Ballard fór frá eigin samtökum eftir rannsókn á áreitni Samúel Karl Ólason skrifar 19. september 2023 12:13 Tim Ballard nýtur mikillar frægðar þessa dagana vegna kvikmyndarinnar Sound of Freedom. Spear Fund Tim Ballard, sem kvikmyndin Sound of Freedom hefur gert frægan, yfirgaf samtök sem hann stofnaði til að berjast gegn kynlífsþrælkun barna í kjölfar rannsóknar varðandi meinta kynferðislega áreitni hans gegn sjö konum. Hann er sagður hafa áreitt starfsmenn samtaka sem hann stofnaði í verkefnum sem ætlað var að bjarga börnum úr ánauð. Þetta kemur fram í frétt Vice, sem hefur lengi fjallað um Ballard og Operation Underground Railroad. Samkvæmt heimildum Vice sneri rannsóknin að hegðun Ballard í garð minnst sjö kvenna. Þessar konur tóku þátt í verkefnum sem munu hafa snúið að því að bjarga börnum úr ánauð en Ballard á að hafa sagt konunum að hegða sér eins og þær væru giftar honum. Þá á hann að hafa þvingað konurnar til að sofa í sama rúmi og hann til að fara í sturtu með honum, til að plata þrælahaldara. Vice segir hann einnig hafa sent minnst einni konu mynd af sér á nærfötunum og spurt aðra „hversu langt hún myndi ganga“ til að bjarga börnum. Talið er að hann hafi áreitt fleiri konur, þar sem þessar sjö voru starfsmenn OUR. Hann er einnig sagður hafa hagað sér með sama hætti við sjálfboðaliða samtakanna. Talsmaður OUR sagði í svari við fyrirspurn VICE að Ballard hefði hætt hjá samtökunum í júní og kæmi ekki lengur að þeim með nokkrum hætti. Hann sagði að kynferðisleg áreitni væri ekki liðin innan samtakanna og að utanaðkomandi lögfræðingar hafi verið fengnir til að rannsaka allar ásakanir. Hann sagði einnig að forsvarsmenn OUR væru sannfærðir um að samtökin yrðu áfram leiðandi á sviði þess að berjast gegn kynlífsþrælkun barna. Eftir að Ballard hætti hjá OUR stofnaði hann ný samtök sem heita The Spear fund og hann ætlar að nota að berjast gegn kynlífsþrælkun. Ballard er einnig talinn líklegur til að bjóða sig fram til öldungadeildar Bandaríkjaþings. Mitt Romney, núverandi öldungadeildarþingmaður frá Utah, er að hætta eftir þetta kjörtímabil og verður kosið um hver tekur við honum í forsetakosningunum í nóvember á næsta ári. Fregnir hafa þó borist af því að Ballard eigi í deilum við æðstu menn Mormónakirkjunnar í Uhah. Ballard er sagður hafa notað nafn M. Russell Ballard, eins æðsta manns kirkjunnar, við viðskipti sín. Mennirnir eru ekkert skyldir, þó þeir beri sama eftirnafnið. Í yfirlýsingu sem á að vera frá talsmanni mormónakirkjunnar segir að Tim Balldard og M. Russell Ballard hafi verið vinir en sá fyrrnefndi hafi svikið þann vinskap, með því að nota nafn þess síðarnefnda í hagnaðartilgangi og við „óásættanlega hegðun“. Því hafi M. Russell Balldard slitið öll tengsl við Tim Ballard. Tim Ballard sendi þó frá sér yfirlýsingu í gær, í gegnum Spear Fund, þar sem hann segir „illa barnaníðinga“ og bandamenn þeirra innan opinbera geirans, fjölmiðla og fyrirtækja, ljúga um sig og reyna að eyðileggja orðspor sitt. Tengdi hann þessar fregnir við mögulegt framboð hans til öldungadeildarinnar. Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Umtöluð mynd um barnarán sýnd í Sambíóunum Umdeilda bandaríska spennumyndin Sound of Freedom verður sýnd í Sambíóunum í ágústmánuði. 3. ágúst 2023 16:25 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt Vice, sem hefur lengi fjallað um Ballard og Operation Underground Railroad. Samkvæmt heimildum Vice sneri rannsóknin að hegðun Ballard í garð minnst sjö kvenna. Þessar konur tóku þátt í verkefnum sem munu hafa snúið að því að bjarga börnum úr ánauð en Ballard á að hafa sagt konunum að hegða sér eins og þær væru giftar honum. Þá á hann að hafa þvingað konurnar til að sofa í sama rúmi og hann til að fara í sturtu með honum, til að plata þrælahaldara. Vice segir hann einnig hafa sent minnst einni konu mynd af sér á nærfötunum og spurt aðra „hversu langt hún myndi ganga“ til að bjarga börnum. Talið er að hann hafi áreitt fleiri konur, þar sem þessar sjö voru starfsmenn OUR. Hann er einnig sagður hafa hagað sér með sama hætti við sjálfboðaliða samtakanna. Talsmaður OUR sagði í svari við fyrirspurn VICE að Ballard hefði hætt hjá samtökunum í júní og kæmi ekki lengur að þeim með nokkrum hætti. Hann sagði að kynferðisleg áreitni væri ekki liðin innan samtakanna og að utanaðkomandi lögfræðingar hafi verið fengnir til að rannsaka allar ásakanir. Hann sagði einnig að forsvarsmenn OUR væru sannfærðir um að samtökin yrðu áfram leiðandi á sviði þess að berjast gegn kynlífsþrælkun barna. Eftir að Ballard hætti hjá OUR stofnaði hann ný samtök sem heita The Spear fund og hann ætlar að nota að berjast gegn kynlífsþrælkun. Ballard er einnig talinn líklegur til að bjóða sig fram til öldungadeildar Bandaríkjaþings. Mitt Romney, núverandi öldungadeildarþingmaður frá Utah, er að hætta eftir þetta kjörtímabil og verður kosið um hver tekur við honum í forsetakosningunum í nóvember á næsta ári. Fregnir hafa þó borist af því að Ballard eigi í deilum við æðstu menn Mormónakirkjunnar í Uhah. Ballard er sagður hafa notað nafn M. Russell Ballard, eins æðsta manns kirkjunnar, við viðskipti sín. Mennirnir eru ekkert skyldir, þó þeir beri sama eftirnafnið. Í yfirlýsingu sem á að vera frá talsmanni mormónakirkjunnar segir að Tim Balldard og M. Russell Ballard hafi verið vinir en sá fyrrnefndi hafi svikið þann vinskap, með því að nota nafn þess síðarnefnda í hagnaðartilgangi og við „óásættanlega hegðun“. Því hafi M. Russell Balldard slitið öll tengsl við Tim Ballard. Tim Ballard sendi þó frá sér yfirlýsingu í gær, í gegnum Spear Fund, þar sem hann segir „illa barnaníðinga“ og bandamenn þeirra innan opinbera geirans, fjölmiðla og fyrirtækja, ljúga um sig og reyna að eyðileggja orðspor sitt. Tengdi hann þessar fregnir við mögulegt framboð hans til öldungadeildarinnar.
Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Umtöluð mynd um barnarán sýnd í Sambíóunum Umdeilda bandaríska spennumyndin Sound of Freedom verður sýnd í Sambíóunum í ágústmánuði. 3. ágúst 2023 16:25 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira
Umtöluð mynd um barnarán sýnd í Sambíóunum Umdeilda bandaríska spennumyndin Sound of Freedom verður sýnd í Sambíóunum í ágústmánuði. 3. ágúst 2023 16:25