk úr nýsköpunargeiranum vítt og breitt um heiminn ráðstefnuna, sem þótti takast einstaklega vel. Ólöf Ýrr Atladóttir, fyrrverandi ferðamálastjóri, sem er með ferðaskrifstofuna „Sóti Summits“ á Siglufirði sá um skipulagningu ráðstefnunnar og segir Siglufjörð frábærar ráðstefnubæ. „Já, Siglufjörður er frábær vettvangur fyrir ráðstefnur af þessari stærðargráðu. Hér er öll umgjörð til staðar, salir, veitingar og gisting, en ekki síður skiptir máli að hér er hægt að brjóta ráðstefnuformið ögn upp. Hér fær fólk tækifæri til að vera aðeins úti og njóta afþreyingar sem hefur beina skírskotun í líf og störf heimamanna. Ráðstefnugestir njóta meiri samvista og kynnast betur í umhverfi sem þessu og fá jafnframt sterka tilfinningu fyrir þeim stað sem er heimsóttur. Það skilar sér í frjórri umræðu meðal ráðstefnugesta og getur byggt undir framtíðar samstarf og vinnutengsl,“ segir Ólöf Ýrr. Ólöf Ýrr Atladóttir, sem sá um skipulagningu ráðstefnunnar á Siglufirði í síðustu viku en hún er með fyrirtækið „Sóti Summits“, sem tekur að sér skipulagningu viðburða og ráðstefna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfisráðherra mætti meðal annars á ráðstefnuna til að veita verðlaun fyrir bestu veggspjöldin en þau fóru til þriggja ungra vísindamanna. „Forsvarsfólki ráðstefnunnar þótti mikill heiður að því að Guðlaugur Þór skyldi koma og veita verðlaunin. Það skiptir máli fyrir ungt vísindafólk að finna að tekið sé eftir þeirra framlagi og það metið,“ segir Ólöf Ýrr. Mikil ánægja var með ráðstefnuna og allan aðbúnað á Siglufirði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kítósan er lífvirkt náttúrulegt efni Fyrir þá sem ekki vita þá er Kítósan lífvirkt náttúrulegt efni, sem leysa mun mörg kemísk efni af hólmi, og hafa yfirgripsmiklar rannsóknir átt sér stað um allan heim á þessar fjölþættu fjölliðu. Kítósan brotnar auðveldlega niður í náttúrunni og hefur reynst hafa margvíslega og margbreytilega nýtingarmöguleika, m.a. innan læknisfræði, efnafræði, landbúnaðar, í sáravörum, snyrtivörum og fæðubótarefnum, sem og í hreinsun vatns. Sjálfbær framleiðsla og þróun á nýtingarmöguleikum efnisins styður við Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna m.a. vegna jákvæðra umhverfisáhrifa. Ráðherra nýtti tækifærið og hitti bæjarstjóra Fjallabyggðar, Sigríði Ingvarsdóttur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjallabyggð Ráðstefnur á Íslandi Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag Innlent Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann Innlent Fleiri fréttir Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Sjá meira
Ólöf Ýrr Atladóttir, fyrrverandi ferðamálastjóri, sem er með ferðaskrifstofuna „Sóti Summits“ á Siglufirði sá um skipulagningu ráðstefnunnar og segir Siglufjörð frábærar ráðstefnubæ. „Já, Siglufjörður er frábær vettvangur fyrir ráðstefnur af þessari stærðargráðu. Hér er öll umgjörð til staðar, salir, veitingar og gisting, en ekki síður skiptir máli að hér er hægt að brjóta ráðstefnuformið ögn upp. Hér fær fólk tækifæri til að vera aðeins úti og njóta afþreyingar sem hefur beina skírskotun í líf og störf heimamanna. Ráðstefnugestir njóta meiri samvista og kynnast betur í umhverfi sem þessu og fá jafnframt sterka tilfinningu fyrir þeim stað sem er heimsóttur. Það skilar sér í frjórri umræðu meðal ráðstefnugesta og getur byggt undir framtíðar samstarf og vinnutengsl,“ segir Ólöf Ýrr. Ólöf Ýrr Atladóttir, sem sá um skipulagningu ráðstefnunnar á Siglufirði í síðustu viku en hún er með fyrirtækið „Sóti Summits“, sem tekur að sér skipulagningu viðburða og ráðstefna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfisráðherra mætti meðal annars á ráðstefnuna til að veita verðlaun fyrir bestu veggspjöldin en þau fóru til þriggja ungra vísindamanna. „Forsvarsfólki ráðstefnunnar þótti mikill heiður að því að Guðlaugur Þór skyldi koma og veita verðlaunin. Það skiptir máli fyrir ungt vísindafólk að finna að tekið sé eftir þeirra framlagi og það metið,“ segir Ólöf Ýrr. Mikil ánægja var með ráðstefnuna og allan aðbúnað á Siglufirði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kítósan er lífvirkt náttúrulegt efni Fyrir þá sem ekki vita þá er Kítósan lífvirkt náttúrulegt efni, sem leysa mun mörg kemísk efni af hólmi, og hafa yfirgripsmiklar rannsóknir átt sér stað um allan heim á þessar fjölþættu fjölliðu. Kítósan brotnar auðveldlega niður í náttúrunni og hefur reynst hafa margvíslega og margbreytilega nýtingarmöguleika, m.a. innan læknisfræði, efnafræði, landbúnaðar, í sáravörum, snyrtivörum og fæðubótarefnum, sem og í hreinsun vatns. Sjálfbær framleiðsla og þróun á nýtingarmöguleikum efnisins styður við Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna m.a. vegna jákvæðra umhverfisáhrifa. Ráðherra nýtti tækifærið og hitti bæjarstjóra Fjallabyggðar, Sigríði Ingvarsdóttur.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Fjallabyggð Ráðstefnur á Íslandi Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag Innlent Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann Innlent Fleiri fréttir Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Sjá meira