Leikmenn United séu með rétt hugarfar en efast um gæðin Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. september 2023 14:31 Fary Neville efast um gæði leikmannahóps Manchester United. Alex Livesey - Danehouse/Getty Images Gary Neville, fyrrverandi leikmaður Manchester United, hefur trú á því að leikmenn liðsins séu með rétt hugarfar undir stjórn Erik ten Hag. Hann efast þó um að þeir séu nógu góðir. Gengi Manchester United hefur verið slakt í upphafi tímabils og liðið er með sex stig eftir fyrstu fimm leikina. United mátti þola 1-3 tap á heimavelli gegn Brighton & Hove Albion um helgina og segir Neville að slæm byrjun liðsins á tímabilinu sé vegna þess að leikmenn liðsins séu einfaldlega ekki nógu góðir frekar en að þeir séu ekki að leggja sig fram. Manchester United eyddi rúmum 180 milljónum punda í leikmenn í sumar og Neville segir enn frekar að þeir leikmenn sem hafi verið keyptir til liðsins hafi ekki bætt hópinn nægilega mikið. Félagið fékk þá Rasmus Hojlund, Andre Onana, Mason Mount, Sofyan Amrabat, Sergio Reguilon, Jonny Evans og Altay Bayindir í sumarglugganum. 🎙️ Gary Neville: “I never thought for one second they would challenge Man City and Arsenal from the players that they brought in. That would have needed a Harry Kane-type signing or Declan Rice, as an example. They didn't have the money to do those types of signings. They're not… pic.twitter.com/aDElzY7JZM— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) September 18, 2023 „Ég hafði áhyggjur þegar tímabilið byrjaði. Fólk talaði um að Manchester United hefði klárað sín kaup snemma og að það væri gott, en ég hafði áhyggjur af því að þeir leikmenn sem voru fengnir inn væru ekki nógu góðir til að bæta hópinn frá því á síðasta tímabili,“ sagði Neville í síðasta hlaðvarpsþætti sínum. „Það hvarflaði aldrei að mér að þeir væru að fara að berjast við Manchester City eða Arsenal miðað við þá leikmenn sem fengnir voru inn. Þeir hefðu þurft að fá leikmann eins og Harry Kane eða Declan Rice til að það væri möguleiki.“ „Þeir eru bara ekki mjög góðir í augnablikinu, en ég fór á leikinn á móti Brighton og vonaðist til að þeir myndu koma mér á óvart. En það voru 72.000 stuðningsmenn á Old Trafford, sem vita vel hvernig lið Brighton er, og ég held að enginn þeirra hafi verið hissa á því sem þeir sáu.“ Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira
Gengi Manchester United hefur verið slakt í upphafi tímabils og liðið er með sex stig eftir fyrstu fimm leikina. United mátti þola 1-3 tap á heimavelli gegn Brighton & Hove Albion um helgina og segir Neville að slæm byrjun liðsins á tímabilinu sé vegna þess að leikmenn liðsins séu einfaldlega ekki nógu góðir frekar en að þeir séu ekki að leggja sig fram. Manchester United eyddi rúmum 180 milljónum punda í leikmenn í sumar og Neville segir enn frekar að þeir leikmenn sem hafi verið keyptir til liðsins hafi ekki bætt hópinn nægilega mikið. Félagið fékk þá Rasmus Hojlund, Andre Onana, Mason Mount, Sofyan Amrabat, Sergio Reguilon, Jonny Evans og Altay Bayindir í sumarglugganum. 🎙️ Gary Neville: “I never thought for one second they would challenge Man City and Arsenal from the players that they brought in. That would have needed a Harry Kane-type signing or Declan Rice, as an example. They didn't have the money to do those types of signings. They're not… pic.twitter.com/aDElzY7JZM— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) September 18, 2023 „Ég hafði áhyggjur þegar tímabilið byrjaði. Fólk talaði um að Manchester United hefði klárað sín kaup snemma og að það væri gott, en ég hafði áhyggjur af því að þeir leikmenn sem voru fengnir inn væru ekki nógu góðir til að bæta hópinn frá því á síðasta tímabili,“ sagði Neville í síðasta hlaðvarpsþætti sínum. „Það hvarflaði aldrei að mér að þeir væru að fara að berjast við Manchester City eða Arsenal miðað við þá leikmenn sem fengnir voru inn. Þeir hefðu þurft að fá leikmann eins og Harry Kane eða Declan Rice til að það væri möguleiki.“ „Þeir eru bara ekki mjög góðir í augnablikinu, en ég fór á leikinn á móti Brighton og vonaðist til að þeir myndu koma mér á óvart. En það voru 72.000 stuðningsmenn á Old Trafford, sem vita vel hvernig lið Brighton er, og ég held að enginn þeirra hafi verið hissa á því sem þeir sáu.“
Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira