Átök hefjast á ný í Nagorno-Karabakh Samúel Karl Ólason skrifar 19. september 2023 10:22 Fólk skoðar hergögn sem her Aserbaídsjan tók af Armenum í átökunum árið 2020. EPA/MAXIM SHIPENKOV Ráðamenn í Aserbaídsjan tilkynntu nú fyrir skömmu að her ríkisins væri að reyna að uppræta hryðjuverkamenn í héraðinu Nagorno-Karabakh. Myndbönd eru þegar byrjuð að berast af árásum hersins í héraðinu. Hernaðaraðgerðinni hefur verið lýst af yfirvöldum í Aserbaídsjan sem and-hryðjuverkaaðgerð en Aserar segja tilefnið vera að fjórir lögregluþjónar og tveir vegagerðarmenn hafi dáið í morgun eftir að þeir óku á jarðsprengju. Þá sprengju eiga armenskir öfgamenn að hafa lagt. Aserski herinn segir Armena einnig hafa gert stórskotaliðsárásir á her Aserbaídsjan. Azerbaijani forces are conducting strikes on Stepanakert/Khankendi. This strike is reported as one on an Armenian TOR air defense complex. pic.twitter.com/tY1TwEx6Ii— NOELREPORTS (@NOELreports) September 19, 2023 Aserar og Armenar hafa deilt um Nagorno-Karabakh um árabil og kom þar til mikilla átaka árið 2020. Aserar unnu þau átök á skömmum tíma. Héraðið er hluti af Aserbaídsjan en hefur verið stýrt af Armenum sem eru í miklum meirihluta íbúa þar, frá 1994 þegar sex ára stríði ríkjanna lauk. Hermenn Aserbaídsjan hafa verið sakaðir um fjölmörg ódæði vegna átakanna 2020 en þeir birtu meðal annars myndbönd af sér taka armenska stríðsfanga af lífi. Sjá einnig: Aserskir hermenn ákærðir fyrir stríðsglæpi Aftur kom til átaka í fyrra en rússneskir friðargæsluliðar eru á svæðinu. Aserar segjast hafa látið þá vita af hernaðaraðgerðinni og heita því að gera ekki árás á borgaraleg skotmörk. Aserar hafa haldið því fram að Armenar hafi verið að smygla vopnum inn í Nagorno-Karabakh og hafa setið um héraðið um nokkra vikna skeið. Fregnir hafa borist af miklum skorti á nauðsynjum eins og matvælum og lyfjum frá héraðinu. Video purportedly from Stepanakert in Karabakh - sounds of fighting and loitering munitions above #Azerbaijan, #Armenia (via @marutvanian) pic.twitter.com/Kwcxrsd2ww— Michael A. Horowitz (@michaelh992) September 19, 2023 Nagorno-Karabakh Armenía Aserbaídsjan Hernaður Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira
Hernaðaraðgerðinni hefur verið lýst af yfirvöldum í Aserbaídsjan sem and-hryðjuverkaaðgerð en Aserar segja tilefnið vera að fjórir lögregluþjónar og tveir vegagerðarmenn hafi dáið í morgun eftir að þeir óku á jarðsprengju. Þá sprengju eiga armenskir öfgamenn að hafa lagt. Aserski herinn segir Armena einnig hafa gert stórskotaliðsárásir á her Aserbaídsjan. Azerbaijani forces are conducting strikes on Stepanakert/Khankendi. This strike is reported as one on an Armenian TOR air defense complex. pic.twitter.com/tY1TwEx6Ii— NOELREPORTS (@NOELreports) September 19, 2023 Aserar og Armenar hafa deilt um Nagorno-Karabakh um árabil og kom þar til mikilla átaka árið 2020. Aserar unnu þau átök á skömmum tíma. Héraðið er hluti af Aserbaídsjan en hefur verið stýrt af Armenum sem eru í miklum meirihluta íbúa þar, frá 1994 þegar sex ára stríði ríkjanna lauk. Hermenn Aserbaídsjan hafa verið sakaðir um fjölmörg ódæði vegna átakanna 2020 en þeir birtu meðal annars myndbönd af sér taka armenska stríðsfanga af lífi. Sjá einnig: Aserskir hermenn ákærðir fyrir stríðsglæpi Aftur kom til átaka í fyrra en rússneskir friðargæsluliðar eru á svæðinu. Aserar segjast hafa látið þá vita af hernaðaraðgerðinni og heita því að gera ekki árás á borgaraleg skotmörk. Aserar hafa haldið því fram að Armenar hafi verið að smygla vopnum inn í Nagorno-Karabakh og hafa setið um héraðið um nokkra vikna skeið. Fregnir hafa borist af miklum skorti á nauðsynjum eins og matvælum og lyfjum frá héraðinu. Video purportedly from Stepanakert in Karabakh - sounds of fighting and loitering munitions above #Azerbaijan, #Armenia (via @marutvanian) pic.twitter.com/Kwcxrsd2ww— Michael A. Horowitz (@michaelh992) September 19, 2023
Nagorno-Karabakh Armenía Aserbaídsjan Hernaður Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira