Óttast ekki að fleiri fái óverðskuldaðar gráður Bjarki Sigurðsson skrifar 18. september 2023 19:04 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Vísir/Arnar Nýtt fyrirkomulag við fjármögnun háskólanna var kynnt í dag. Gert er ráð fyrir að það skili auknum gæðum í íslensku háskólanámi. Forseti landssamtaka íslenskra stúdenta óttast að það verði til þess að færri komist í háskóla en fyrir breytingu. Kerfisbreytingin var kynnt í Grósku í dag og voru þar helstu toppar háskólasamfélagsins mættir að fylgjast með. Er þetta í fyrsta sinn síðan árið 1999 sem fjármögnunarkerfinu er breytt. Mikil aukning á fjárveitingum vegna útskriftarnema Fyrir breytingu fá skólarnir mest fjármagn fyrir þá nemendur sem skráðir eru í skólann, sama hvort þeir standi sig eða ekki. Í nýja kerfinu fá skólarnir fjármagn fyrir hverja einingu sem nemandi líkur. Í staðinn fyrir að skólarnir fái 350 þúsund krónur fyrir að útskrifa nemanda úr grunnnámi munu þeir fá eina komma eina milljón króna. Þá fer greiðsla fyrir útskrift úr meistaranámi úr 355 þúsund krónum í tvær komma tvær milljónir króna. Ráðherra segist ekki óttast að háskólarnir keyri nemendur í gegnum námið sem eiga það ekki endilega skilið að útskrifast. „Gæðakerfi háskólanna er mjög umfangsmikið. Bæði innra og ytra, svo er það líka alþjóðlegt og hingað koma alþjóðlegir sérfræðingar og taka út gæðakerfi íslenskra háskóla. Þetta á því alls ekki að minnka gæðin heldur þvert á móti auka þau eins og við höfum séð gerast með svona breytingum á Norðurlöndunum,“ segir Áslaug. Vill sjá skólana á heimsmælikvarða Hún kveðst hafa aukið fjármagn til háskólanna og vonast eftir því að skólarnir hér á landi verði á heimsmælikvarða á næstu árum. „Við eigum ekki háskóla í topp 100 í heiminum á meðan Norðurlöndin hafa öll átt háskóla þar. Þannig við þurfum að sækja fram. Þess vegna er í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar 6 milljarða króna aukning til háskólastigsins og 3,5 milljarðar sem koma strax á næsta ári,“ segir Áslaug. Óttast að færri komist inn Alexandra Ýr van Erven, forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta, segist vera ánægð með margt í nýja kerfinu. Hún óttast þó að erfiðara verði fyrir nemendur að komast inn í skólana. „Það sem við höfum áhyggjur af er að þetta geti leitt til þess að háskólarnir þurfi að vera aðeins selektívari á því hvaða nemendum þeir hleypa inn, með öðrum orðum að það geti leitt til aukinnar aðgangsstýringar. Það getur verið mjög alvarlegt og heft aðgengi ýmissa hópa að námi,“ segir Alexandra. Skóla - og menntamál Háskólar Hagsmunir stúdenta Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira
Kerfisbreytingin var kynnt í Grósku í dag og voru þar helstu toppar háskólasamfélagsins mættir að fylgjast með. Er þetta í fyrsta sinn síðan árið 1999 sem fjármögnunarkerfinu er breytt. Mikil aukning á fjárveitingum vegna útskriftarnema Fyrir breytingu fá skólarnir mest fjármagn fyrir þá nemendur sem skráðir eru í skólann, sama hvort þeir standi sig eða ekki. Í nýja kerfinu fá skólarnir fjármagn fyrir hverja einingu sem nemandi líkur. Í staðinn fyrir að skólarnir fái 350 þúsund krónur fyrir að útskrifa nemanda úr grunnnámi munu þeir fá eina komma eina milljón króna. Þá fer greiðsla fyrir útskrift úr meistaranámi úr 355 þúsund krónum í tvær komma tvær milljónir króna. Ráðherra segist ekki óttast að háskólarnir keyri nemendur í gegnum námið sem eiga það ekki endilega skilið að útskrifast. „Gæðakerfi háskólanna er mjög umfangsmikið. Bæði innra og ytra, svo er það líka alþjóðlegt og hingað koma alþjóðlegir sérfræðingar og taka út gæðakerfi íslenskra háskóla. Þetta á því alls ekki að minnka gæðin heldur þvert á móti auka þau eins og við höfum séð gerast með svona breytingum á Norðurlöndunum,“ segir Áslaug. Vill sjá skólana á heimsmælikvarða Hún kveðst hafa aukið fjármagn til háskólanna og vonast eftir því að skólarnir hér á landi verði á heimsmælikvarða á næstu árum. „Við eigum ekki háskóla í topp 100 í heiminum á meðan Norðurlöndin hafa öll átt háskóla þar. Þannig við þurfum að sækja fram. Þess vegna er í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar 6 milljarða króna aukning til háskólastigsins og 3,5 milljarðar sem koma strax á næsta ári,“ segir Áslaug. Óttast að færri komist inn Alexandra Ýr van Erven, forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta, segist vera ánægð með margt í nýja kerfinu. Hún óttast þó að erfiðara verði fyrir nemendur að komast inn í skólana. „Það sem við höfum áhyggjur af er að þetta geti leitt til þess að háskólarnir þurfi að vera aðeins selektívari á því hvaða nemendum þeir hleypa inn, með öðrum orðum að það geti leitt til aukinnar aðgangsstýringar. Það getur verið mjög alvarlegt og heft aðgengi ýmissa hópa að námi,“ segir Alexandra.
Skóla - og menntamál Háskólar Hagsmunir stúdenta Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira